Vikan - 12.03.1959, Side 5
HVER FELLUR Á LANDSPRÓFI?
Fell ég í vor?
Landprófsnemandi skrifar þeett-
inum langt bréf. Hann vill fá aö
vita, hvort hann standist lands-
próf 3. bekkjar í vor, eða hvort
hann muni falla. Hann lýsir náms-
gáfum sínum og áhugamálum, en
fjölyrðir auk þess um landsprófið
og tilhögun námsins. Bréfið er of
langt til að birtast hér, enda
virðist okkur æskilegra fyrir höf-
undinn að bíða með dóm sinn um
landsprófið, þangað til hann hefir
lokið því og getur litið rólega
yfir farinn veg. Hann lýkur bréf-
inu með þessum orðum:
„Eftir þessa lýsingu á sjálfum
mér og námsgáfum mínum, éins
og þær koma mér fyrir sjónir,
langar mig til að biðja þig að
segja mér, hvort þú telur likur
til að ég nái prófinu í vor. Margir
eiga víst ekkert framundan nema
fallið. Er ég einn i þeirra hópi?“
Kæri landsprófsnemandi, við
sendum bréf þitt til skólasérfræð-
ings þáttarins og hann setti raf-
eindaheilann í gang og reiknaði
út líkur þínar í eftirfarandi töflu.
Þú verður sjálfur að ákveða þann
flokk, sem þér finnst þú eiga
heima í. Taflan miðast við náms-
kröfur til landsprófs síðastliðin 9
ár. 1 samræmi við bréf þitt köll-
um við „fall“, ef einkunn nær
ekki 6.
TAFLA.
um (jreindarþroska og námsárangur landsprófsnemenda
árin 1950—1958
Greindar-
Slök meðalgreind og lakari
Meðalgreind í betra lagi
Góð meðalgreind og betri
Mjög góð greind
Af burð agreind
50—60% hinna tornæmustu falla!
Ef námsgáfur þínar eru í slöku
meðallagi eða lakari, hefir þú ekki
miklar líkur til að standast próf-
ið. Eins og þú sérð af töflunni,
falla 3 krakkar af hverjum 5 úr
þeim hópi. Unglingar af þessu
greindarstigi ráða ekki af eigin
ramleik við námsefni landsprófs-
deildar. Þeir, sem slampast í gegn,
eiga það fyrst og fremst að þakka
aukakennslu, sem foreldrar veita
eða kosta handa þeim. Auk þess
fljóta þeir á léttum minnisgrein-
um, sem reyna lítið á skilning,
en fá mjög lágar einkunnir í erf-
iðum greinum eins og íslenzku og
stærðfræði.
Ef námsgáfur þínar losa vel
meðallag, er hópur þinn aðeins
öruggari: 57% falla, en ef þú
visitala
76— 99
100—109
110—119
120—134
135—170
Hundraðshl.
af heild ,,Fall“%
16
22
22
28
12
60
57
44
30
4
lendir með góðri og dágóðri greind
falla aðeins 44%. Ef bekkur þinn
er blandaður úr þessum tveimur
hópum, verða likurnar fifty-fifty,
eins og enskukennarinn þinn seg-
ir. Nemendum af þessu greindar-
stigi reynist námið erfitt, en þó
viðráðanlegt, ef viljinn er einbeitt-
ur og marksækinn. En hann má
aldrei slaka á, aldrei láta glepj-
ast af óskyldum hugðarefnum. Þá
missir nemandinn þráðinn.
Gerum ráð fyrir að þú sért i
hópi hinna greindu, sem ráða vel
við námsefnið. Þá ert þú samt
ekki úr allri hættu. Af nemend-
um meö mjög góðar námsgáfur
fellur nœstum 3. hver maður á
landsprófi 3. bekkjar í Rvik, en 5.
hver maður í skólum út um land-
ið. Nokkuð skortir á nákvæmni í
Foreldrum og öðrum er vel-
komið að skrifa þættinum og
leita úrlausnar á þeim vaiula-
málum er þeir kunna að stríða
við. Höfundur þáttarins mun
leitast við að leysa vandræði
allra er til lians leita.
ÖIl bréf sem þættinum eru
send sloilum stíluð til Vik-
unnar, pósthólf 149. Umslagið
merkt: „Foreldraþáttur“.
skýrslum um próf hinna síðar-
nefndu og kann það að valda ein-
hverju um mismuninn. En eflaust
eiga glepjandi áhrif höfuðborgar-
innar mikinn þátt í honum. Ungl-
ingarnir finna til hæfileika sinna
og álíta sér óhætt að taka lífið
létt. Þeir vara sig hvorki á því,
að skemmtanafíknin hefir sundr-
andi áhrif á námsgetuna, né að
námsefnið er flóknara og próf-
kröfurnar strangari en þeir hafa
áður vanizt.
Ef þú ert i hópi þeirra unglinga,
sem eru gæddir afburðagreind, þá
máttu kallast öruggur með að
standast prófið. Hinar miklu
námsgáfur gera námið mjög auð-
velt og tryggja sjálfkvæman á-
huga. Samt ber það við, að af-
burðagreindur nemandi fellur, en
þá er mjög slæmum ytri aðstæð-
um eða óhollum lífsvenjum um að
kenna. Hins vegar verður mörgum
hált á því að treysta á afburða-
greind, sem hann hefir alls ekki.
Er viljinn með í verki?
Eins og þú sérð, kæri lands-
prófsnemandi, er námsbraut þin
ekki hættulaus. Margur ungling-
ur leggur út á hana af lítilli fyr-
irhyggju, sumir sárnauðugir, þó
að þeir láti að orðum foreldra
sinna. En ósk foreldra sprettur oft
fremur af metnaði en fyrirhyggju.
Þau lifa í góðri trú og vona að
sonur þeirra eða dóttir lúki þessu
eftirsótta prófi árekstralaust.
Því miður verður raunin oft önn-
ur.
En hvað vilt þú sjálfur? Geng-
ur þú að námsstarfinu með lifi og
sál? Á því veltur allt. Ef þú hef-
ir yndi af stærðfræði, íslenzku,
ensku og sögu, ef þú kýst fremur
að eyða stund yfir bók en í kvik-
myndahúsi, knæpu eða dansleik,
þá stenzt þú prófið, þó að þú hafir
ekki nema góða meðalgreind. En
ef verulega skortir á bæði náms-
löngun og hœfileika þá er náms-
áform þitt eins og rangt uppsett
dœmi: útkoman hlýtur að verða
skökk. Þetta er átakanleg, en þvi
því miður óyggjandi staðreynd.
Af þeim sem falla á landsprófi
í Rvík setjast 25% í deildina næsta
vetur. 70% þeirra ná prófi, flest
með mjög lágri framhaldseinkunn,
en 30% verða í annað sinn fyrir
neðan þetta mark. Hjá sumum
lækkar einkunin jafnvel frá
fyrra vorinu. 1 hópi hinna tví-
föllnu eru greindir unglingar í
miklum meirihluta, en lággreind-
ir unglingar njóta sín tiltölulega
betur, þegar námstíminn tvöfald-
ast.
Dýrar fórnir.
Kæri landspróf snemandi! Það
kann að verða þér og jafnvel for-
eldrum þinum nokkurt undrunar-
efni, hve hár hundraðshluti mjög
vel gefinna nemenda fellur. Það er
býsna alvarlegt atriði, að fjöl-
margir unglingar búnir glæsileg-
um gáfum, bíða skipbrot í námi
á einu viðkvæmasta þróunarskeiði
ævinnar. Vonbrigði og beizkja eru
æskunni óhollt veganesti. 1 vissum
skilningi er hún líka tryggð hjá
þjóðfélaginu; skakkaföll hennar
lenda á því. Við mættum þvi vel
hugleiða, hvort þessi blóðtaka sé
óhjákvæmileg og hve lengi menn-
ingarþjóðfélag þoli hana.
Hvað veldur þessu misræmi
milli hæfileika og árangurs? Á-
stæðurnar eru eflaust margar. Is-
lenzkur tíðarandi um miðja tutt-
ugustu öld styður lítt að skóla-
hollustu og ástundun í námi. Sú
spurning er líka athygli verð, sem
þú varpar fram i bréfi þínu, hvort
námskröfur og námstilhögun
landsprófsdeildarinnar séu þannig,
að þær hamli því, að mjög góðar
námsgáfur njóti sín til fulls. En
úr henni verður ekki leyst með fá-
um orðum. Þó er þetta víst: Því
þrengra og ákveðnar sem náms-
efni til landsprófs er afmarkað
og því meir sem prófið er fólgið
í upptalningu sundurlausra minn-
isatriða, því minni verða líkurnar,
að fjölhæfni háþróaðs gáfnafars
fái notið sín til fulls.
VIKAN
5