Vikan - 12.03.1959, Qupperneq 19
KALDUR MA'ÍUR
Það er gamall og góður
íslenzkur siður að bera
fram kaldan mat. Hér áður
fyrr var það mest allskonar
súrsaður og reyktur matur,
ennfremur harðfiskur,
brauð, smjör og ostar. Nú
hefur tilbúningur á súrsúð-
um mat, því miöur, minnk-
að til muna og jaínvel lagzt
niður. Er það leitt, þar sem
þetta er hollur og hand-
hægur matur. Sérhverri
húsmóður ætti að vera það
kappsmál að bera allan mat
snyrtilega og fallega fram,
þannig að hversdagsmál'tíð-
in gæti orðið að veizlumál-
tið. Á síðari árum heíur
komizt í tízku hið svokall-
aða kalda borð. Of mörgum
þykir lítið til þess koma,
nema þar séu fram bornir
allt að 20—30 réttir. Kem-
ur þar, að því er virðist,
helzt til greina hégóma-
girnd fólks og samkeppni
og metingur við náungann.
Það getur verið þægilegt
og gaman að útbúa kald-
an mat fyrir góða gesti.
Keynir þá oft á dugnað og
smekkvísi húsmóðurinnar.
En við eigum aldrei að bera
fram einhver ósköp af mat,
heldur hafa það, sem fram
er borið, bragðgott og
snyrtilegt. Varizt að of-
hlaða matinn með skrauti,
en berið hann þannig fram,
að litir og samsetning njóti
sin til fulls. Notið sem
minnst af matarlit, því að
hann er ekki talinn hollur,
enda eru sjálf matvælin
nógu litauðug.
Oft þykir heppilegt að
beia fram kaldan mat,
þegar mörgu fólki er boðið,
en vanhugsað er að bjóða
svo mörgum, að ekki séu
til sæti tyrir gestina. Helzt
þarf að vera nægilegt til
af bökkum og litlum borð-
um, svo að vel geti farið
um alla, meðan á máltið
stendur. Yfirleitt er dýrara
að bera fram kalda rétti en
heita. Að vísu fer það
mest eftir því, hvaða hrá-
efni eru notuð í matinn. En
köldu réttimir eru að þvi
leyti þægilegri, að hægt er
að undirbúa og jafnvel búa
til flesta réttina daginn áð-
ur og hafa þá að öllu leyti
tilbúna á fötunum nokkru
áður en gestirnir koma.
Húsmóðirin þarf þá ekki að
vera á þönum við matinn,
einmitt þegar hún þarf að
vera að taka á móti gestun-
um.
KALT BORÐ
Lambslæri fyilt,
Hangikjöt með grænertu-
jafningi,
Síld í sýrðum rjóma,
Soðinn kaldur lax með
piparrótarsósu,
Fiskbúðingur í hlaupi,
Egg með smjörtoppi,
Avaxtasalat,
Síldarsalat,
Fisk- og rækjusalat, '
Bjúpnasalat.
Hamborgarhryggur.
Nál. l*/2 kg léttreyktur
svínahryggur,
nál. 6 dl vatn,
3 dl rauðvín,
sykur,
50 g smjörUki,
50 g hveiti,
rauðvínssoðið,
1 dl ribsberjasaft,
sósulitur,
sinnep.
Skerið burt himnur og
þvoið hrygginn. Eeggid
hann í pott, og hellið sjóð-
andi vatninu yfir ásamt
rauðvíninu. Sjóöið hrygg-
inn við vægan hita í nál.
45 mín. Færið hrygginn upp
og leggið hann í ofnskúffu.
Stráið þykku lagi af púð-
ursykri ofan á hrygginn og
hellið ögn af soði í skúff-
una. Setjið hann i heitan
ofn (meiri yfirhiti) og látið
sykurinn brúnast í um 20
mín. Búið til brúna sósu og
bragðbætið með ribsberja-
saft og sinnepi. Berið fram
með soðnum kartöflmn og
grænmeti. Skerið kjötið í
þunnar sneiðar og raðið
þeim á fat.
Lambslæri, fyllt
1 lambslæri eða nál.
2 kg af iæri,
100 g sveskjur,
30 g þurrkuð epU,
2 tsk. salt,
y4 tsk. pipar,
50 g hveiti,
50 g smjörlfki,
stcikarsoð,
pipar,
Salt.
Hreinsið kjötið til steik-
arinnar og takið beinið úr
lærinu. Sjóðið sveskjur, svo
að steinarnir náist úr, en
bieytið epUn. Leggið stein-
lausar sveskjur og epli inn
i lærið ásamt salti og pip-
ar. Saumið lærið saman,
núið það með salti og steik-
ið og sjóðið. Búið til brúna
soðsósu. Berið lærið fram
heilt eða skerið það í sneið-
ar. Berið soðnar sveskjur,
epli og grænmeti með.
Að taka bein úr læri. Lát-
ið innri hlið lærisins snúa
upp. Byrj.ð á því að skera
kjötið frá mjaðmarauganu,
þannig að það lcsni úr án
þess að gat komi á ytri hliö
lærisins. Skerið síðan niður
eftir hnútunni og leggnum,
og fláið kjötið frá beininu.
Síðast er hnéskelin skorin
í burtu. Látið sem minnst
kjöt fylgja beinimum. Vöðv-
amir eiga að vera heillegir
og lærið alveg heilt að
utan. Nú er lærið ýmist
fyllt eða þá vöðvamir eru
skornir heillega út og þeir
síðan notaðir í ýmsa kjöt-
rétti. Þegar lærið er mat-
búið, i heilu lagi, þykir
mörgum betra að matbúa
það með betnunum. Kjötið
verður þá bragðbetra.
Hangikjöt með grænertu-
jafningi.
Sjóðið læri í heilu lagi eða
sagið kjötið simdur í stóra
bita. Setjið það yfir í sjóð-
andi vatn, saltið örlítið, ef
þarf, og látið það sjóða
hægt, þangað til það er
meyrt.
Sneiðið soðið hangikjötið
niður, og raðið því smekk-
lega á fat. Leggið gjarnan
hrærð egg ofan á til skrauts
og bragðbætis. Berið græn-
ertujafning með:
i/2 kg niðursoðnar
ertur,
25 g hveiti,
25 g smjörlíki,
i/2—1 1 mjölk og bauna-
soð,
sykur,
salt, pipar.
Búið til jafning og sjóð-
ið. Bætið baununum út í.
Síld í sýrðum rjóma.
2 saltsUdar,
2 dl rjómi,
harðsoðin egg,
laukur,
rauðrófur,
kapar,
steinselja.
Þvoið síldina, roðflettið
og leggið 1 mjólk 1 nál. 2
klst. Leggið hana siðan i
ediksblöndu í sólarhring
(Edik, sykur, piparkorn,
lárviðarlauf). Skerið síld-
ina í 2 cm þykkar sneiðar
og leggið á fat. Hellið súr-
um rjóma yfir. Saxið harð-
soðin egg, rauðu og hvítu
út af fyrir sig. Leggið egg-
ið i röndum ofan á súran
rjómann. Saxaður laukur
og rauðrófur er látið til
skiptist í hring. Skreytið
með salatblaði og kapar.
ORÐSENDING
frá Rafmagnseftirliti ríkisins.
Nokkur brögð hafa verið að því undanfarið, að
rafmagnsljóskúlur „sprengi“ vartappa, um leið og
þær bila.
Einnig eru þess nokkur dæmi í seinni tíð, að raf-
magnsljóskúlur bili þannig, að glerkúlan springi og
glerbrotin þeytist í allar áttir.
Þótt rafmagnsljóskúlur séu ekki enn sem komið
er viðurkenningarskyldar, sem kallað er, þ. e. að inn-
flytjanda sé skyllt að senda raffangaprófun raf-
magnseftirlitsins sýnishom til prófunar og úrskurð-
ar um það, hvort leyfilegt sé að selja þær og nota,
þá eru umræddir gallar, sem sannanlega hafa kom-
ið í ljós, svo alvarlegir, einkum hin síðarnefndi, að
rafmagnseftirlitið telur ekki rétt að láta þetta af-
skiptalaust.
Reynt verður að safna upplýsingum um hve mikil
brögð kunni að vera að umræddum göllum.
Rafmagnseftirlitið vill því hérmeð mælast til þess,
að allir þeir, sem vottar hafa verið að slíkum bil-
unum, sem hér um ræðir, tilkynni það rafmagnseftir-
liti ríkisins eða hlutaðeigandi rafveitu, annað hvort
bréflega eða í síma.
Varúðarreglur:
Þegar rafmagnsljóskúla (pera) er skrúfuð í lampa-
höldu, skal ávallt gætt, að straumurinn að lampan-
um sé rofinn og ekki kveikt á honum (með rofa
eða tengilkvísl) fyrr en ljóskúlan hefir verið skrúf-
uð í hann. Annars getur verið hætta á að verið sé
of nálægt ljóskúlunni, þegar rafstraumi er hleypt á
hana, ef hún skyldi springa, eða blossi myndast í
henni.
Einnig er það góð regla og raunar sjálfsögð, að
snúa andlitinu frá, eða halda hönd fyrir augu, þeg-
ar vartappi er skrúfaður í, því að við óhagstæð skil-
yrði (skammhlaup) getur myndast mjög skær blossi
í vartappanum um leið og hann nemur við botn í
varhúsinu, þegar hann er skrúfaður í.
Rafmagnseftirlit ríkisins.
VIKAN
19