Vikan - 12.03.1959, Qupperneq 22
Sá sem hefur
fundið Guð...
Og svo er hlustað á létta tónlist. Faðir Georges og faðir Hacking.
af hlaSsi'Su /5
Hans Herradómur, Jóhannes Gunnarsson Hólablskup.
Hvernig líður svo dagurinn þarna
í Landakoti ? Faðir Hacking segir
mér til dæmis frá einum degi sem er
líkur ótal mörgum öðrum í hans lifi.
HANN rís árla úr rekkju. Klukkan
hálf sex. Siðan gengur hann út
úr gamla húsinu og fer yfir
götuna og inn í sjúkrahúsið. Þar flyt-
ur hann messu í kapellunni fyrir
systurnar. Að lokinni messu les hann
bænir sínar, en reglan mælir fyrir
um að fluttar séu bænir eftir mess-
una. Þegar hann flytur bænina er
hann aleinn með guði sínum. Klukk-
an tuttugu minútur yfir sjö, hittast
prestamir allir og biðja sameiginlega
upphátt, og síðan hefur hver um sig
hugleiðingu, um ýmsa erfiðleika,
starfið, vini sína. Þetta stendur yfir
til klukkan átta. Þá snæða þeir
morgunverð. Eftir morgunverð fer
hver til síns herbergis. Föður
Haeking bíða mörg verkefni. Hann
þarf að svara bréfum, en þau fær
hann mörg erlendis frá, með fyrir-
spurnum um starfið, land og þjóð.
Honn þarf að undirbúa kenslu dags-
ins, en hann er skólastjóri Landa-
kotsskólans, sem á þessu ári er 50
ára. Hann þarf einnig að skrifa grein
í tímarit kaþólskra hérlendis, Merki
krossins. Klukkan 12 snæða þeir
miðdegisverð. Allir prestarnir þurfa
þá að vera mættir. Þá les hann borð-
bænir með þátttöku prestana, síðan
er lesin smákafli úr Biblíunni og síð-
an matast þeir. Eftir snæðing er les-
in kafli úr bók píslarvottanna, en
hver dagur er tileinkaður einhverjum
eða nokkrum dýrlingum og píslar-
vottum, síðan er flutt bæn og staðið
upp frá borðum. Fljótlega eftir há-
degið má búast við fólki upp í Landa-
kot. Það er ýmist kaþólskt eða þá
mótmælendur, sem koma til þess að
ræða sitt hvað við prestana, trúmál,
vandamál vina sinna eða sjálfra síns.
Hvenær prestarnir drekka miðdegis-
kaffi er mjög undir hælin lagt, en
kvöldverð snæða þeir kl. 7. Kvöld-
verður prestanna hefst með sameig-
inlegri bæn og upplestri úr Biblíunni
og á eftir er flutt bæn og lesið úr
bókinni, Breytni eftir Kristi. 1 frí-
stundum sinum læra þeir íslenzku,
fara í húsvitjun, eða kannski bara
í bíó, eða þá þeir heímsækja kunn-
ingja sina.
AHir þekkja hana Guðrúnu. n.'i- er
hún með „börnin sín“ í kennslustund.
22
VIKAN