Vikan


Vikan - 12.03.1959, Blaðsíða 23

Vikan - 12.03.1959, Blaðsíða 23
OG þeir ganga seint til náða, þreyttir eftir er- ilsaman dag. Við, venjuleg llfsins börn, lif- um með sífeldar áhyggjur af morgundeg- inum, við vinnum mikið og berum heldur mis- jafnt úr býtum, þeir sem afla mikils óttast að þeir kunni að missa það, hinir sem lítið bera í hendi, hafa áhygjur af því, og þegar húma tekur reynum við að skemmta okkur, taumlaust, og því miður oft, gleðilaust. Og þegar dansinn dun- ar i mörgum húsum, menn eru búnir að gleyma sjálfum sér og morgundeginum og skuggi hins hverfandi dags er orðin óljós, má sjá Iltla ljós- týru í glugga í gamla presthúsinu í Dandakoti. I litlu herbergi, þar sem er lágt undir loft og skammt milli veggja dvelst maður einn. Fyrir ofan skrifborð hans hangir kristmynd og á vegg á móti, mynd heilagrar guðsmóður. Hann situr þögull með hönd undír kinn, og buður guð sinn .. . Arla morguns má sjá Föður Hacking ganga út úr gamla prestshúsinu, yflr götuna, og hverfa inn í sjúkrahúsið þar sem hann messar. FMs úr krossi Krists. Mætti ég leggja orð í belg um . . . AÐ stendur þarna, nýtt veitinga- hús, við foruga götu. Að utan ber það engin sérleg einkenni góðs veitingahúss. Við göngum inn í stórt anddyri. Fjöldi fólks er að koma sér úr kápum og frökkum, þyrpist svo inn á toilettin, til þess að greiða hár og lokka. Salarkynnin eru stór og þau eru þéttsetin, þótt ekki sé laugardagskvöld. Milli- stéttarfólkið er að skemmta sér. Við göngum inn í salinn og setjumst við borð sem við eigum frátekið, og það kemui' þjónn með matseðil. Síð- an er hann horfinn. Það er mikið skvaldrað, hundruð radda, fólks sem kann sér ekki hóf í skemmtan og hverskyns munaði. Eg virðí lítillega fyrir mér þennan mannskap. Ef þetta væri í Englandi, mundi þetta fólk ekki eta og drekka fyrir fjórðung launa sinna eina kvöldstund, það mundi sitja á knæpunni á horninu og drekka fyrir svo sem tvo shillinga, ræða um Macmillan og Rússlands- förina, hvað Margrét prinsessa hafi nú gert af sér, hvað drottningarmað- urinn hann Filip hafi sagt í ræðunni sem hann flutti á ársþingi uppgjafa- hermanna hennar hátignar, um hund- inn hann Fido, sem hvarf um eggja- leysið, og hvað það hafi staðið lengi í biðröðinni og beðið eftir strætó. ETTA fólk, sem er hér í nýjum veitingasölum, með for á skón- mn frá götunni, talar eklci um neitt slikt. Það er hinsvegar þarna maður sem ég þekki í sjón, venjaleg- ast alltaf að verða of seinn í vinnu, og er húsbóndahræddur, en syngur nú mikið og hátt, og kann sér ekki læti af gleði. Hann gengur að mönnum og slær þá á axlir og segir elsku vin- ur, gengur óvissum fótmálum um salinn, stefnulaust og til þess eins að berja sem flesta menn á axlir og segja elsku vinur. Og i fyrramálið verðm' hann seinni en vant er, og mun engan berja á axlir. Það situr ung kona við borð. Hún er lagleg á að horfa, daglega er hún með snyrtilegt hár, og stór brún augu. Hún vinnur í bakaríi. Nú er hún við borð, situr á skakk frá sessunaut sinum og horfir sljóum augum á fólk. Hár hennar er hreint ekki snyrtilegt, það er eins og hún hafi dottið í sjóinn og hafi gleymt að þurrka sér hárið. Fyrir framan hana er heljarstór flaska með ein- hverju sem gefur venjulega mann- inum sjálftraust eða þá kæruleysi. Hún talar við sjálfa sig, og brosir stundum bjánalega út i loftið, mett tóbaksreyk og svita. 35g hætti að horfa á fólkið um stund, en sný mér að matseðlinum. Hér er þá ekki um auðugan garð að gresja, sérréttir engir til, en látum það vera, ég geri mína beiðni við þjóninn og hann fer aftur. Súpan er köld, fiskurinn er nýr og góður, kaffið er vont og þjónn- inn segir ha, þegar ég bið um líkjör með kaffinu. Þjónustufólkið gerir sitt allra bezta til þess að veita mönnum þjón- ustu. En viljinn er ekki fullnægi- andi ef kunnáttan er ekki fyrir hendi. Og fyrir utan það, eigandinn gæti með bezta móti fækkað nokkuð borðum, því maður hefur það á til- finningunni að manni sé hætt við að éta af diski næsta manns, maður er jafnvel ekki öruggur um að fara í sinn eigin vasa, því hér snúa menn bökum saman, eða sitja hlið við hlið, án þess að vera saman. 1 Hér hefur opnað veitingahús, senj leggur áherzlu á að koma sem flest- um inn í húsið, og þegar það opnaðij voru flestir þjónar án nokkurrar reynslu, með þetta einn eða tvo van- ai-i þjóna. MÆTTI ég þá heldur biðja um fleiri lítil veitingahús með góða þjóna, góðan mat og sérrétti. Lítið veitingahús þar sem maður getur setið í ró og næði með gest- um sínum, og segir ekki sin leyndar- mál yfir á fjögur næstu borð; jafn-' vel þótt maöur hvisli. Lögreglumaðurinn; „Hvers vegna stoppaðir þú ekki bílinn, þegar ég gaf þér stöðvunarmerki ?“ ökumaðurinn: „Það tók mig tvær klukkustundir að vekja bílinn til lífsins. Þess vegna fannst mér alger synd að fara að stoppa, til þess eins að verða tekinn fastur." VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.