Vikan


Vikan - 16.04.1959, Blaðsíða 7

Vikan - 16.04.1959, Blaðsíða 7
Heimilið og leynifélag barnsins. niður, þegar börnin eru komin yfir það aldursskeið, að slik starf- semi fullnægi félagsþörf þeirra. Hinsvegar eru þau böm mörg, sem ekki þola þennan útigang. Fyrir þau verður þjófnaðarlistin ekki aðeins leikur og sport. Þau hafa í alvöru sagt sig úr lögum við það samfélag, sem ekki ræð- ur við vandamál þeirra. Afstaða þeirra verður því miklu ákveðn- ari, og þau eru líkleg til þess að taka forustuna og móta hugsun- arháttinn. tír þeirra hópi koma hinir „öruggu og forhertu strák- ar,‘‘ sem Lúpu-s talar um að stjórnað hafi bófafélögunum. Hversu marga umhirðulitla mein- leysingja skyldu þeira hafa hitt á barnaafrétt höfuðstaðarins og leitt út á glapstigu? Þegar heimllið bregst. ]>ó að furðulegt megi heita, veita margir foreldrar þvi enga eftirtekt, þegar heimili þeirra hættir að vera miðdepill í tilveru barnsins. Þau virðast ánægð, ef barnið veldur lítilli fyrirhöfn heima, hættir að auka á þrengsli og hávaða í íbúðinni með þvi að draga þangað leikfélaga sina, en bjargar sér heldur úti við. Þess eru jafnvel dæmi, að duglegar hús- mæður ýta börnunum út, hvenær sem tök eru á, og venja þau á að láta heimilið I friði. Slík útigangs- börn eru tilneydd að finna sér við- fangsefni utan heimilis og því auðfengin í hverskonar félags- skap. En þegar viðfangsefni göt- unnar hafa altekið hug þeirra, og þau eru jafnvel bundin félagsfor- ingja með hátiðlegum eiði undir merki krossins, geta þau orðið ó- sköp fyrirferðarlítil á heimilinu. Það verður þeim þá aðeins svefn- og matstaður, en félagið þunga- miðjan I tilveru þeirra. 1 félaginu ei' barnið tekið alvarlega, þar fær það svigrúm til æsandi og áhættu- samra athafna, svo að því finnst það vera vaxið upp úr smávægi- legum brekum við foreldra sína. Það er e. t. v. af þessum sökum, að margir foreldrar veita því ekki athygli, þegar börn þeirra dragast út í óleyfilegan verknað. Eftir á finnst manni þetta þó hafa gerzt á furðu áberandi hátt. Drengir fara út eftir hádegisverð og koma heim seint á vöku og eru ekki svangir. Saklaus er sífellt grun- laus'. I sliku tómi, sem ég vil held- ur nefna útigang en frjálsræði, lærir margur drengur hnupl, þjófnað og innbrot. Bernskan þarfnast aðhalds og vill hafa það, þó að hún lúti því ekki alltaf fús- lega. En við verðum að rejma að skilja hana og veita henni hæfi- legar aðstæður til þroska. Ef við ýtum henni frá okkur og ætlum henni að leysa vandamál sin á eigin spýtur, ýtum við henni ekki aðeins út úr fínum íbúðum okkar og út af lóðum okkar. Vlð ýtum henni út úr þvi siðgæði, sem við sjálf þykjumst vernda. Hvergi rúm fyrir börn. Fyrir nokkrum árum sagði merkisprestur frá því í ræðu á kirkjuþingi, hvernig börn hefðu verið rekin burt af auðri bygging- arlóð, sem þau sóttu á til leika. Einu sinni, þegar á brottrekstrin- um stóð, snerust börnin gegn um- vandara sínum: „Við erum ekkert að gera, við megum vel vera hér.“ „En ég sagði, að þau mættu það ekki, og rak þau i burt.“ „Megum við þá hvergi vera?“ sögðu börnin. Þessi spuming barnanna brenndi sig inn í vitund prestsins. Mega börn hvergi vera? Er hið siðmenntaða samfélag að loka barnið úti? Fyrir mér rifjaðist þessi spurn- ing upp á ný, þegar ég las pistil- inn, sem Lúpus sendi þættinum og birtur var i seinasta hefti. Gegn um látlausa frásögn hans hrópar spurningin: Er hvergi rúm fyrir börn?.,Við foreldrar komumst ekki hjá því að íhuga hana. Lúpus segir um sig og félaga sína: Inni var ekkert rúm fyrir okkur og á götunni fengum við heldur ekki að vera í friði. Þetta er sama reynslan og fram kemur í spurningu barnanna: Megum við þá hvergi vera? Loks taka bömin að draga sig í hlé frá hinum full- orðnu, þau byggja sér eigin heim, heim í hnotskurn, eins og Lúpus nefnir samlifsform hinna hálfút- lægu barna. 1 staðinn fyrir hlna glötuðu „paradís heimilisins“ fær barnið „taófafélagið." Leynifélög barna eru margvís- ieg og þjóna ekki alltaf óleyfileg- um tilgangi. En sameiginleg er þeim sú leynd, sem yfir þeim verð- ur að hvíla. Hinum fullorðnu er ekki ætlað að skyggnast inn í þau. Þessi almenna leynd táknar í raun að barnið segi sig úr lög- um við hinn fulloröna. Og hin há- tíðlega vígsla nýliðanna í bófa- félaginu, þegar þeir falla á kné frammi fyrir miklum svörtum krossi og sverja félaginu og for- ingja þess hollustu, á að gefa leyndinni viðeigandi áherzlu. Hið vonsvikna barn setur krossinn eins og múr milli sín og hinna fullorðnu. Barnið þróir félagsstarf. Lúpus bregður upp skýrri mynd af uppeldislegu hlutverki „bófa- félaganna." Börnin hungrar og þyrstir eftir virkri þátttöku í samfélagsstarfi, en í samfélagi hinna fullorðnu er ekkert svig- rúm til slíks. Þar er allt sniðið við fullorðinna hæfi, stofurnar, húsgögnin, samfélagsformin. Allt miðast við barnið eins og það verður fullvaxið. Skólinn væri hinn eðlilegi vettvangur fyrir margvíslega félagsstarfsemi barna, en hann hefir aldrei tekið hinn félagslega þátt í eðli barns- ins alvarlega og ætlar honum hvorki rúm né tíma. Barnið er þar að vísu samvistum við önnur börn og verður að beygja sig fyrir sameiginlegum hegðunarkröfum, svo að námsstarfið truflist ekki, en samveran er eingöngu bundin við starfið, sem hver einstaklingur vinnur fyrir sig. Þetta fullnægir ekki samfélagsþrá bamsins, þvi að hún krefst svigrúms i starfi, vill fá að skipuleggja og byggja upp sameiginlegt verk. Vegna vöntunar á slíkri aðstöðu nær samfélagsvitund fjölmargra barna ekki fullum þroska. Eðlisávlsun barnsins opnar því leið út úr þessum ógöngum, enda þótt hún sé á margan hátt hættu- leg og geti leitt barnið í nýtt öng- þveiti. Lúpus sýnir í fáum orðum, hvernig drengir skipuleggja og byggja upp margþættan og fjöl- mennan félagsskap. Markmið hans þykja kannske ekki að öllu leyti góð og æskileg. 1 bófafélögunum svonefndu er drengjum kennt að stela, að svo miklu leyti sem hin- ir reyndari kunna þá list, og um leið innrættur sá hugsunarháttur, sem orðið getur samfélaginu hættulegur, ef þjófnaður og önnur afbrot verða aðalmarkmiðið. En þjófnaðurinn getur orðið hreint aukaatriði. Hann þjónar oft þeim tilgangi einum að gera félagsstarf- ið spennandi og afla þess fjár, sem það krefst. Ef sömu drengj- um væri boðið upp á að sviðsetja og leika æfintýri, þætti þeim það miklu girnilegra verkefni. Slíkt starf stendur þeim ekki til boða, en út í þjófnað og annað misferli stendur öllum opin leið. Þar þreifa börnin sig áfram, svala starfs- og sjálfræðisþrá sinni og vinna sér álit meðal félaganna. Ef vel tekst til, leysist félagsskapur- inn upp og þjófnaðurinn leggst iaifWK •r|. Foreldrum og öðrum er vel- komið að skrifa þættinum og leita úrlausnar á þeim vanda- inálum er þeir kunna að stríða við. Ilöfundur þáttarins mun leitasl við að ieysa vandræði allra er til hans leita. Öll bréf sem þættinum eru send skulu stíluð tU Vlk- unnar, pósthólf 149. TJmslagið merkt: „ForeIdraþáttur“. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.