Vikan


Vikan - 16.04.1959, Síða 20

Vikan - 16.04.1959, Síða 20
Um tíma hafði hún naumlega haft til hnífs og skeiðar. En loks hafði hún leitað á náðir Octave Mauvoisin. Hún var fyrst og fremst móðir, sem barðist fyrir velferð barna sinna. Það skipti hann engu þótt Bob væri ónytjungur, þótt Louise væri rytju- leg skepna og systir hennar væri viljalaus drós, sem hafði leitað á náðir gifts manns. 1 augum Octave Mouvoisin var hún aðsins liður i daglegu lífi hans, stundarfjórðungs töf klukk- an fimm, til þess að fylgjast með þessum frönk- um, sem hann lét henni í té, til þess að fá sér bolla af veiku tei og nokkrar sneiðar af ristuðu brauði með marmelaði . . . Það heyrðist gengið upp stigann fyrir utan. Þetta var maður, sem nam staðar á nokkurra sekúndna fresti til að kasta mæðinni. Stuttu síðar birtist maðurinn í dyrunum og Gilles sá, að þetta var Penoux-Rataud öldungadeildarmaður, og hann vissi, að þessi maður hreint og bsint hataði stiga. Að venju bar hann regnhlíf. Lögreglumennirnir tveir viku sér þegar frá glugganum og heilsuðu honum fullir virðingar. öldungadeildarmanninum brá svo, þegar hann kom auga á Gilles, að hann hikaði um stund, ákvað síðan að yrða ekki á hann og gekk inn í næsta herbergi, án þess að berja að dyr»um. Gilles sat kyrr, og óþolinmæði hans jókst með hverrí mínútunni sem leið. Hvað vildi Penoux- Rataud hingað? Hann var inni í tiu mínútur. Hann hlýtur að hafa hvíslazt á við rannsóknar- lögreglumanninn, því að þeir stóðu rétt við dyrn- ar — Gilles sá skuggana af þeim á sandblásinni rúðunni —- samt heyri hann ekki raddir þeirra. Þegar lögreglumaðurinn vísaði öldungardeild- armanninum til dyra, leit hann einkennilega til Gilles. öldungadeildarmaðuinn fékk skyndilega hóstakviðu, spýtti í vasaklút sinn og rannsakaði síðan klútinn vendilega, og gekk síðan burt, gamaíl og hrumur. Annar hálftími, síðan þrír stundarfjórðungai'. Síðan hringdi bjallan á ný, og enn einu sinni flýtti lögreglumaðuinn sér að svara, og ljómaði allur við tilhugsunina um kvöldmatinn, sem hann átti í vændum. Gilles hefði gjarnan viljað fela sig, en hann gat hvergi flúið, svo að hann sat kyrr í þeirri von að enginn tæki eftir honum. Colette kom fyrst út. Hún hélt á vasaklút í hendinni. Hún var þreytuleg, þegar hún tók upp tösku sína, en lög- regluforinginn tók hana af henni og sagði ridd- aralega: „Leyfið mér . . .“ Þá kom Colette auga á Gilles og starði á hann. 1 fyrstu virtist hún ætla að hlaupa aftur inn í herbergið, sem hún hafði komið út úr. „Þessa leið, frú.“ Hún gekk mjög nálægt Gilles, sem starði niður fyrir sig. Á eftir sá hann eftir því, að hafa ekki iitið á hana. Hann hefði átt að reyna að hug- hreysta hana. Hinn lögreglumaðurinn fylgdi dr. Sauvaget að aðalstiganum. „Gjörði þér svo vel.“ Þetta var lögregluforinginn með ljósrauða hár- ið, sem talaði til Gilles úr dyrunum. Inni i her- berginu sat skrifstofumaður, sem Gilles hafði ekki tekið eftir, þegar hann kom fyrst inn. Hann stóð við borðið og var að raða niður einhverjum- skjölum. Lögregluforinginn settist. „Hvað get ég gert fyrir yður, herra Mauvoisin! En áður en við höldum lengra, verð ég að segja yður, að þessi heimsókn yöar brýtur í bága við allar venjur. Ég hefði í rauninni aldrei átt að hleypa yður inn.“ Hann virtist ánægður með þennan ræðustúf sinn, því að hann virti unga manninn fyrir sér með sýnilegu yfirlæti -— hann hafði ekki boðið honum sæti — og meðan Gilles leitaði að tilhlýði- legum orðum, tók lögregluforinginn upp gullúr sitt og bætti við óþolinmóður: „Jæja, ég bíð .. . „Ég ætlaði að spyrja yður, hvort frú Colette hefði verið tekin til fanga. . . eða á hún það í vændum ?“ Lögreglumaðurinn horfði á hann harðneskju- legum, jafnvel grimmilegum augum, og öll fram- koma hans lýsti svo mkiilli sjálfsánægju, að Gilles átti bágt með að halda sér i skefjum. **t***i**AA*!*i**4í<AAiA*AA'*»*AAi#i**iA*i#K*'A** iSXHTmttmttttítnittMUtítt)? „Ég er hræddur um, að ég hafi ekki leyfi til að svara þessari spurningu." „Hefur hún enn leyfi til þess?" „Þér eigið við hvort þið getið borðað saman í kvöld, ég geri ekki ráð fyrir að neitt verði úr því. Auk þess . Ilann bandaði út hendinni. Á litla fingri var íburðarmikill hringur, sem hann virtist gera sér far um að sýna. Hann ætlaði að rísa á fætur, þegar Gilles hóf máls: „Ég veit, að frú Colette byrlaði frænda mínum ekki inn eitur." Lögreglumaðurinn reis upp og vísaði Gilles til dyra. „Enn einu sinni, herra Mauvoisin, þykir mér leitt. ..“ Og um leið og hann opnaði dyrnar: „Við ættum að reyna að gleyma þessari heim- sókn." Gilles hikaði um stund, flýtti sér síðan út úr herberginu, og reiðitár komu fram í augu hans. Hann gekk eftir röngum gangi, og ráfaði lengi um, áður en hann kom loks að huðinni, sem hann hafði rekizt á, þegar hann kom inn í þetta hús. Dyrnar voru nú opnar. Úti á götunni rakst hann sér til mikillar undr- unai' á Rinquet. Leynilögreglumaðurinn vék sér að honum og gekk við hliö hans án þess að spyrja hans neins. Það hafði verið kveikt á götuljósunum, enda þótt kvöldrökkrið væri enn ekki skollið á. „Ég þarf ekki á yður að halda í dag, Rinquet." „Takk fyrir... Þér vitiö, að það er búið að handtaka hana, er það ekki? Einn kunningja minna sagði mér það, þegar hann kom út.“ Gilles leit á hann án þess að svara. Hann greikkaði sporið og gekk einn eftir hafnargarð- inum. Hugur hans var sljór, og hann sá ekkert fyrr en hann kom að kaffihúsi Jaja, þar sem hann gekk inn. Hann hafði reyndar ekkert er- indi við hana; hann þráði bara stundarfrið. Til allrar óhamingju sat Jaja við borð ásamt tveimur öðrum konum. önnur þeirra var að prjóna úr hvitri ull. „Nú! Svo að það leikur ekki allt í lyndi, dreng- ur minn! Hvað viltu að drekka?" Hún kjagaði að barnum og hellti áfengi í glas handa honum. Síðan sneri hún sér að kerlingun- um tveim og sagði: „Er það ekki synd, hvernig farið hefur verið með strákinn rninn?" Gilles var búinn að steingleyma átökunum við Bob um morguninn, og i fyrstu skildi hann ekki við hvað hún átti. Þá leit hann í glerið og sá tvær rauðar skrámur á andliti sínu. „Eins og það væri ekki auðvitað, að svona pottormur gæti ekki staðið á eigin fótum. Seztu, kunningi. Hverjum hefði dottið í hug, þegar þú komst hingað fyrst í stórum frakka með furðu- legan hatt á kollinum ...“ Síðan sneri hún sér að kerlingunum tveim og hélt áfram: „Þið hefðuð átt að sjá hann þá! Indælispiltur!" Gilles hafðf oft litið inn hjá Jaja á kvöldin þennan vetur og skrafað við hana. Ilann hafði alltaf kunnað vel við hana. Hversvegna leið hon- um skyndilega svona illa? Konurnar þi'jár virtu hann gaumgæfilega fyrir sér. Það sem konan var að prjóna, sýndi sig að vera barnahosa. „Og nú er hann giftur! Svo að maður tali nú ekki um hin vandræðin. Ertu að fara strax? Viltu ekki taka með þér eins og tvo væna kola?“ Hann gat ekki svarað, gat ekki kvatt. Þetta var í þriðja eða fjórða sinn þennan dag, að kverk- ar hans hreptust svo saman, að hann kom ekki upp orði. Hann stakk höndunum í vasana og reikaði um hafnargarðinn. Það var ekki eins bjart hjá Gérardine frænku og hjá nágrönnunum, en verzl- un hennar þurfti raunar ekki að auglýsa sig. Hann nálgaðist verzlunina, en hélt síðan burt. Eins og nóttina, þegar hann kom, stóð hann ein- mana niðri við höfnina og horfði á það sem fram fór í kringum hann. 1 sama bili kom maður út úr verzlun Gérardine og tók að loka gluggahlerunum. Brátt sást að- eins ljós í dyrunum, síðan voru hlerar settir fyrir dyrnar og ekkert sást annað en örmjó ljósskíma milli hleranna. Tónlist barst frá útisvölunum á Café Francais, þar sem fólkið kom til þess að njóta fyrstu vor- kvöldanna. öll borgin var upplýst. Það sáust ljós í húsun- um, þar sem fjölskyldur voru að setjast að snæð- ingi, eða þar sem börn voru að leggja frá sér skólabækur sínar, eftir daglangan lestur. Hann leit upp á aðra hæð og hugsaði um, hvað Eloi-stúlkurnar myndu vera að gera. Hann var næstum búinn að taka ákvörðun, en hann skipti um skoðun. Hann sneri sér jafnvel við og gekk nokkur skref frá húsinu. Síðan heyrði hann dyr opnast, og hann snerist á hæli. Búðarþjónarnir komu út, einn af öðrum og héldu heim á leið, tveir þeirra á hjóli. 20 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.