Vikan - 16.04.1959, Side 21
Framhaldssaga eftir G. Simenon
að hefja máls. Hún gat ekki staðið þarna alla
eil.'fj. Sekúndur Iiðu, síðan mínútur; tár hans
tóku að þorna, en hann hreyfði sig ekki enn.
' Varð hann sjálfur aö hofja máls, snúa sér við
og líta á hana? Var hún sjálf að gráta í hljóði?
Stóð hún þarna, föl og harðneskjuleg, skelfingu
lostin?
Skyndilega settist hún við skrifborðið, og stól-
fæturnir drógust ýlfrandi eftir gólfinu. Hún lagði
hendurnar fram á skjöl sín á borðinu og sagði
stutt:
„Svona nú. Nú er þessu lokið . . .“
Hann hætti að gráta. Hann stóð kyrr .stutta
stund, síðan leit hann upp og sá hana sitja þarna,
sallarólega, eins og hún væri að höndla við' við-
skiptavin, og horfa á hann alvarleg í bragði.'.
„Ef þú ert búinn, vildurðu ekki segja mér'' til
hvers þú komst.“
Með því að bresta í grát, hafði hann gefið
henni tlma til þess að komast aftur í jafnvægi.
Og hún hafði notað tímann vel. Aldrei hafði hann
séð hana svona haröneskjulega, og hann fór að
hugsa um, hvernig svipur hennar hefði verið,
þegar rödd hennar líktist mest rödd móður hans.
Og nú harkaði hann einnig af sér. Hann lét
fallast í stól, drjúpti höfði, og sagði titrandi
röddu:
„Hún má ekki koma fyrir rétt, Gérardine'
frænka. Þú veizt vel, að hún hsfur ekkert gert.“
Gérardine Eloi lét skína í tennurnar og hreytti
út úr sér:
„Einmitt. Auðvitað verður að bjarga henni!
Hún er sú eina, sem nokkru máli skipti."
„Hún byrlaði Octave frænda ekki inn eitur,
og það veiztu bezt sjálf.“
Hann óskaði þess að hún andmælti honum, en
hún gerði sér ekki það ómak.“
„Er búið að koma þessum viðskiptabréfum til
rannsóknarlögreglunnar ? “
Hann hristi höfuðið.
„Ertu búinn að segja frá þsim?“
„Nei. Ég veit ekki hvað ég á að gera.“
Ef hún hef^i ekki setið þarna fyrir framan
hann, köld eins og marmari, hefði hann talað
öðru vísi við hana. Það sem hann hafði langað til
að segja var þetta:
„Ég veit allt, Gérardine frænka, og ég get eltki
fengið að mér að áfellast þig. Ég veit, að þú
hefur lifað erfiðu lífi, síðan maðurinn þinn féll
frá og hefur orðið að berjast af mikilli þraut-
seigju. Þú hefur staðið þig svo vel, að karlmenn
nefna jafnvel náfn þitt með virðingu i röddinni,
og ég veit hversvegna — vegna þess að þú varst
staí.ráoin í því að berjast til þrautar fyrir börn-
in.“
„Þegar Octave Mauvoisin kom þér til 'hjálpar,
jók þaö einungis stritið.
„Þegar hann settist við skrifborðið klukkan
fimm á hvcrjum degi, tók hann sér það bessa-'
leyfi að fara yfir skjöl þin og gefa fyrirskipanir,
eins og hann væri húsbóndi þinn.
„I-Iann réði örlögum þinum osr barna þinna...
Og hann naut þess, er aorir báðu hann miskunn-
ar . . .
„Þá komu vandræðin úr annarri átt. Þú varst
hrædd um, að fyrr eða síðar myndi Bob lenda i
einhverju klandri.
„Og þú hafðir ærna ástæðu til að óttast. Þvi
að loks gaf hann sig algerlega á vald Octave
Mauvosin.
„Fændi minn skipaði honum að fara úr landi
og ganga í nýlenduherinn... Reka Bob til
Afriku. . . Svo að maður minnist ekki á þan
sultarkjör, scm hann yrði við að búa.“
„Þannig var það, Géradine, var það ekki? Og
þú vonaðist til að geta leikið á Octave frænda og
falið Bcb cinhvcrs staðar í Frakklandi. Hvað
kom svo fyrir? Komst frændi minn ekki að því,
að þú varst að rcyna að leika á hann? Og var
þaö ekki þá, þegar þú ákvaðzt að grípa til óynd-
isaðgerða ?
,,Ég er systursonur þinn. Ég er ekki dómari.
IIvoi'L morðingja er refsað eða ekki — hvað kem-
ur það mér við?
,,En þú veizt, að ung og saklaus kona er ásökuð
í stað þín, Gérardine. Þú veizt. . .“
Fraviliald í ncesta blaði.
Hann var erfingi Octave Mauvoisin, og nú
hafði hann loks komizt að leyndarmálinu. Frændi
hans hafði aldrei búizt við, að honum yrði byrlað
inn eitur.
Ef hann hefði grunað það, hvað hefði hann þá
gert? Og hvað hefði hann gert, hefði hann vitað
hver það var?
Hann grunaði heldur ekki, að þessi bróðurson-
ur hans myndi taka Colette í arma sína -—- á
stigapallinum, sem hann þekkti svo vel -—- og
finna til mestu sælutilfinningar, sem ungur mað-
ur gat hugsað sér.
Dyrnar opnuöust aftur, í þetta sinn kom út
vélritunarstúlka. Hún leit í kringum sig. Átti
hún von á elskanda? Þegar hún kom auga á
Gilles, þaut hún aftur inn í verzlunina. Hann gat
ímyndað sér hána segja:
,,Hann er kominn."
Hún kom út aftur og gekk á brott. Það sást
enn ljósræma undir hurðinni. Tiu mínútur li5u.
Ljósræman sást enn.
Þá gekk Gilles yfir götuna. Hann hafði naum-
lega þrýst á dyrabjölluna, þegar lykli var snúið
í læsingunni og frænka hans birtist í dyragætt-
inni.
Rödd hans var næstum barnaleg þegar hann
heilsaði henni:
„Sæl frænka.“
Hún gretti sig og var bersýnilega brugðið,
þegar hún heyrði bregða fyrir ástúð í rödd hans.
Þetta var ekki uppgerð. Hann gat ekki hoi'fzt í
augu við hana. Já, hann jafnvel hálfskammaðist
sín fyrir að hafa komið. Hún læsti dyrunum
aftur og gekk inn. Hann virti hana fyrir sér, þar
sem hún gekk á undan honum. Hann vissi, að hún
var hrædd, og að hann væri orsök hræðslu hennar,
og honum bauð við því að þjaka móðursystur
sína.
I-Iann hafði langað til að segjá henni allt, sem
honum lá á hjarta, allt sem þjáði hann.
„Komdu inn.“
Það heyrðist leikið á píanó á næstu hæð fyrir
ofan. Nótnaglamrið endurómaði um allt húsið.
Nasir Gérardine Eloi titruðu, þegar hún leit
upp. SíSan bi'osti hún. Þetta var ekki ánægju-
bros, ekki cinu sinni kurteisisbros. Þetta var öllu
fremur gretta. Síðan rétti hún úr scr og sagði
við Gilles:
„Seztu, Gilles, Hvað liggur þér á hjarta?"
Hversvegna varð rödd liennar skyndilega eins
og rödd móour hans? Blekkingin var mun meiri,
þar eö hann horfoi ekki á hana.
1 stað þess að setjast, fleygoi liann sér upp að
veggnum, grúfði andlitið í höndum sér, og lang-
ur, grannur líkami hans hristist af þungum
ekka.
Glamrið i píanóinu hélt áfram. Sumt var sí-
endurtekið, þar eð listamaðurinn — ef til vill
Louise — var ekki beinlínis sleipur á svellinu.
Henni hefði farið betur að skeyta engu mistckum
sínum og ryðjast áfram; ein, hún var að endur-
taka, í hvert skipti, som hún lék feilnótu.
Gilles gerði sér elcki fyllilega grein fyrir því,
hvað um var að vera. Hann virti fyrir sér her-
bergið. Loftið var þakið vörum — luktum, fötum,
reipum og öðrum álíka hlutum. í glugganum
hreyföist eitthvað, annað hvort rotta eða köttur.
Gilles grét enn, en loks harkaði hann af sér
og hlustaði cftir andardrætti frænku sinnar bak
við sig. Einhvern veginn fannst honum hún verða
VIKAN
21