Vikan - 16.04.1959, Side 27
Lærdómsrík skakkaföll.
Góðir bridgespilarar fá vanalega
það orð á sig, að þeir séu ákaflega
heppnir og að hamingjudisirnar yfir-
leitt beri þá á örmum sér. Oftast er
það þó ekki einskær heppni, sem ræð-
ur gerðum þeirra, heldur hafa þeir
stærðfræðilegar staðreyndir sér til
leiðbeiningar. Þó að I sumum tilfell-
um virðist, sem að það sé aðeins til-
viljun á hvaða máta einhverjum lit
er spilað, er það þannig í reyndinni,
að einhver aðferðin gefur mesta
möguleika til sigurs, og er það þá
í valdi hinna reyndari spilara að finna
út hver sú aðferð er. Nokkur hluti
úrspilsins er því aðeins stærðfræði-
þraut, sem sagnhafi þarf að leysa.
Einfalt dæmi þessu til skýringar er
eftirfarandi litur:
Noröur:
A-10-9-7
Suöur:
D-8-6-5
Spilað er grand. Nógar innkomur
eru á báðar hendur i öðrum litum,
þannig að sagnhafi getur spilað litn-
um hvernig sem hann vill þess vegna,
en til þess að vinna sögn sína þarf
hann að fá 3 slagi á litinn. Hann má
sem sagt gefa aðeins 1 slag á hann.
Nú er það aðeins venjuleg stærð-
fræðiþraut, hvaða spilamáti gefur
mesta möguleika. Ekki er þó hægt
við spilaborðið að taka upp blað og
blýant og byrja að reikna, heldur
verður að læra þessi tilfelli utan að.
Verður því ekki farið út í meiri
stærðfræðilegar bollaleggingar en
það, að þegar tvö mikilvæg spil (K-
G í þessu tilfelli) vantar liggja þau
í 52 skipti af 100 skipti á milli varn-
arspilaranna, en í 48 skipti af 100
á sömu hendi, 24 skipti á hvorri hendi.
1 76 skipti af 100 er vestur því með
annað hvort kónginn eða gosann eða
þá báða. Langbezti spilamátinn er
því að tvísvína gegnum vestur, sem
sé að spila frá hendi suður og setja
tíuna, ef ekki kemur háspil í. Ef
austur drepur með gosanum, spilar
sagnhafi sér næst aftur inn á hendi
suðurs í öðrum lit oer spilar að hendi
norðurs og setur níuna, ef kóngur-
inn hefur ekki komið i. Allir aðrir
spilamátar eru lakari.
Eftirfarandi spil kom fyrir i úr-
slitakeppni Reykjavíkurmeistara-
mótsins í leik milli sveita Hilmars
Guðmundssonar og Ólafs Þorsteins-
sonar:
Noröur:
A A-G-3
4 A-8
4 D-9-7-5
& D-10-9-6
Vestur: Austur:
A 10-8-7-6 4 K-4-2
4 9-6-3 4 D-G-10-2
4 K-10-3 4 G-6-4
* K-8-5 A G-4-3
Suöur:
4 D-9-5
4 K-7-5-4
4 A-8-2
A A-7-2
A báðum borðum spiluðu N-S 3
G, sem eru eðlilegur samningur, því
að háspilastyrkleikinn er fyrir hendi,
en þó þarf legan að vera ákaflega
hagstæð fyrir N-S til þess að þau
vinnist. Eins og sést á spilinu er
hún það, þar sem laufið liggur 3-3,
*K og *G eru á sitt hvorri hendi
og 4k Úggur fyrir framan 4D. 3 G
eiga því að vinnast gegn hvaða vörn
sem e, þvl A-V geta ekki fríað 3
slagi i spaða og hjarta áður en
sagnhafi hefur fríað laufið og tíg-
ulinn, miðað við það, að hann gefi
aðeins 1 slag á lauf. Þó að hér sé
aðeins 7 spil I laufi miðað við 8 I
dæminu hér að framan, er tvísvín-
ingin ennþá sá spilamátinn, sem gef-
ur langmesta möguleika. Virðist því
eðlilegt, þar sem báðar sveitirnar
spiluðu 3 G, að spilið hefði fallið við
stigaútreikninginn, sem sé báðir
sagnhafar unnið sögn sína. Spilið
féll, en ekki af því að báðir sagn-
hafar ynnu sögnina, heldur af því
að báðir töpuðu henni!! Spilið gekk
þannig fyrir sig: Spaðaútspil vestur
var gefið I blindum og austur drap
með AK og spilaði meiri spaða.
Sagnhafi drap í blindum, spilaði út
*6 og tók á *A. Síðan spilaði hann
4,2 og er vestur lét *8, lét hann
JfclO i blindum. Austur drap á *G
og spilaði síðasta spaðanum sinum.
Eftir það getur sagnhafi aldrei unn-
ið sögnina.
Annað spil úr úrslitakeppni
Reykjavíkurmeistarmótsins sýnir það
ljóslega, hvað jafnvel hinir beztu
spilamenn eiga erfitt með að láta
andstæðingana spila bút, þegar þeir
eru sjálfir með mjög góða hendi.
Spilið kom fyrir I leik milli sveita
Asbjarnar Jónssonar og Hilmars
Guðmundssonar. Suður gaf og allir
á hættu:
Noröur:
4 D-G-6-5-2
4 K-10-5-3
4 6
A K-G-3
Vestur: Austur:
4 8-4 4 A-10-3
4 9-7-6-4-2 4 A-8
4 10-2 4 K-D-G-9-3
A 8-7-5-2 A A-10-4
Suöur:
4 K-9-7
4 D-G
4 A-8-7-5-4
A D-9-6
A öðru borðinu gengu sagnir þann-
ig:
Suður: Vestur: Norður : Austur:
P P P 1* • •
14 P 1 4 1 G
24 P P 2 G !!
p 34 Tvöf. allir pass
Vestur fékk 7 slagi og fengu N-S
því 500. Austur hefði því betur sætt
sig við að leyfa N-S að spila 24,
og er það hið eina rétta, sem hann
gerir, því að eftir að bæði norður
og suður geta sagt frjálst á hætt-
unni, getur vestur varla átt nokkurt
mannspil.
Á hinu borðinu varð austur jafn-
vel ennþá hrifnari af spilum sínum,
því að lokasögnin varð 34 tvöfald-
aðir og unnust þeir með yfirslag, en
það gaf 730 til N-S. 44 vinnast gegn
hvaða vörn sem er, en erfitt er að
ná þeim samningi, en þó mögulegt
ef suður opnar i spilinu. Verður ekki
annað sagt en að undirsagnir N-S
hafi verið vel bættar af ofsögnum
A-V.
NTAR
rafgeyttiar
... er snarpur, kraftmikill
og endingargóður. Hann er
gerður úr beztu fáanlegum
efnum og stenzt fyllilega
samjöfnuð við beztu raf-
geyma.
Biðjið um Kentár rafgeyma hjá bifreiða-
vöruverzlunum, kaupfélögum og útgerðar-
vöruverzlunum um land allt.
■SfécifgeymiA hf
Lœkjargötu, Hafnarfirði. — Sími 50975.
VIKAN