Vikan - 23.04.1959, Blaðsíða 4
/
o
H
N
V
A
N
D
R
U
N
T
E
N
KeuriNN
•n
EG
HtíN var ekki ástfangin af honum og það reyndi
hún heldur ekki að breiða yfir. „Nei, og
það veit hann vel sjálfur," sagði hún við
vinstúlkur sínar. „Við erum ekki að hræsna
hvort fyrir öðru."
Engin hræsni, ekkert óvænt, það var skilyrði
sem hún hafði sett hjónabandi sínu. Þar
sem hún lá við hlið hans á ströndinni við Cannes
á brúðkaupsferð þeirra, þóttist hún viss um að
hún hefði breytt rétt. Til þessa hafði brúðkaups-
ferðin gengið að óskum, en stórkostleg hafði hún
reyndar ekki verið. Hún óskaði þess jafnvei
stundum, að mennirnir á ströndinni væru ekki
eins fagurlega vaxnir og þeir voru. Munurinn á
þeim og Dudley var greinilegur, þarna lá Dudley
endilangur í sandinum, með stráhatt yfir andlit-
inu og ýstruna út í loftið. Hún hughreysti sig
með þvi, að hann liti betur út, þegar hann væri
í fötum, andlitsdrættir hans væru fallegir og
augun blá og skær.
Dudley var fjörutíu og fimm ára, tiu árum
eldri en hún. Rhoda þekkti mjög lítið til fortíðar
hans. Hún vissi aðeins, að hann var prófessor, og
að hann hafði verið giftur einu sinni áður og
hafði skilið fyrir fimmtán árum. En þeim kom
saman um, að fortíðin skipti engu. Rohda þóttist
þekkja hann vel. Hvað hana sjálfa snerti, var
lítið að segja. Hún hafði orðið þreytt á lífinu i
New York. Þessvegna hafði hún gifzt honum, og
hún hafði einmitt valið hann, vegna þess að hann
var öðruvísi en þeir, sem hún hafði umgengizt,
skáld, listamenn og leikarar. Dudley var hægur
og rólyndur, þægilega efnaður og yrði börnum
þeirra góður faðir.
Því að Rhoda vildi eignast börn. Það var heit-
asta ósk hennar.
Henni hafði brugðið illilega, þegar hann sagðist
ekki vilja eignast börn. Hún komst að því, að
hann var ekki slíkur maður, sem maður gat tal-
að um þetta við. Hann sagði aðeins, að ekkert
lægi á, og þegar hún minnti hann á aldur hans,
og kvað ekki ráðlegt að bíða öllu lengur svaraði
hann: „Að minnsta kosti ekki fyrsta árið, þá vil
ég fá að lifa lifinu." Henni fannst hún sjá
einkennilegan glampa í augum hans. Helzt fannst
henni þessi glampi tákn ótta.
Hún hugsaði þetta, meðan hún lá við hlið hans.
Þau höfðu verið gift í sex vikur, en henni var það
fullljóst, að hún gat ekki beðið. Ef þetta hjóna-
band átti að veita henni einhverja hamingju,
varð hún að eignast börn.
Tveir ungir, gulbrúnir menn, fagurlega vaxnir,
gengu fram hjá þeim og brostu til hennar. Þeir
tóku að stökkva um sandinn, þar til þeir settust
hjá þeim og tóku að tala við hana. Dudley hlust-
aði á, tók í fyrstu þátt í samtalinu, en ekki leið
á löngu er hann tók að þreytast. Hún vissi ekki,
hvað olli gremju hans, en einhver var orsökin
Hann þagði í bílnum á leiðinni að gistihúsinu, og
undir borðum. Meðan hún sat og reykti sígarettu
og horfði um nágrennið, tók hún eftir því, að
hann starði á hana, og fór að velta því fyrir sér,
hvað lægi honum á hjarta.
„Ég hef ekki sagt þér dálítið," sagði hann
skyndilega og leit hálf skömmustulega á hana.
„Það skiptir þig reyndar engu, né heldur mig
lengur, en engu að síður er það merkilegur at-
burður í lífi mínu, og ég vil ekki halda því leyndu
fyrir þér."
Henni brá við, þar eð hún hafði ekki trúað því,
að hann ætti sér nokkur leyndarrhál.
„Hvað var það?" spurði hún.
Rödd hans virtist þrjózkufull, en um leið ótta-
b'landin. „Ég á, son."
Hún starði á hann. „Þú sagðir mér, að þú ætt-
ii' engin börn —“
,,Ég sagði, að ég hefði ekki átt börn með konu
minni, og það á ég heldur ekki. Ég á óskilgetin
son."
„Einmitt," sagði hún dræmt.
,.Á ég að segja þér frá honum?"
,.Ef þú vilt —“
,,Ég vil það." Hann þagði andartak. „Hann er
nýlega tvítugur. Hann er á háskólanum í Har-
vard. Hann er hundrað og áttatíu sentímetra hár,
ijóshærður. Hann er sannur íþróttamaður."
Rhoda hlustaði undrandi á þessa líkamslýsingu.
„Hann er glæsilegur drengur," bætti Dudley
við. „Hann er stálhraustur. Hann er ekki of
gáfaður, en er síður en svo heimskur."
Hún var svo undrandi, að hún vissi ekki hvað
hún átti að segja. „Hvað heitir hann?“ spurði
hún út í bláinn.
Gavin. Eftirnafn hans vil ég ekki segja þér.
Það er ekki mitt, eftirnafn. Hann veit ekki að ég
er faðir hans. Honum hefur verið sagt, að báðir
foreldrar hans hafi látizt í bílslysi, þegar hann
var ungbarn. Ég er honum aðeins fjölskyldu-
vinur."
„Þú sérð hann þá?“ spurði hún undrandi.
Pramhald á bls. 23.
4
VIKAN