Vikan


Vikan - 23.04.1959, Blaðsíða 23

Vikan - 23.04.1959, Blaðsíða 23
ÉG Á SOIM Framhald af bls. 4. „Já, öðru hverju. Ekki nógu oft til þess að hann fari að gruna — ég á við áhugann á honum. Svona tvisvar á ári.“ „Hver er móðir hans?“ Hún var ung stúlka frá Philadelphiu. Þar ólst ég upp. Við vorum mjög ólik, ,en við umgengumst hvort annað — já, þannig gerðist það.“ „Sér hún nokkurn tíma son sinn — son ykkar?" Hann hristi höfuðið. „Hún veit ekki einu sinni hvar hann er. Ég sá um það.“ Rhoda lá andvaka þessa nótt. Hún þóttíst viss um, að Dudley hefði sagt sannleikann. Nœstu daga talaði hann alls ekki um son sinn, en að kvöldi annars dags, tók hann aftur að tala um hann. Það var, þegar þau voru á leið heim úr kvikmyndahúsi, þar sem þau höfðu séð nýja íþróttamynd. Hann tók aftur að tala um hviKkt hraustmenni sonur hans væri. Stolt hans var næstum óeðlilegt. Rhoda tók aö óttast. Myndu börn hennar ekki falla í skuggann fyrir Gavin — glæsimenninu Gavin? Var það einmitt þessvegna, sem hann forðaðist að eignast börn? Var þetta skýringin á glampanum í augum hans? Þessi ótti skaut rótum í sál hennar. Hún hugs- aði ekki um annað, það sem eftir var brúðkaups- ferðarinnar, þar til þau komu til Iowa, þar sem þau skyldu framvegis lifa því lífi, sem hún hafði þráð svo lengi. Hún tók smátt og smátt að hata þennan unga mann. Honum skaut alltaf upp í kolli hennar, jafnvel þótt Budley minntist ekki á hann einu orði. Dag einn sýndi Dudley henni bréf, sem hann hafði fangið frá syni sínum og las hluta af því upphátt fyrir hana. Það hófst á „Kæri Dudley frændi" og fjd&laði að mestu um íþróttir. Rhoda sagði af skyldui-ækni, að þetta væri skemmtilegt bréf, en í sannleika fannst henni það næsta ómerkt. UM jólin ferðuðust þau til New Yok, og eftir helgidagana, hélt Dudley til Providence, þar sem Gavin var staddur i jólaleyfi sínu. Hann bað Rhoda um að koma ekki með, og hún varð þvi næsta fegin. Henni fannst hún aldrei geta hrósað syninum í hjarta sínu. Og henni létti, þegar Dudley kom aftur og vildi sem minnst minnast á heimsókn sina til sonar síns. Hann sagði aðeins, að honum hefði liðið prýðilega, og að Gavin hefði verið stálslegnari en nokkru sinni fyrr og lýsti hæfni hans í skautalaupi. Að þvi búnu héldu þau aftur til Iowa. I febrúar varð Dudley fyrir slysi. Hann varð fyrir bíl, og hægri handleggur og fótur brákuðust, svo að hann varð að liggja í gifsi næstum mánuð. Rhoda annaðist hann af mikilli umhyggju, skrif- aði bréf fyrir hann og hvaðeinEL Dag einn rakst hún á bréfin frá Gavin í einni skúffunni á skrifborði hans. Þau voru aðeins fimm eða sex, og þegar hún fór höndum um þessi bréf frá manninum, sem eitrað hafði lif hermar og orðið hafði til þess að maður hennar vildi ekki eiga með henni börn, fylltist hún bitturri reiði. Hún settist við skrifborðið og tók að lesa bréfin. öll bréfin voru skrifuð á ritvél, og þegar hún tók að lesa þau, komst hún að raun um, að hún kannaðist við þessa stafi. Hún kannaðist við þessi ógreinilegu „e“ og ,,a“ og „b-ið“ sem var lítið eitt gallað. Bréfin voru skrifuð á ritvél Dudleys, sem hún hafði setið við síðustu vilturnar. Það var Dudley sjálfur, sem hafði skrifað bréfin. IpN hvað átti þetta að þýða? Hún skildi hvorki j upp né niður. Annað hvort var Gavin ekkl til, eða þá hann var til, en algerlega ókunn- ur Dudley. En ástæðuna til þessa bréfaskrifta gat hún með engu móti skilið. Hún gekk rakleiðis inn til Dudley með bréfifi. „Dudley" sagði hún, „ég fann þessi bréf í skrif- borðinu þínu —- frá syni þínum." Hann leit hjárænulega upp til hennar, þar til hún sagði: ,,Eg las þau. Ég veit ekki hversvegna, en þannig var það nú samt." Hún beið svars, en hann svaraði ekki öðru en. „Nú ?“ „Dudley," sagði hún, „þessi bréf eru skrifuð á ritvélina þína.“ Hún horfði í augu hans. „Þú hefur skrifað þau. Gavin er ekki til, er það?" Það ríkti þögn I stofunni, og hún heyrði tifið i vasaúrinu hans á borðinu. „Þú bjóst þau til, er það ekki?“ spurði hún blíðlega. „Hversvegna gerðirðu það?" Hann svaraði ekki, svo að hún hélt áfram: „Segðu mér það, Dudley. Ég verð að vita það. ftg veit, að ég hafði engan rétt til að lesa þessi Framhald á bls. 26. IUERKI OKKAR TRYGGIIXIG YÐAR ♦ i « í Þær vélar sem endurbyggðar eru hjá okkur, eru með „merkiplötu“ sem tilgreinir öll mál á þeim slitflötum sem endurnýjaðir hafa verið, og hvenær verkið var unnið. « ★ ATH.: Endurbygging vélarinnar kostar aðeins brot af verði nýrrar. ★ BRAUTARHOLTI 6 SÍMAR 19215 — 15362 VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.