Vikan


Vikan - 23.04.1959, Blaðsíða 15

Vikan - 23.04.1959, Blaðsíða 15
MAÐTJR að nafni Thompson — James Herbert Thompson flug- stjóri í brezka flughernum neri stírurnar úr augunum. Hann vár staiddur 140 mílur fyrif norðan heimabækistöð sína I Yorkshire. Hann geispaði, þagað til hann loks vaknaði. Ekki grunaði hann, að þessi dagur ætti eftir að breyta gangi ver- aldarsögunnar — seinni heimsstyrj- aldarinnar — og að hann yrði til þess. Á dagatalinu á veggnum sá hann, að það var 27. ágúst 1941, en him- ininn fyrir utan gaf á engan hátt til kynna, hvað klukkan var. Nóttin var skömm milli ljósaskiptanna á Is- landi. Síðustu tvo klukkutímana, hafði hann látið illa í svefni, vegna hávað- ans frá Hudson-vélunum á norður- suður flugbrautinni. Suðið í tvíhreyfl- unum barst burtu frá vellinum og hvarf í f jarska, Hann rakaði sig og þvoði sér, síðan smeygði hann sér I bláu, riddaraiegu buxurnar, sem allir öfunduðu hann af og fór síðan í blússuna sína. Hann sparkaði af sér inniskónum og smokr- aði sér í stígvélin. Jafnvel þótt hásumar væri, var flugvöllurinn á Kaldaðarnesi eitt fúa- fen. Frá herfræðilegu sjónarmiði var Kaldaðarnes tilvalinn staður fyrir strandgæzluvélar. En mönnum, sem þarna dvöldust, faxmst þeir vera staddir á heimsenda. Thompson gekk að liðsforingja- matsalnum, sem var ekki annað en gamall bóndabær, settist niður og fékk sér innflutta nautasteik ásamt eggi, sem vei>t hafði verið á staðn- um, og tók þátt í samræðum hinna mannanna, en þeir höfðu nú orðið lít- ið að tala um. Gegnt honum sat W. J. O. Coleman, flugstjóri 269. flugdeild- ar og blaðaði í dagblaði frá London. „Hefurðu heyrt nokkuð meira um björgunarbátinn og þá, sem komust af, Jack?“ Coleman leit upp og hristi höfuðið. „Tommy" hugsaði ekki um annað en örlög mannanna þriggja í björgunarbátnum. Hudson-vél hans hafði af tilviljun fundið mennina þrjá i bátnum fyrir norð-vestan Island; þeir höfðu varpað til þeirra matar- birgðum í fallhlíf. Mennirnir fjórir í Hudson-vélinni gátu gert sér í hugarlund vonbrigði mannanna í bátnum, þegar vélin hvarf. Hafði einn mannanna veifað til þeirra? Eða hafði hann steytt á móti þeim hnefann? Nokkrum klukkustundum áður höfðu þeir séð fyrsta kafbátinn, sem hafði kafað í skyndi. Thompson hafði orðið fyrir mikl- um vonbrigðum í þessari ferð. Svo að Coleman reyndi að skipta um um- ræðuefní. „Þeir þykjast hafa komið auga á þá í morgun," sagði hann hughreyst- andi. „Kafbáturinn hefur kafað vegna bilunar." Maðurinn frá Yorkshire leit til himins. „Já, og það er að þykkna í lofti." Thompson flaug með Coleman, sem var annar flugmaður, auk þess flug-u með þeim tveir af mönnum Colemans, Drake og Strode, þar eð menn Thompsons voru í leyfi í Reykjavík. Aðstoðarmenmrnir tveir biðu eftir þeim. „t>að er sagt, að það séu kaf- bátar, tíu og tiu í hóp fyrir strönd- ínni. Sá síðasti sást hérna." Starfsmaður upplýsingaþjónust- unnar benti á kort á veggnum, sem alsett var litlum fánum. Þeir gengu nú að Hudson-vélinni. Vélin var brátt komin af stað, sveigði framhjá Langjökli og stefndi á regn- ský undan ströndinni. Thompson stefndi vélinni í rétta hæð til könnunarflugs, fimmtíu míl- um undan strönd Islands. Regnið buldi á haffletinum fyrir neðan þá. Thompson andvarpaði og leit á hraða- mælinn — 140 hnútar — stefna — næstum til hásuðurs. . Uppi í skotturninum heyrðist Drake andvarpa honum til samlætis. Hann sá lítið fyrir ofan sig annað en regndropa og öveðursský, og fyr- ir neðan hann sáust aðeins hvítfext- ar öldur, sem þutu fram hjá vængj- unum. Drake þóttist sjá, að þeir væru i þrjú hundruð feta hæð. Honum skjáilaðist ekki frekar en fyrri dag- inn. Fyrir neðan hann var Strode að hlusta á senditækin sin tvö. Mót- tökuskilyrði voru mjög slæm. Og sendiskilyrði ef til vill enn verri, en þeir höfðu ekki sent frá sér eitt orð, síðan þeir hófu sig á loft. Strode smeygði öðru heyrnatækinu af eyr- anu og starði sljóum augum út í bláinn. Frammi í nefi fór Coleman með sirkli yfir kort, þar sem hann dró upp ferning. Að því búnu starði hann aulalega út í bláinn eins og Strode. Drunurnar í hreyflunum virtust segja þeim sí og æ, að þeir ættu við ofurefli að etja. Bak við Coleman sat Thompson undir stýri. Hann var þrjátíu og tveggja ára gamall, einn elzti flug- maöurinn í strandgæzlunni; honum fannst hann nógu gamall til þess að vera ekki að fljúga í vitlausu veðri yfir Atlantshafinu í leit að vofu. En svona var það nú samt. Og í sama bili sást kafbátur koma upp á yfirborðið skammt fyrir fram- an þá. Coleman hrópaði upp, þegar kaf- báturinn sást, brot úr sekúndu eftir að Thompson hafði tautað „Guð minn góður." Þetta var næstum ótrúleg sjón. Óvinakafbátur — U-570 — birtist hægt upp úr freyöandi hafinu, ör- stutt frá þeim. Ef hann var ekki dauðans matur, þá voru flugmenn- irnir fjórir illa sviknir. Thompson, sem sat í stýrisklefan- um, beindi vélinni hægt niður á við, meðan Coleman flýtti sé að opna sprengjuklefann. 1 sama bili birtist Rahmlow kaf- teinn upp úr kafbátnum. Hann hafði staoið í fimmtán mínútur við hring- sjána í kafbát sínum, áður en hann hafði talið ráðlegt að koma upp á yfirborðið. Rahmlow þóttist öruggur, þegar hann smeygði sér út. Hann leit 6- sjálfrátt til himins, og honum til mikillar skelfingar, sá hann svarta þúst, sem nálgaðist hann óðum. Þetta var Hudson vélin. Hann hrópaði skip- un um að kafa, en hann vissi, að það var úti um hann og kafbát hans. Thompson bærði varirnar. „Segðu mér, hvenær á að sleppa sprengjun- um, Jack." Hann ýtti með þumalfingrinum á sprengjugikkinn, um leið og Cole- man sagði „Nú.“ 1 afturturninum sá Drake stóran vatnsstrók leggja upp frá þeim stað, þar sem kafbáturinn hafði áður verið. Thompson sneri vélinni snögglega vi'3 á stjórnborða. Allir mennirnir fjórir í Hudson-vélinni störðu fram fyrir sig. Thompson sá sór til mik- ils léttis kafbátinn koma hægt upp á yfirborðið á ný. Hann hafði skotið sitt hvoru megin við bátirn, og nú freyddi sjórinn í kringum bráðina. Rahmlow og menn hans voru skelf- ingu lostnir. Kafbáturinn skalf og nötraði og tók síðan að síga til botns. Rahmlow barðist af öllum mætti við að koma bátnum upp á yíirborðið. Hann heyrði hvæsið í loftinu, sem þrýstist út um skaddaða veggina. „UppJ Upp!“ hrópaði hann. „AJhr á þilfar . . . þegar ég kalla." Bógur bátsins var þungur, en þeir liðu hægt og hægt upp á yfirborðið — hægt eins og helsærður hvalur. Ralimlow varð að hætta á, að þeir væru komnir upp á yfirborðið. Hann læsti sig inni í loftþétta klefanum og tók áð skrúfa lausar slcrúfurnar, sem héldu lokinu föstu. Hann varð áð hætta á, að ískalt Atlantshafið þrýstist yfir hann og merði hann til bana. Svitinn bogaði af andliti hans. Hann stundi af ánægju, þegar Joft, hreint loft, streymdi yfir hann í stað vatns. Hann flýtti sér að hinni lok- unni og hrópaði: „Allir út! Allir út!“ Þegar Thompson kom í annað sinn fljúgandi að bátnum, hrópaði hann skyndilega: „Varið ^ykkur! Þeir eru farnir að byssunni. Hleypið af, undir eins og liægt er.“ Síðan leit hann um öxl. „Prake, láttu þá ekki kom- ast nærri ibyssunni, þegar við fljúg- um yfir þfe.“ Thompsín sá, að kafbáturinn var skaddaður/ en ekki til muna. Hann sá menn með gul björgunarbelti hlaupa um þilfarið. Drake hagræddi vélbyssum sínum tveim milli hnjánna og lét kúlunum rigna yfir þilfarið. Honum varð skyndilega ljóst, að Hudson-vélin var í bráðri hættu fyrir byssu kafbáts- ins. Þeir réðust að kafbátnum í þriðja sinn. Þjóðverjarnir reyndu að mjaka sér hægt og hægt að fallbyssunni, en vélbyssukúlurnar héldu þeim í skefj- um. Fimm mannanna á kafbátnum höfðu særzt, enginn alvarlega. Þegar flugvélin réðst að bátnum í fjórða sinn, hélt Rahmlow uppi hvítum fána til merkis um uppgjöf. „Hættið að skjóta," hrópaði Thomp- son. Og vélin hans hafði tekið fyrsta kafbátinn i styrjöldinni. Þeir litu allir niður á káfbátinn. „Hvað eigum við nú að gera, Jack? Draga dallinn til Islands! Við verð- um að ná I flotabækistöð — og það \ strax!" sagði Thompson, um leið og hann beindi flugvélinni upp á við. „Reyndu að ná í þá,“ kallaði hann til Strode. Strode sneri sér þegar í stað að Iftftskeytatækinu. „Eg heyri aðeins til annarrar flugvélar. Nær Islandi. Hún virðist samt ekki heyra sem bezt til mln." „Segðu þeim að endurvarpa til bækistöðvanna." Coleman, sem stóð við hægri hlið Thompson horfði framan I Strode. Hann vissi hvað var á seyði. „Hún er horfin. Skyndilega," sagði loftskeytamaðm’inn dapurlega. Thompson bölvaði. „Fari hún til andskotans. Sendu neyðarmerki." Thompson las honum fyrir. Sendið tundurspilli til að ná áhöfn skaddaðs kafbáts á yfirborðinu með hvítan fána á lofti, staða JZHX 1525." Thompson beindi vélinni aftur nið- ur á við, niður í þrjú hundruð feta hæð. Skyndilega sá hann, að fáninn hafði verið lagður niður á þilfarið. „Náðu í þá bölvaða," sagði hann við Strode. „Segðu kunningja okk- ar, að ég vilji sjá alla mennina á þilfarinu, þar til ég gef frekari skip- anir. Segðu honum, að ef einhver nálgist byssuna, verði þeir allir skotnir í kaf.“ Coleman krotaði skeytið niður. Strode opnaði hliðarglugga og kveikti á merkjalampanum. Þeir fengu ekk- ert svarmerki. Ástæðan til þessa var ofur ein- föld: loftskeytamennirnir þrír voru önnum kafnir niðri i bátnum við að mölva loftskeytatækin með hamri. Þeir höfðu ekki frekar en Hudson- vélin getað náð til bækistöðvanna, en neyðarskeytum þeirra hafði verið svarað. „Er á leiðinni til hjálpar," var svarað frá næsta kafbát . . . Á bækistöðinni á Kaldaðamesi, áttu menn bágt með að trúa þessu i fyrstu. En nú komst skyndilega líf í tuskurnar, og bæði loftleiðis og sjó- leiðis streymdu heraflar að staðn- um í Atlantshafinu, sem svo skyndi- lega hafði öðlazt mikilvægi. Forsætisráðherranum, Churchill, var þegar tilkynnt um atburðinn, og hann bað um að heyra nánar um þetta. En enginn, ekki einu sinni flota- bækistöðvar Þjóðverja, vissi um kaf- bátinn, sem var á hraðri ferð i átt- ina að skaddaða kafbátnum. „Ég vil ekki valda þér vonbrigð- um, Tommy," sagði Coleman, „en veðrið er stöðugt að versna., og nef- ið á kunningja. okkar er farið að síga ískyggilega." Thompson sá hina flugvélina, um leið og hann heyrði mann sinn kalla. Hann breytti um stefnu og bað Cole- man að senda hinum flugmanninum smáskeyti. „Láttu hann — líta eftir kafbátn- um okkar — endurtek okkar — sem er búinn að sýna hvítan fána!" Innan fimmtán mínútna voru þrjár flugvélar í viðbót komnar að staðn- um. „Við þurfum að fai’a að halda heim,“ sagði Thompson. „Við eigum lítið benzín eftir. Gefðu mér stefn- una á bækistöðvarnar, Jack." Þeim lánaðist að miða rétt, enda þótt þeir hefðu flogið i sex klukku- stundir stjórnlaust yfir Atlantshaf- inu. Þeir glottu hver til annars, en ánægjan var skammvinn. Lendingin tókst ekki sem bezt. Vélin Jenti 1 skarpri vindhviðu, sem feykti henni til, svo að hún stakkst á nefið ofan í mýri. Mennirnir, sem stóðu og biðu þeirra, hlupu upp til handa og fóta, en til allrar hamingju kviknaði Alrlri í vélinni. EN um hádegi 27. ágúst tók gam- anið að kárna, einkum fyrir könnunartogarann Northern Chief. N. L. Knight undiiforingi í brezka sjóhernum var harðger og marg- reyndur sjómaður, og þekkti miðin betur en nokkur annar. En aldreá hafði hann verið sendur eftir slllcum afla. Togarinn hlaut að koma fyrst- ur að kafbátnum. Honum vai- skipað að koma I veg fyrir, að kafbáturinn kafaði. Tog- arinn sentist yfir öldutoppana. Skip- stjórinn hafði gert ráð fyrir ellefu tima stími. „Það verður enginn bamaleikur að finna þennan skratta í myrkr- M inu,“ sagði hann við stýrimanninn. i ! 1 sama bili kom loftskeytamaðurinn til hans með skeyti, sem þeir áttii yj að endurvarpa til flugvélarinnar sem hélt vörð yfir kafbátnum. ■ „Ef skip ná ekki kafbáti fyrir myrkur skal sökkva kafbáti." „Hvað eigum við að gera? Taka okkur á loft og fljúga þangað?" muldraði skipstjórinn. Hann kallaði á vélstjórann og bað hann um að reyna að hraða ferðinnL Vélstjórinn tautaði eitthvað. „Ekki það? Ég bjóst við þvi. Gerðu þáð sem þú getur." 1 tíunda sinn settist skipstjórimv við kortin. Þetta virtist svö nálægt Rúmlega hundrað mílur —, \ ejtt hundrað mílur að stærsta herfanei styrjaldarinnar .... Framh. á bís. 18 15 iifmiiiminmnitiiMtiimiiniumimmiiitiimiiiiiniimiiiiiiiinuitiiiinniniimiimiiniiiininiiiiiiiriniimimiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiniir/;, 1 3 Kafbátahernaöur vi5 íslandsstresxdur / | Sönn frásaga úr slðasta stríði eftir John D. Drummond — Fyrri hiuti ..................... VIKAN VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.