Vikan - 23.04.1959, Blaðsíða 8
• Ný stutt og spennandi framhaldssaga .
MORÐVEFUR
Það er enginn gamanleikur fyrlr iögfræðlng
að taka að sér morðmál. I þessari sögu segir
Bobert Traver frá þrautseigju verjanda, sem
tekið hefur að sér mál, sem í fljótu bragði
virðist vonlaust. Höfundurinn var sjálfur eitt
sinn saksóknari í Bandaríkjunum, svo að ekki
verður annað sagt en að efnið sé honum skylt.
Þessi saga hefur verið metsölubók i Banda-
ríkjunum, og ástæðan til þess ætti öllum að
verða ijós, þegar lestur sögunnar er hafinn.
Ég heyrði tilbreytingarlausan óminn frá sim-
anum, áður en ég var kominn upp stigann. Ég
flýtti mér að opna dyrnar að skrifstófu minni,
fleygði veiðiáhöldunum minum í eitt hornið og
tók upp tólið.
,,Halló,“ sagði ég. „Þetta er Paul Biegler."
„Þetta er Laura Manion," sagði konurödd.
„Prú Laura Manion. Mér þykir fyrir því að
þurfa að hringja svona seint, en ég hef verið
að reyna að ná i yður alla helgina."
„Hvað var það, frú Manion?“ sagði ég.
„Maðurinn minn, Prederic Manion, undirfor-
ingi í hernum, hefm- verið settur í héraðs-
fangelsið hérna I Iron Bay,“ hélt hún áfram.
„Hann er sakaður um morð. Hann óskar þess
að þér verðið lögfræðingur hans.“ Rödd hennar
brast, en síðan hélt hún áfram. „Það hefur verið
mælt mjög með yður. Getið þér tekið að yður
þetta mál?“
Ég kyngdi. Loksins. Fyrsta stórmálið mitt,
síðan ég tók að reka eigin lögfræðistörf fyrir
ári. Og þar að auki morðmál. Samt varð að
kynna sér ýmislegt.
„Ég veit ekki, frú Manion," svaraði ég. „Auð-
vitað verð ég að tala við hann og kynna mér
málið, áður en ég get tekið ákvörðun. Auk þess
þarf að komast að samkomulagi um þóknun, sem
báðir aðila sætta sig við.“
Þetta var einkennilegt, þessar fáguðu, smeðju-
legu setningar, sem lögfræðingurinn hafði tamið
sér, til þess að koma tilvonandi skjólstæðing i
skilning um, að slíkt krefðist töluverðra út-
gjalda. Prú Marion brást eðlilega við þessum
smeðjulegu setningum.
„Já, auðvitað, hr. Biegler. Hvenær getið þér
komið til hans ? Honum er mjög umhugað að
sjá yður."
Ég leit yfir bréfin, sem lágu á borðinu. Flest
þeirra voru innantóm og einskisnýt, og höfðu
hrúgast þarna upp, meðan ég var í veiðiferð-
inni. „Ég skal fara til hans um ellefuleytið á
morgun," sagði ég.
Ég hafði tekið að mér f jölda morðmála áður, en
allt.af sem sækjandi, aldrei sem verjandi. 1 tíu
ár var ég saksóknari fyrir Iron Cliffs hérað —
þar til Mitehell Lodwick sló mér við.
Mitch var nefnilega slyngur fótboltamaður i
þá daga, bæði í menntaskóla og háskóla. Og
hann var enginn viðvaningur. Hann hafði líka
barizt í seinni heimsstyrjöldinni, en ég hafði
ekki komizt til vígstöðvanna vegna gamals
lungnameins.
Svo að Mitch var öllum góðum kostum búinn
og stóðst ekki mátið; ég var engin hetja, svo að
hann skaut mér ref fyrir rass.
Um fertugt var ég atvinnulaus, og ég batt all-
ar mínar vonir við lögfræðimenntun mína, nokkr-
ar velktar lögfræðibækur og nokkrar gamlar
flugustengur. Ég átti lengi bágt með að sætta
mig við, að verða að láta í minni pokann fyrir
þessum hnokka; siðan leigði ég mér skrifstofu
i miðbænum, festi upp skilti: „Paul Biegler
lögfræðingur“, á hurðina og beið.
Þetta fór eins og ég hafði búizt við. öll meiri-
háttar (og gróðavænleg) morðmál féllu í skaut
verjandans Amos Crocker, sem ég hafði oftlega
barizt við, meðan ég var saksóknari.
Og það var enn eitt, sem aðeins gerði illt verra;
Crocker gamli tók nú að slá Mitch við í morð-
málum. Ekki öllum, en allflestum.
Og árangurinn varð auðvitað sá, að gamíi mað-
urinn sat sem fastast í virðingarsæti verjandans.
Þar sem ég þurfti annað slagið að borða, varð
ég að taka að mér skilnaðarmál og dánarbús-
erjur. En ég komst fljótt að raun um, að þetta
var mjög tilbreytingarlaust og leiðinlega starf
— ofboðslega leiðinlegt.
En morguninn eftir, þegar ég talaði við Fre-
deric Manion undirforingja á skrifstofu sýslu-
mannsins, fannst mér ég vera farinn að lifa
lífinu á ný.
Flestir okkar bregðast aðeins á tvennan hátt
við fólki, sem verður á vegi okkar, annað hvort
er manni þegar í stað illa við það eða kann strax
vel við það. Og mér til mikilla vonbrigða, kom
Frederic Manion mér mjög illa fyrir sjónir.
Hjúpur sjálfsánægju hékk utan á honum eins
og skikkja. Og hann lét strax hendur standa
fram úr ermum, eins og til þess að staðfesta
skoðun mína.
„Já, sælir,“ sagði hann glaðhlakkalega og tók
snöggt í útrétta hönd mína. „Ég hef verið að
bíða eftir yður."
Ég sá votta fyrir gremju, jafnvel ákúrum í
rödd hans. Ég kom mér strax að efninu.
„1 gærkvöldi, þegar ég hafði talað við konu
yðar í símanum, las ég það sem blöðin segja
um mál yðar,“ sagði ég. „Hafið þér lesið það?"
„Já, auðvitað.“
„Er frásögnin í höfuðatriðum rétt?"
„Já.“
„Ég ætla aðeins að minnast á aðalatriðin, blöð-
in segja, að þér hafið gengið inn á bar Barney
Quill í Thunder Bay nálægt fjörutíu og fimm
mínútum eftir miðnætti síðastliðið föstudags-
kvöld — í rauninni snemma á laugardagsmorgni
— og skotið hann fimm sinnum; að þér hafið
ekið bíl yðar að íbúðarvagni yðar í ferðamanna-
garðinum í Thunder Bay; að þér hafið vakið
umsjónarmann garðsins, sem er reyndar einnig
fulltrúi sýslumanns, og sagt honum, að þér hafi
skotið Quill; að hann hafi þá kallað á lögregluna
frá Iron Bay; og að þér hafið beðið í íbúJarvagn-
inum, þar til lögreglan kom. Er þetta rétt?“
„Já.“
„Blöðin segja ennfremur, að siðan hafi lög-
reglumennirnir handtekið yður og farið með yður
í þetta fangelsi; að konan yðar hafi farið með
yður; og að konan yðar hafi sagt lögreglunni,
að áður um kvöldið hafi Barney Quill nauðgað
henni í skóginum og síðar barið hana og marið
við hliðið að ferðamannagarðinum. Rétt?“
„Já.“
„Að kallað hafi verið á fangelsislækninn; að
hann hafi lýst því yfir, að hann álíti ekki að
konu yðar hafi verið nauðgað; og að kona yðar
hafi boðizt til að ganga undir lygapróf, til þess
að sanna mál sitt; að prófið hafi verið gert, en
árangurinn sé ekki kominn fram. Rétt?"
„Já.“
„Jæja. Ágætt, svo langt sem það nær. Nú skul-
um við tala um ýmislegt, sem ef til vill hefur
ekki verið minnzt á i blöðunum. Sáuð þér Barney
Quill nauðga konu yðar?“
I fyrsta sinn sást glampi í köldum augum Man-
ions; hreyfingar augnanna voru snöggar eins
og í nöðru. „Nei,“ sagði hann lágt.
„Sáuð þér hann misþyrma henni við hliðið?“
„Nei.“
-
8
VIKAN