Vikan - 23.04.1959, Blaðsíða 25
BARNA
GAMAN
Vorsólin sendi geisla sína
niður yfir litla fiskiþorpið, sem
lá með fram fjöllunum og inni
í fjarðarbotninum. Allt var
kyrrt og hjótt. Hinir snævi-
þöktu fjallstoppar spegluðu sig
í lygnum sjávarfletinum. Niðri
í fjörunni voru kindurnar og
gæddu sér á þanginu, sem síðasta
báran flutti að landi. Þær hopp-
uðu f jörlega um f jörugr jótið og
hámuðu í sig þessa brúnleitu
fæðu, sem var svo mikið til af.
Sólskinið hafði sterk áhrif á
allt umhverfið. Nú var nýr tími
fram undan. Veturinn hafði einu
sinni enn vikið fyrir mætti sól-
arinnar. En það var líka kom-
inn sumardagurinn fyrsti. Þessi
dagur, sem öll börnin í þorpinu
höfðu þráð.
— Hvað skyldum við nú fá
í sumargjöf ? Eins lengi og þau
mundu eftir, höfðu foreldram-
ir ætíð haft eitthvað óvænt
handa þeim, þennan dag.
Einkennileg
Hvað viðvék hinum fátæk-
ustu, þá sá fátækrahjálpin um,
að þeir fengu einhvem glaðn-
ing, svo að enginn þyrfti að
verða útundan.
Upp í brekkunni lá litli torf-
bærinn, sem ekkjan Rúna og
börnin hennar tvö bjuggu í.
Sannarlega hafði oft verið
þröngt í búi, síðan hinn sorg-
legi atburður gerðist, að sá sem
var stoð og stytta lieimilisins,
hafði verið tekirn burtu. Það
er ekki alltaf svo létt fyrir hús-
móðurina, sem eftir lifir, að sjá
um að börnin hafi nægan mat
að borða. Börnin, sem ennþá
voru of ung til þess að vinna
fyrir sér, voru hraust og báðu
stöðugt um mat. Stundum
fundust aðeins nokkrir brauð-
bitar í húsinu, en allt var borð-
að með góðri lyst og maður
þakkaði Guði fyrir það sem
hægt var að fá. Oftar en einu
sinni hafði litla fjölskyldan
fengið. að reyna, hvernig sá,
sem sér fyrir ekkjum og mun-
aðarleysingjum, hafði hjálpað,
er mest á reið.
Þennan undursamlega sól-
skinsdag sáust systkinin koma
leiðandi hvert annað eftir stign-
um.
— Gaman væri að vita, hvað
mamrna ætlar að gefa okkur,
þegar við komum heim.
— Elsku mamma, okkar,
þama sitru- hún í bæjardyrun-
um, hvíslaði María litla, sem var
um það bil 9 ára, að bróður
sínum, sem var yngri.
Hann leit snöggt upp og
bjart bros lék um andlit hans.
Þau flýttu sér eins og þau gátu
og komust fljótt að dyrunum.
— En ,hvað var þetta? Mamma
grætur. Mamma, sem alltaf var
svo hughreystandi, þegar þau
komu með sorgir sínar til henn-
ar. Hún sem alltaf sagði, að Guð
hjálpaði áreiðanlega. Nú sat hún
í hnipri yfir litlu skónum sem
hún var að sauma og ætlaði
að gefa bömunum sínum í sum-
argjöf. Hún hafði ekkert annað
að gefa þeim, en þau vom
nægjusöm, og vön að gleðjast
yfir litlu. Það rimnu stór tár
niður á skóna. Augun voru vot.
Hún lagði frá sér vinnuna og
stundi þungan, er hún sá börn-
in koma.
sumargjöf
— Mamma, því grætur þú?
Hefur einhver verið vondur við
þig?
— Nei, kæra barnið mitt. En
ég sat og hugsaði um, að við
eigum aðeins nokkrar brauð-
skorpur, og mér þykir það leið-
inlegt ykkar vegna, af því ég
veit að þið eruð svo svöng. Það
hefur gleymst að senda sumar-
gjöfina, sem við erum vön að
fá hjá fátækrahjálpinni.
— Gráttu ekki, mamma mín,
sagði María hughreystandi, um
leið og hún lagði hendurnar
um hálsinn á henni. Þú manst
eftir frásögninni í Biblíunni,
þegar hrafnarnir komu með mat
til Elía, þegar hann var úti á
eyðimörkinni og hafði ekkert að
borða. Þú hefur svo oft sagt
mamma, að ekkert sé ómögu-
legt fyrir Guði. Þá getur Guð
líka sent okkur mat.
Móðirin leit upp og horfði
undrandi á stúlkrma sína. Hún
hafði aldrei heyrt hana tala
svona áður. Þarna stóð hún og
liughreysti hana þegar allt virt-
ist vonlaust.
Allt í einu heyrðist mikið
garg niður við ströndina. Það
var nú að vísu ekki svo óvana-
legt, því að svartbakurinn gat
aldrei látið æðarkolluna og
unga hennar vera í friði. Oft
höfðu börnin bjargað lifi ung-
anna, þegar þeir voru í hættu
staddir. Svartbakurinn og æðar-
kollan voru alltaf óvinir.
Hlauptu fljótt og hjálpaðu
þeim, sagði móðirin. Börnin
hlupu eins og fætur toguðu. En
er þau komu þangað, var þar
allt með kyrrum kjörum. Eng-
inn óvinur var sjáanlegur. Þau
héldu áfram og fóru meðfram
læknum, sem liðaðist niður
brekkuna og rann út í sjóinn.
En er þau komu þangað, sáu
þau nokkuð skrítið. Þar voru
bæði æðarkollan og svartbak-
urinn syndandi á vatninu. Sátt
og samlyndi virtist nú ríkja
milli þessara erkióvina. Mitt á
milli sín höfðu þau stórt stykki,
sem börnin gátu ekki séð hvað
var. Báðir fugiarnir reyndu
sameiginlega að flytja þetta
að landi.
—Mamma, mamma, æðar-
kollan og svartbakurinn eru
orðnir vinir, og þau eru með
eitthvað, komdu fljótt og sjáðu:
Móðirin flýtti sér þangað.
Og þegar hún kom niður að
ósnum, þá sá hún líka, hvemig
báðir fuglarnir strituðu við að
lyfta einhverju upp úr vatninu.
Þegar þeir sáu hana, þá syntu
þeir ennþá hraðara. Þangað til
þeir komu að sem hún stóð. Þá
flaug æðakollan upp í skyndi.
Er hún flaug þá sáu þau að
hún hafði hring um fótinn.
— 0, hrópaði María litla.
Þetta er elsku æðarkollan mín,
sem ég hef svo oft hjálpað. Við
settum hring um fótinn á henni,
svo að við skyldum þekkja hana
betur.
Þegar svartbakurinn kom að
landi, sáu þau að hann hélt fast
á einhverju á milli klónna, sem
hann svo sleppti, þegar hann
var kominn næstum þvi að
landi.
— Sáuð þið það, sagði litli
drengurinn, hann hefur líka
hring um fótinn. Jú, það sást
greinilega í sólskininu.
— Mamma, það er svartbak-
urinn, sem ég fann niður við
ströndina fyrir tveimur árum.
Hann hafði fótbrotnað og lá þar
hjálparlaus, svo ég bar hanw
heim til þín og þú settir spelk-
ur við fótinn á honum. Við
kenndum svo í brjósti um hann,
og þess vegna var hann heims
hjá okkur, þangað til hann var
orðinn góður aftur.
Jú, mamma mundi eftir þessu
En hvað skyldi það vera, sem
þeir eru að færa okkur, þessir
gömlu vinir okkar. Þau flýttu
sér niður að sjónum, til þess af>
grennslast eftir hvað þettí.
væri. Við nánari athugun koic
í ljós að þetta var stór fiskur
Móðirin var ekki sein á sér aft
kippa honum á land.
Þetta hafði Guð gefið þehn
í sumargjöf og það þarf tæp-
lega að bæta því við, að það
varð mikil gleði á þessu litía
fátæka heimili þennan fyrsts
sumardag. Gamiir menn seœ
sáu fiskinn, sögðust aldrei hafe
séð jafn stóran fisk, sömu teg-
undar.
Sjálf hef ég, ásamt mörgum
fleirum, heyrt Maríu segja frá
þessu. Móðirin hefur lengi legið
í grtf sinni, en dóttirin, sem nú
er orðin gömul kona, getur
aldrei gleymt því, þegar æðar-
kollan og svartbakurinn seœ
alltaf voru óvimr, fluttu sam-
eiginlega mat til bernskuheim-
ilis hennar, þegar neyðin var
sem stærst.
Signe Ericson
STRÁKAR!
PSf
í&sS-Sv'í*;
- j ,
Bezt er að geyma sltrúfur og nagla í hmklmm og
hverja stærð út af fyrir sig. I>á er líka auðvelt að ná
í rétta stærð, þegar á þarf að halda. Ef þið þurfiS
að aðgreina nvismunaiuli tegundir og stærðir, er gott
að nota Iok af pappakassa og útbúa það eins og sést
á myndinni. Annað hornið í hvorum liiuta er skorið' af,
svo auðveldara sé að hella skrúfunum í kruitkur.
VIKAN
25