Vikan - 23.04.1959, Blaðsíða 22
■
SITT A F HVERJU TAGI:
Á EKKJA AÐ BÚA HJÁ
BORIMUM
t rauninni fer sjaldnast vel á því. Auðvitað
eru til undantekningar, en venjulega kemur gömlu
konunni og ungu hjónunum ekki sem bezt saman.
Orsök þessa er vafalaust sú, að tvær konur
annast nú héimilið i stað einnar. Engin kona
getur sætt sig við að vera annarri konu til að-
stoðar til langframa. Ef gamla konan situr á
sér og ganrýnir ekki ungu konuna né skiptir sér
22
siNuiy?
□ G FLEIRA
að á annan hátt, getur það orðið til þess að
hún byrgir inni ýmsar hvatir, sem virka ein3 og
rotnunarsýklar á sál hennar. Á sama hátt hlýt-
ur framkoma ungu konunnar alltaf að verða á
einhvern hátt þvinguð í návist annarrar konu,
sem lítur á hana gamalreyndum, gagnrýnandi
augum.
Oft á það sér stað, að tveir eða þrír ættliðir
búa saman, vegna ótta við utanaðkomandi gagn-
rýni. Ekkja kann að óttast, að ef hún búi ein,
kunni fólk að halda, að börn hennar elski hana
ekki, og börn hennar kunna að óttast að þau
verði gagnrýnd fyrir að reka svo náinn ættingja
burt af heimili sínu.
En þegar slíkt á sér stað, ber á engan hátt
að taka tillit til skoðana náungans. Ef einhver
aðilanna þarf að leita ráða, skal hann snúa
sér til manna, sem vit hafa á slíkum málum.
Það er almennt álitið, að ef fólk býr eitt og óháð,
öðlist það meira sjálfstæði og öryggi. Þegar þrir
ættliðir lifa og hrærast undir sama þaki, kann
það oftlega að valda misklíð og deilum.
Geta dýr lært að herma efiir mönnum?
Ef til vill ekki. Almenn menntun hefur gert
manninn hæfari til þess að vinna bug á hinum
ýmsu sjúkdómum. En heilsufræðsla má heldur
ekki verða of mikil; hún verður að vera nægileg
til þess að menn kunni að forðast sjúkdóma og
lifi heilsusamlegu lífi, en ekki of mikil, þannig
að menn hugsi ekki um annað.
Það mætti gefa þrjár meginreglur fyrir heilsu-
fræðslu. 1 fyrsta lagi, verður hún að vera auð-
skilin. 1 öðu lagi má ekki kenna neitt, sem kann
að breytast eftir nokkur ár. 1 þriðja lagi skyldl
fræðslan vera fólgin í þvi að benda mönnum á
ágæti læknavísindanna, fremur en að benda
mönnum á vanmátt þeirra.
Menn verða að þekkja líkama sinn, þannig að
þeir geti sem bezt varazt kvilla og meinsemdir,
en ekki má þó ganga of langt í þessum efnum,
þannig að önnur hugsun rúmist ekki i kollinum.
Það ætti að koma fólki í skilning um hinn
græðandi mátt náttúrunnar, og sýna því fram
á, að lyf eru ekki allra meina bót. Slik heilbrigð-
isfræðsla fær fólk til að varpa öllum hégiljum
og líta skynsamari augum á alla rækt likamans.
Læknir einn hefur bent á brýna nauðsyn heilsu-
fræðslunna. Hann segir, að ef fólkið fái ekki
fræðslu í þeim efnum eins og öðrum, haldi það
áfram að beita gömlum skottulækningaraðferð-
um, sem það lærði hjá ömmum sínum!
Vita menn of mikið um sjókdóma?
Að því er virðist getur maðurinn einn ásamt
nokkrum apategundum lært að herma eftir öðr-
um. Þau dýr, sem við þekkjum bezt — hundar,
kettir, hestar og önnur læra af reynslu og skyss-
um, með þvi að forðast fyrri mistök. Það er ekki
hægt að kenna hundi að stökkva gegnum hring
eða ná í morgunblaðið með því að sýna honum
annan hund, sem gerir þessi undraverk. En aft-
ur á móti getur hundurinn lært þetta, ef hann
kemst að því smám saman, að fyrir vikið fær
han nmat eða er sýnd ástúð.
Sum dýr eru hneigð fyrir að herma eftir viss-
um látbrögðum, en oftast er það sem virðist 1
fljótu bragði eftirherma, einungis meðfæddur
eiginleiki. Það hefur verið sannað, að sjimpans-
ar geta lært af fordæmi. Þetta var sannað með
því að láta sex sjimpansa setja pening I vél, sem
lét fyrir bragðið frá sér nokkur vínber. Einum
sjimpansanum var sýnt, hvernig fara ætti að því
að setja myntina í vélina og ná í vínberin. Þetta
endurtók apinn og beið eftir nýjum vínberjum.
Þegar hinir sjimpansarnir sáu, að hægt var
að nota peningana til þess að ,,kaupa“ vínber,
byrjuðu þeir að slást um þá. Síðan var gerð handa
öpunum „vinnuvél". Vélin var þannig úr garði
gerð, að þegar átján punda handfangi var lyft
upp, var hægt að seilast inn í vélina og ná þar
í vínber. Þetta var öpunum sýnt. Siðan voru
settir peningar í „vinnuvélina" í stað vínberja.
Þetta var öpunum sýnt. Síðan voru settir pen-
ingar í ,,vinnuvélina“ í stað vínberja. Þannig gátu
apanir keypt sér vínber ef þeir lyftu handfang-
inu. Og aparnir, sem eru hundlatir að eðlisfari,
komust fljótt upp á lag með að vinna fyrir brauði
sínu.
VIKAN