Vikan


Vikan - 23.04.1959, Blaðsíða 20

Vikan - 23.04.1959, Blaðsíða 20
t>að var löng þögn inni á litlu skrifstofunni, sem var einungis rofin af glamrinu i píanóinu, sem virtist aldrei geta hætt. Gérardine leit reiði- Iega upp. Hana hefði helzt langað til að þagga niður í listamanninum, en til þess varð hún að ganga aftur í verzlunina og kalla upp. Var þetta hvort eð er ekki síðasta p,anóið, sem heyrðist í þessu húsi? „Ég geri ráð fyrir, að þú látir setja Bob í fangelsi ?“ Hverju gat hann svarað? Þetta kom ekki mál- inu við. Hann vildi aðeins bjarga ©olette. Menn myndu segja að hún væri frilla hans, en það vaðr að bjarga henni. Hann reyndi að telja sjálfum sér trú um, að þannig hegðaði hann sér ekki einungis vegna kossins á stigapallinum — og það var satt. „Það verður eitthvað að gera, Gérardine. Ég veit ekki hvað . . . Ef til vill . . .“ Hann hikaði. Hann þóttist sjá móta fyrir hæðnisbrosi á vör- um Gérardine. „Haltu áfram." „Ef . . . þú færir til útlanda . . . gæti ég . . .“ Sum orð var erfiðara að segja en önnur. Pen- ingar var eitt erfiðu orðanna. Hann átti of mikla peninga sjálfur, of mikið af peningum Octave Mauvoisin, og honum hryllti við því að þurfa að nota þá sem vopn. Hversu einfalt þetta var. Hann gæti gefið Gérardine allt, sem hún krefðist. Hún gæti farið þegar í stað, og þegar hún væri hólpin, gæti hún sent játninguna. Hana grunaði, hvað hann var að hugsa. „Þú gætir látið mig fá peninga, er það ekki?“ Hann kinkaði kolli. Hann lifði enn í voninni. Hann þorði ekki að líta á hana. Framkoma frænku hans fékk hann til að vorkenna henni. Þegar hún hafnaði boði hans, var rödd hennar beinlinis hranaieg. „Nei, drengur minn. Kemur ekki til mála. Gerðu það sem þig lystir. Þú getur bannfært Bob ef þig langar til þess. Þú getur farið eins að við mig. En gleymdu ekki, að þú verður beðinn um sannanir. Og ég gefst ekki strax upp . . . ég gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana." Hún stóð á fætur, og Gilles virtist hún hærri og tigulegri en áður. „Gilles. Við eigum ekkert vantalað." Hún sneri sér að dyrunum. Hún var að reka hann. Hún rétti honum meira að segja hattinn. Hún kveikti inni í búðinni, og þegar hann var kominn út á gangstéttina, heyrði hann hana læsa dyrunum að innan. .iHandtóku þeir hana?“ spurði Alice, þegar hann kom heim. Hann leit á hana sljór. Það var eins og hann hefði ekki átt von á henni þarna. Hann hafði aldrei gert sér jafnljósa grein fyrir því, hversu ókunn eiginkona hans var honum. „Hvað ætlarðu að gera?“ Hann yppti öxlum. Hvernig gæti hún skilið það sem hann ætlaði að gera. „Ég ætla ekki að borða neitt,“ sagði hann, þegar hann sá inn í upplýsta borðstofuna." „Hversvegna? Hvert ertu að fara?“ „Upp.“ Hún þrjózkaðist við: „Fáðu þér eitthvað að borða. Súpu . . . Eða kaít kjöt . . .“ Hann gekk burt, án þess að svara. Það var komið undir miðnætti, þegar hún læddist sjálf upp og staðnæmdist fyrir utan dyrnar á herbergi Octave og hlustaði. Hún reyndi að gægjast gegnum skráargatið, en hún sá ekki annað en hluta af rúminu. Hún bankaði laust. „Kom inn,“ svaraði Gilles lágt. Hann sneri sér að henni, laus við minnstu óþolinmæði. Það var ekkert óvenjulegt í fari hans. Hann hafði reyndar aldrei verið svona ró- legur. Skrifborðið var þakið skjölum úr peninga- skápnum, og á stöku stað sáust miðar með rithönd Gilles. „Hvað ertu að gera? Ætlarðu ekki að koma að hátta?“ Það virtist hyldýpi milli þeirra þetta kvöld, og þetta hyldýpi virtist ekkert geta spannað. Þau höfðu ekki rifizt, það hafði í rauninni ekk- ert komið fyrir. Hann gat ekki ávítað Alice fyrir neitt, nema það, að hún væri hversdagsleg stúlka, sem fór ekki einu sinni í taugarnar á honum, þar eð hann var hættur að skipta sér af henni. „Á ég að koma með súpudisk handa þér?“ „Já.“ Hversvegna skyldi hann reiðast? Hann belð þess að hún færi. Síðar myndi hann geta sinnt skjölunum einn síns liðs, eins og Octave frændi hans hafði gert svo lengi. Einvera. Hann varð að venjast henni. Colette myndi fara. Hún myndi fara með dr. Sauvaget, því að sakleysi hans myndi sannað innan skamms. Og þegar óveðrið, sem Gilles var nú að koma af stað, væri um garð gengið, myndi Gilles verða nákvæm eftirmynd frænda síns i einu og öllu. Aliee kom til hans og kyssti hann á ennið. Hann hörfaði ekki undan, né heldur sagði hann neitt, þegar hún fór fingrunum gegnum hár hans. Hann sat þarna og beið. „Þú ættir að hvila þig.“ Hann hristi höfuðið. Nei, hann varð að ljúka þessu núna. Á morgun myndi hann ekki hafa hugrekki til þess lengur. „Góða nótt, Gilles . . .“ andvarpaði hún. „Góða nótt.“ Hann horfði á þjónustustúlkuna setja súpu- disk og disk með köldu kjöti á skrifborðið. Enn hafði hann aðeins gert uppdrátt af bréf- inu til saksóknarans. Nú skrifaði hann það á ný. Klukkan þrjú um morguninn hafði hann lok- að bréfinu og var að skrifa heimilisfangið á stóra, gula umslagið. Á skrifborðinu voru önnur bréf, þar sem á voru skrifuð nöfn Edgar Plantel, Raoul Babin, Penoux-Rataud öldungadeildarmað- ur, Hervineau og enn fleiri. Gilles borðaði súpuna, sem var orðin köld og fékk sér sneið af hálfhráu kjöti, og blóðbragðið minnti hann á bragðið á vörum hans, þegar Bob hafði slegið hann utan undir. Því var lokið. Hann gat ekki gert meira. Honum datt ekki einu sinni í hug að halda niður og leggjast við hlið konu sinnar. Hann lagði öll skjölín aftur inn í peningaskápinn og fór inn í næsta herbergi, herbergið sem hann hafði átt, áður en hann giftist. Hann dró glugga- tjöldin frá, enda þótt hann vissi, að hann myndi ekki sjá ljós í herbergi Colette. Tunglskinið logaði á þökum borgarinnar og steinlögð gatan var hulin hvítri slikju. Myndirnar, sem hann hafði sett upp, þegar hann kom, voru enn á arinhillunni. Á einni þeirra sást íaðir Gilles í samkvæmis- klæðum, með fiðluna í hendinni. Svipur hans 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.