Vikan


Vikan - 07.05.1959, Blaðsíða 2

Vikan - 07.05.1959, Blaðsíða 2
Mildi og ilmandi þvottalögurinn fer vel með hendurnar PÓSTURINN yfirmagri og stórir hnúar. Kæra Vika! Villtu vera svo góð og gefa mér ráð við því hvernig ég á að losna við yfirmaga, eru engar æfingar til ? Svo langar mig líka að vita hvort þú getur ráðlagt mér hvernig á að fara að því að fá fallegar hendur, mínar eru svo stórar og rauð- ar og fingurnar sverir að framan og hnúastórir, ég er búin að líða svo mikið fyrir það hvað ég hef Ijótar hendur. Eg vona kæra Vika að þú get- ir hjálpað mér eitthvað. Með fyrirfram þakklæti. Kær kveðja. Ein í vandræðum. SVAJR: Til einnar sem er í vandrœöum. Til að losna algjörlega við svokallaðan yfirmaga er að- eins eitt ráð. — Að megra sig —. Öll önnur, en pau eru mörg, stuðla að þvi að minnka hann eða reyna að leyna honum. Eitt ráðið til þess að láta minna á honum bera, er að nota ekki þröngt sokkabandabelti sem nœr aðeins i mittisstað, því það hjálpar til að mynda yfirmagann. Það er hœgt að fá samfast belti og brjóstahaldara t. d. í Lífstykkjabúðinni og með því hylst hann alveg .. .Svo eru vissar líkamscefingar sem œtlaðar err til að stœla magavöðvana sem hjálpa oft þó nokk uð. Það er liœgt að hafa fallegar hendur þótt þœ séu nokkúð stórar. Það er ekki alltaf hcegt a- fá rauðleitar hendur hvítar, því það getur stafa frá blóðrásinni en reynandi er að bera á hendurn ar bœði nœrandi krem og olíu, sem látið er ver< yfir nótt en bera svo „Hand lotion“ á þcer < daginn. Forðast að láta sér verða kdlt á höndum, Nota alltaf hlýja lianska eða vettlinga. Það er ekki hcegt að breyta miklu hvað hnú ■. ana snertir, nema helzt að nudda þá mjúkleg< með nœrandi olíum. Þœr konur sem hafa stórar hendur ættu ekki að nota mjög áberandi liti í naglalakki. Þær œttu heldur ekki að hafa % armalengd á kjóln- um., blússum né yfirhöfnum. Fdllegast er að hafa langar mjóar ermar, sem koma fram á hendina t. d. oddlaga fram á liandarbakið. Eða þá alveg stuttar ermar. Annars verður hendi sem er vel liirt og rétt sköpuð —• dldrei Ijót: Með ósk um gleðilegt sumar. —O— Plpar og salt. Pósturínn birti í 17. tbl. Vikunnar fyrirspurn frá Heiðu og Lóló, hvernig þær ættu að ná sér í pilta. Nú stendur þannig á að við erum hér tveir vinir frá Keflavík sem svipað er ástatt fyrir. Það hefur komið fyrir að við höfum kynnst stúlkum, en það hefur sjaldan verið nema stund- argaman hver sem ástæðan er, nú langar okkur til að kynnast þessum stúlkum og ef þær hafa áhuga á þessu ágætis tilboði langar okkur að biðja þær að koma á dansleik í samkomuhús Njarðvíkur 9. maí næstkomandi og sitja þá til að byrja með við borðið næst dyrunum. Ef þær geta ekki komið því við þá skulu þær hafa aftur samband við okkur í póstinum. Tveir sjómenn TANDTJR léttir og flýtir uppþvottinum og skilar leir og Strætisvagnarómatík. borðbúnaði fitulausum. TANDUR þvær Nælon og önnur gerfiefni, Ull og öll við- kvæm efni sérstaklega vel. TANDUR er tilvalið til gólfþvotta og hreingerninga, fer Kæra Vika. Ég heiti S. og er 16 ára, ég á heima í vestur- bænum. Eg fer oft í strætó á vissum tíma og sé þar strák, sem ég er orðin hrifin af. Ég veit hvað hann heitir en þekki hann ekki neitt, hvað á ég að gera til að komast í kunningsskap við hann? Ég hugsa oft um hann tímunum saman þegar ég er háttuð. Hann er ekki mikið í félags- skap en er alltaf með sama stráknum og held að þeir séu ekki mikið í sporti. Viltu vera svo góð að gefa mér einhver ráð. S. vel með málningu, lakk og aðra viðkvæma fleti. Tandur gerir tandurhreint Frá alda öðli hefur hið svokallaða veika kyn ekki verið í vandrœðum með að koma klækjum sínum fram við hið sterkara. Þessvegna finnst Póstinum, að þú 8. œttir ekki að vera l miklum vandrœðum með að koma þér i kynni við piltung- inn, þar sem þú verður honum líka samferða í strœtisvagninum á hverjum degi. Drlfðu í þig kjark og láttu ekki feimnina aftra þér frá því að kynnast þessum pilti þinum. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.