Vikan


Vikan - 07.05.1959, Side 6

Vikan - 07.05.1959, Side 6
LEIKUR OG MENNING Foreldrum og öörum er vel- komið að skrifa þættinum og leita úrlausnar á þeim vanda- málum er þeir kunna að stríða við. Höfundur þáttarins mun leitast við að leysa vandræði allra er til hans leita. Öli bréf sem þættinum eru send skulu stfluð tU Vik- unnar, pósthólf 149. Umslagið merkt: „Foreldraþáttur“. Leikhneigð barnsins. Margar kenningar hafa verið settar fram um það, hvers vegna maðurinn leiki sér og hvaða þýð- ingu leikurinn hafi fyrir þróun menningarinnar. Ekki kveður þar alltaf við einn tón. Trú og siðir ráða miklu um það, hvernig leik- urinn er metinn. Grikkir hinir fornu voru miklir unnendur og að- dáendur leikja, en í ströngustu kristni var leikur barna og ungl- inga fordæmdur og bannaður sem ósiðlegt, glepjandi athæfi. 1 þeim anda og af trúarlegum ástæðum var um miðja 19. öld gefið út í prússaveldi strengilegt bann við leikskólum Fröbels, merkustu upp- eldishreyfingu þess tíma. Eigi að síður hefir skoðun Fröbels um þroska- og menningargildi leiks- ins haldið velli, leikskólar hans hafa breiðst út um hinn siðmennt- aða heim og þykja nú ómissandi þáttur í uppeldiskerfi hverrar menningarþ jóðar. Leikhneigðin brýzt fram hjá barninu mjög ungu. Rúmlega árs- gamalt fer það að leika að ein- földum hlutum, og tekur þátt í leik, sem fullorðinn leikur við það. Eftir því sem þroski þess vex, leikur það fleiri og fjölbreyttari leiki. Leikhneigðin verður að á- stríðu, sem knýr barnið áfram og gerir það jafnframt hugvits- samt í leiknum. Langflesta barna- leiki hafa börnin fundið upp sjálf eða þau líkja í leik eftir athöfn- um fullorðinna. Leikur er sérstæð athöfn að því leyti, að hann stefnir ekki að neinu markmiði utan sjálfs sín. Bamið leikur hann einungis vegna þeirr- ar ánægju, sem hann veitir því. Samt er leikur engan veginn á- reynslulaus, enda sækjast heil- brigð börn sífellt eftir vandasam- ari og áreynslumeiri leikjum. Það er skemmtilegt að athuga, hvern- ig barnið finnur sjálft upp brögð til þess að gera leikinn torveld- ari. Ljósasta dæmið úr leikjum barna hér á landi er boltaleikur, fólginn í því, að barnið kastar boltum á vegg og grípur þá í fall- inu, hvern á fætur öðrum, svo að fjórir boltar geta verið á ferð- inni í senn. Til þess þarf geysi- mikillar leikni, en samt flétta fimar telpur þrautir inn I leikinn til þess að gera hann vandasam- ari. Gleði barnsins er ekki sízt í því fólgin að sigrast á þeim erfið- ieikum, sem leikurinn hefir að bjóða. Til þess þarf ekki' aðeins líkamlegrar leikni, heldur hnit- miðaðrar einbeitingar athyglinn- ar. Telpan, sem hefir fjóra bolta á lofti, beitir ekki fyrst og fremst höndunum, hver taug í líkama hennar vinnur með að hinum snöggu fjaðurmögnuðu hreyfing- um og athyglin hvarflar ekki andartak frá stigmáli fljúgandi boltanna. ímyndunaraflið í leik. Robert Louis Stevenson nefnir skemmtilegt dæmi úr eigin lífi um það, hvernig barn getur heill- azt svo af ímyndun sinni, að það sé dögum og vikum saman ófært til að fást við hversdagslegustu hluti, nema að sveipa þá ævintýra- ljóma hugmyndaflugsins. Barnið lætur þá ekki viðburði daglegs lífs í raunheimi slíta þráð hug- myndaflugsins, heldur tekur hann alltaf upp á ný, þegar tækifærin bjóðast. Stevenson segir svo frá: „Mesta æsing, sem ég hefi nokkru sinni komizt í undir borð- um, átti sér stað yfir soðhlaupi. Það var furðulegt og ótrúlegt . . . en mér fannst sultan vera að nokkru leyti hol, og ég vissi, að fyrr eða síðar myndi gaffallinn ljúka upp hinum leyndardóms- fullu fylgsnum gullna stapans. Þar myndu birtast örsmáir rauð- skeggjaðir dvergar, sem höfðu lengi þráð þessa lausnarstund. Og f jársjóðir þjófanna f jörutíu myndu einnig kom í ljós, og hinn tryllti Kassim, lemjandi veggi Hnit- bjarga með blóðugum hnúunum. Og þannig hélt ég áfram, titrandi af eftirvæntingu og með öndina í hálsinum. Þið getið skilið, að ég hafði ekki mikla lyst á soðhlaup- inu. Og þó að mér þætti í raun- inni betra að hafa sósu út á, þá neitaði ég mér oft um hana, af þvi að hún gerði hlaupið ógagn- sætt.“ Ætli margur lesandi kannist ekki við þetta? Höfum við ekki leyft ímyndimarafli okkar að spinna heil ævintýri út úr súðar- kvistum gömlu baðstofunnar og að fylla kletta, dranga, stapa, hóla og heila ýmsum kynjaver- um? Höfum við ekki í leikjum okkar lifað í ímynduðum heimi, sem við fundum ávallt á ný, þó að raunveruleikinn svipti okkur endrum og eins út úr honum? Og ef við hugleiðum vel, hvaða mynd- ir ímyndunarafl okkar seiddi fram, túlka þær þá ekki ávallt að einhverju leyti sálarástand sjálfra okkar? Mér er minnisstæð lítil stúlka, sem sagði mér oft frá beztu vin- stúlku sinni, henni önnu. Anna átti svo undurgott: pabbi hennar var alltaf heima, hún átti ógn af fínum fötum, leikföngum og sæl- gæti. Þó bar af öllu, hversu marg- ar vinstúlkur hún átti. Að þeim snerist talið einkum eftir að vin- stúlka mín fór í afmælisboð til önnu. Svo varð sviplegt slys: Anna datt í bískapollinn og drukknaði. Vinkonan mín litla var bæði skelfd og hrygg, þegar hún sagði mér frá dauða önnu. Líklega hefði ég aldrei komizt að því, hver Anna var, ef vinstúlka mín hefði ekki farið að leika sér við hana aftur, nokkrum dögum eftir slysið við bískapollinn. Þá fyrst rann það upp fyrir mér, að hin vinsæla Anna, sem hafði vin- stúlku á hverjum fingri og fékk alltaf að hafa pabba sinn heima hjá sér, var ekki annað en ósk- mynd telpunnar. Allt, sem vin- stúlku mína skorti, hafði Anna í allsnægtum. En þegar pabbi hennar fór að helga henni fleiri tómstundir og hún hafði eignazt vinstúlkur, gleymdist Anna og hvarf, þó að hún drukknaði að vísu ekki aftur í bískapollinum. Þroskagildi leiksins. Dýr af lægstu tegundum leika sér ekki, enda eiga þau ekkert æskuskeið. Vægðarlaus lifsbarátt- an hefst án tafar. Ærið dýr eiga sér aftur á móti nokkurt æsku- skeið, og ungviðið leikur sér, en leikir dýra eru hnitmiðuð æfing þeirra hæfileika, sem lífsbarátta tegundarinnar krefst. Þar ræður blind eðlishvötin; frjálst leikandi hugarflug kemur þar ekki fram. En mannsbarnið á sér langt leik- skeið og í leikjum þess samþætt- ast raunskilningur og hugarflug. Leikandi barn þjálfar með sér margvíslega hæfileika, sem því koma síðar að notum. Hin langa bernska mannsins veitir tóm til þess, hún er öryggisráðstöfun náttúrunnar fyrir vaxandi þroska manna i menningarsamfélagi. Því að lífsbarátta manns er ekki ein- skorðuð við æti og tímgun, eins og hjá dýrinu. Maðurinn glímir við hverja ráðgátu, sem hann kemur auga á, leyndustu hrær- ingar eigin sálar og lögmál efnis og alheims. Að sama skapi eru leikir hans óendanlega fjölþættir. Börn leika sér að öllu, sem þeim hugkvæmist, og þannig öðlast andlegir og líkamlegir kraftar þjálfun og stælingu. Ef barn skort- ir hugkvæmni, eirð og ákafa í leik, er það merki um alvarlega truflun og jafnvel vöntun í þróim þess. Barn, sem sífellt hvarflar frá einu til annars og getur ekki sökkt sér svo niður í leikinn, að það gleymi stund og stað, er ekki vænlegt til mikilla afreka síðar, hvorki í námi né starfi. 6 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.