Vikan


Vikan - 07.05.1959, Qupperneq 8

Vikan - 07.05.1959, Qupperneq 8
MORÐVEFUR ' t . Ný stutt og spennandi framhaldssaga . Ég stóð og leit niður á gamla vin minn. Ég hallaði mér áfram og þefaði af honum. Nú, að er viðist ódrukkinn, hugsaði ég feginn. Eg þef- aði aftur, til þess að fullvissa mig. 1 sama bili opnaði Parnell annað augað. „Þú ættir að skammast þín, kunningi," rumdi hann, „að þefa og njósna um gamlan sómakarl, rétt meðan hann fær sér blund.“ Hann stóð með erfiðismunum á fætur. „Hvar í andskotanum varstu ? Ég var að gefast upp. Segðu mér það frá upphafi til enda. Ég iða í skinninu.“ Ég opnaði skrifstofuna mína og fór á eftir gamla manninum inn. Síðan sagði ég honum allt sem ég vissi um málið til þessa. „Jæja, Parnell,“ sagði ég loks, „hvað segir saksóknarinn ? Á hann nokkra von? Láttu mig heyra það.“ „Auðvitað er von,“ byrjaði hann hranalega. Hann ræskti sig. „Þú ert fær í þinni grein, og það veiztu sjálfur.“ Hann hristi höfuðið. „Merki- legt mál, drengur minn, merkilegt mál,“ sagði hann hugsi. „Ég —- ég vildi bara óska, að ég ætti að taka það að mér.“ Hann andvarpaði. „Það eru mörg ár, síðan mig hefur langað til þess að taka að mér mál." Þessu hafði ég verið að biða eftir. „Þú tekur það að þér,“ sagði ég lágt. „Sem ég er lifandi maður. Þú þarft ekki annað en að samþykkja. Jæja?“ Það ríkti þögn á skrifstofunni. Parnell sat grafkyrr, og mér datt í fyrstu í hug, að hann hefði fengið sér annan blund. Ég hallaði mér nær honum og sá, að augun í honum voru opin. „Ég geri það, Paul,“ sagði hann, „en með einu skilyrði." , „Hvað er það, Parn?“ „Að Parnell McCarthy komi aldrei opinberlega nálægt málinu. Ég er ekki beint upplífgandi, rauðnefjaður drykkjusvoli." Ég sá, að hann hafði rétt fyrir sér. Svo að ég féllst á þetta. Og síðan tók ég að skýra fyrir hon- um allan gang málsins. Ég sá, að Parnesll McCarthy hafði rétt fyrir sér. Það var ekki sjón að sjá hann, og mannorð hans var ekki upp á marga fiska. Ég féllst á tilboð hans. Síðan lét ég strax hendur standa fram úr ermum, og bað hann um að benda mér á veiku hliðar málsins. „Ef ég væri saksóknari, drangur minn,“ sagði hann, „myndi ég staglast endalaust á þessarrd spurningu: Ef Manion tók byssuna og fór á bar- inn hans Barney Quill einungis til þess að drepa hann, til hvers fór hann þá þangað? Hvernig ætlar þú, -— jafnvel þótt þú sért fullur af alls kyns afsökunum, — að komast hjá þvi að svara þessari spurningu?" „Haltu áfram, Parn,“ sagði ég. „Þetta er ekki allt og suma. Þú skalt láta mig fá það óvþegið, og ég skal reyna að verjast eftir bzetu getu." „Já, þetta er ekki allt og suma,“ hélt Parnell áfram hugsi. „Til þess að koma í veg fyrir að þú gætir borið við geðveilu, myndi ég staglast á þeirri staðreynd, að þegar Manion hafði skotið Quill, hótaði hann að skjóta barþjóninn, sem elti hann út úr barstofunni, og þegar hann kom að íbúð- arvagninum, gaf hann sig fram við lögregluna og sagði þessi mikulvægu orð: „Ég skaut Barney Quill.“ „Með öðrum orðum: „Taktu mig til fanga, herra lögreglumaður, hlutverki mínu er lokið: ég fór til þess að drepa Barney Quill, og það veit sá sem allt veit, að nú er hann dauður." Er þetta verknaður geðbilaðs manns? Manns sem ekki vissi, hvað hann var að gera?“ Það sýndi sig, að það var margt að varast. Og Parnell lét mig heyra það miskunnarlaust. „Þetta er rétt, Parn,“ sagði ég loks. „Þetta eru veiku hliðar málsins. Og ég ætla mér ekki þá dul að reyna að svara þessum spurningum núna. Það þarf margt að varast. Fyrst ætla ég að aka á morgun til Thunder Bay og sjá mig um. Viltu koma með?“ „Auðvitað vil ég það. Ég hef verið að bíða eftir því, að þú spyrðir mig um þetta. Hvenær förum við?“ Parnell vildi „samlagast umhverfinu" eins og hann orðaði það, svo að ég skildi hann eftir á fyrstu kránni, sem við rákumst á í Thunder Bay, síðan fór ég sjálfur á hótelbarinn, þar sem Barney Quill hafði verið skotinn. Hrá bjórlyktin innan úr loftlausri bjórstofunni stakk mig í nasirnar. Stofan var stór og gólfið fullt af borðum og stólum, nema hvað fyrir miðju var afgirt svæði þar sem dansað var. Ég tók eftir kúluspilinu hennar Lauru Manion í einu hoi-ninu. mér á vinstri hönd, milli píanós og skærlitaðs piötuspilara. Bak við barborðið stóð lítill maður, dökkur yfirlitum með hvita svuntu. Hann stóð grafkyrr, hélt á glasi og klút í hendinni og starði á mig forvitnislega. „Sælir,“ sagði ég og gekk til hans. „Ég heiti Paul Biegler. Lögfræðingur Manions undirfor- ingja.“ Hann forðaðist að líta í augu mér, og fægði glasið af miklum ákafa. „Hvað get ég gert fyrir yður, Biegler? Ég heiti Paquette, barþjónn." „Nú,“ sagði ég brosandi, „þegar ég er búinn að fá gosdrykk — þér ráðði tegundinni — þá gætuð þé ef til vill sagt mér, hvort þér voruð viðstaddur, þegar Quill var skotinn." Gosdrykkurinn ásamt glasi var um leið kom- inn á borðði fyrir framan mig; tekið við pening- ununi, og um leið var hann aftur önnum kafinn við að fægja annað glas. „Ég var viðstaddur," sagði hann rólegur. „Eins og stóð í blöðunum." „Við gætum ef til vill talað um það sem gerð- ist,“ sagði ég. „Ef til vill,“ sagði hann og bar glasið upp að ljósinu. „Ef til vill ekki. Hvað viljið þér vita?“ „Ja, i fyrsta lagi, Barney og Manny — ég á við Manion undirforingja — hvar stóuð þér, þeg- ar skotunum var hleypt af?“ „Ég sá ekki, þegar skotunum var hleypt af.“ Þetta hafði verið óljóst í dagblöðunum. „Hvar voruð þér?“ spurði ég. „Ég stóð úti á gólfi og var að tala við við- skiptavini við eitt borðið. Við höfðu verið mjög önnum kafnir þetta kvöld, og Quill hafði tekið við af mér, svo að ég gæti hvílt mig. Hann var alltaf hugsunarsamur þannig. Mennirnir voru að smátínast út.“ „Alltaf hugsunarsamur, hann Quill,“ hugsaði ég með sjálfum mér, síðan datt mér skyndilega dálítið í hug. Barþjónninn þreytti sagðist hafa staðið úti á gólfinu. Vesalings þreytti barþjónn- inn hafði staðið úti á gólfinu og verið að tala við viðskiptavini, eftir að húsbóndinn hugsunarsami hafði tekið við af honum, til þess að hann gæti hvílt sig. Ég gafst ekki upp að svo búnu. „Hvar sátu þessir viðskiptavinir ?“ „Við eitt borðið." „Auðvitað. En hvar? Við kúlusvilið? Stigann? Píanóið?" Ég þagnaði. Skyndilega þótfcist ég viss um, að þar höfðu þeir setið. „Eða var borðið við útidyrnar þarna?" „Já,“ tautaði hann. Ef einhver hefði staðið við gluggann eða dyrn- ar, hugsaði ég með sjálfum mér, hlaut hann að hafa séð greinilega alla þá, sem inn komu. Alla, til dæmis Manion undirforingja. Ég velti fyrir mér næstu spurningu. „Hve lengi hafði Quill unnið fyrir yður við barinn?" „Allt að því klukkustund . . .“ Svo að vesalings barþjónninn, dauðþreyttur, hafði orðið að standa á verði við dyrnar í næst- um klukkustund, meðan Quill hafði falið sig bak við borborðið. „Og hvenær tók hann við af yður?“ „Um miðnætti, geri ég ráð fyrir." „Og hvenær var hann skotinn?" 8 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.