Vikan


Vikan - 07.05.1959, Side 10

Vikan - 07.05.1959, Side 10
 Myndin að neðan til hœgri er af dönsku eldhúsi, sem hinn heimskunni danski arkitekt Arne Jacobsen hefur teiknað. Hér er um að rœða „opið plan“, það er að segja, eldhúsið er ekki aðskilið með vegg, heldur af- markast það fyrst. og fremst af skápunum, sem „hanga“ niður úr loft- inu og borðinu þar undir. Einstaklega léttur svipur er yfir eldhúsinu og gluggarnir stórir. Matarborðið er aðeins þunn plata á málmfótum, byggt út frá skáp við vegginn. Borðkrókurinn er aðskilinn með A föstum bekk, sem nær út á gólfið. T Athyglisverð og einföid iausn.... | Hér er amerísk lausn á vandamálinu. Það er einskonar bar-borð, sem byggt er út á gólfið. Hæðin er hin sama og á vinnuborðunum. Yfir borð- inu er bollaskápur með renni- hurðum úr gleri. Slíkt smáborð í eldhúsi er mjög hentugt t. d. þegar börnin koma inn og eru svöng. Það nægir einnig fyrir litla fjölskyldu. BORÐAÐ í ELDHÚSINU Skipulag eldhússins hefur lengi verið vandamál. Einn þáttur í því vandamáli er, hvort rétt sé að borða í eldhúsinu sjálfu, eða í aðskilinni borðstofu. Á síðari tímum hefur það sjónarmið átt vaxandi fylgi að fagna, að hafa borðkrók i eldhúsinu og neyta þar daglegra máltíða, en hafa hinsvegar gott borð í stofu eða borðstofu, sem hægt er að nota, þegar gesti ber að garði eða á hátíðum og tyllidögum. I þessu sambandi ber að hafa þá staðreynd í huga, að eldhús I nýjum íbúðum eru nú svo vönduð að frágangi að ekki þarf að borða annarsstaðar vegna þess. Fyrir liúsmóðurina er það ólíkt hægara að bera á borð í eldhúsinu, seilingarlengd eða svo, heldur en að bera mat og áhöid í annað herbergl. Þegar borðkrókur er hafður í eldhúsi, er algengast að skipta eldhúsinu eins og hér er sýnt. Eldhúsborðið nær fram á gólfið og skilur borðkrókinn að. 1 honum er annaðhvort laust borð eins og hér sézt, eða byggt út frá vegg. Yfir borðinu, sem gengur út á gólfið er gjaman skáp- ur með rennihurðum til þess að nota plássið og leggja frekari áherzlu á skiptinguna. Takið eftir, að eldavélin er í borðinu og vel staðsett, en kæliskápurinn er nokkuð langt frá matar- borðinu. Skemmtilega útfærður borðkrókur úr þýzku eldhúsi. Borðplatan er byggð út úr skáp, sem stendur undir glugga. Málm- grind heldur borðplötunni uppi. Mjög léttur og listrænn svipur á heildarmynd- inni. Sýnishorn úr þýzku eldhúsi. Það er mjög svipuð lausn og í því ameríska efst til vinstri. Einskon- ar bar-borð er sett utan á skáp, sen nær út á gólfið. Fjórir geta borðað við þetta borð í einu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.