Vikan


Vikan - 14.05.1959, Page 3

Vikan - 14.05.1959, Page 3
VIKAI Ctgefandi: VIKAN H.F. Blaðstjóm: Hilmar A. Kristjánsson (ábm.) Jónas Jónasson Bragi Kristjónsson Ásbjörn Magnússon (auglýsingast j óri) Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson VerS í lausasölu kr. 10,00. Áskriftarverð kr. 216,00 fyrir hálft árið. Greiðist fyrir- fram. Ritstjóm og auglýsingar: Tjarnargata 4. Simi 15004, pósthólf 149. Afgreiðsla, dreifing: Blaðadreifing h.f., Miklubraut 15. Sími 15017. Prentað I Steindórsprent h.f. Kápuprentun í Prentsmiðjunni Eddu h.f. Myndamót gerð i Myndamótum h.f., Hverfisgötu 50 PÓSTURINN „®g á von á barni með strák.“ Elsku bezta Vika. Ég er í hreinustu vandræð- nm. Það stendur nefnilega þannig á, að ég á von á barni með strák, sem er giftur beztu vinkonu minni. Þau eiga eitt barn og eru búin að vera gift í tvö ár. Hvorki ég né strákurinn vitum hvað vði eigum að gera, og hann vill ekki segja vin- konu minn ifrá þessu, því að hún er ógurlega til- finninganæm. Þú hefur nú gefið svo mörgum góð ráð, blessuð reyndu að hjálpa mér. Með fyrirfram þökkum. Niðurbrotin. SVAR: Fœddu barn þitt og láttu ungu hjóna- kornin i friði og sýndu sjálfri þér og lieiminum að þií sért nógu stó persónuleiki til þess að standa augliti til auglits við þetta vandamál. Þegar barn- ið er fœtt, skaltu láta strákinn skrifa mér, og ég :skal reyna að ráðleggja honum. Stattu þig nú! Loftskeyti. Kæri Póstur. Viltu gefa mér upplýsingar um Loftskeytaskólann, svo sem hvaða próf maður þarf að hafa til þess að komast í hann, hvaða fög eru lærð í honum, og hvort stelpur megi ekki ganga i hann? Áhugasöm. SVAR: Til þess að komast í Loftskeytaskólann þarf gagnfœðapróf og einnig er nauðsynlegt að þreyta inntökupróf, sem aðallega er fólgið í .stœrðfrœði (m. a. álgebru) og ensku. Skólinn stendur 18 mán., tvo vetur, og er þá gengist undir lokapróf. Oreinamar, sem lœrðar eru, eru fyrst .og fremst rafmagnsfræði, mors og radíótœkni. Seinni veturinn er lítillega lœrð enska, landa- Jrœði og eitthvað er sund stundað. Nánari upp- lýsingar mudir þú geta fengið hjá Einari Páls- syni, skrifstofustjóra Landsímans eða Sigurði Þorkelssyni yfirverkfrœðingi, en hann starfar einnig hjá Landssímanum. Núna eru þrjár stúlk- ur i skólanum, og þess má líka geta til gamans að Hjördís Sævar, sú sem sá um þátt unga fólks- ins með Hauki Haukssyni, hefur um þessar mund- ir unnið sem loftskeytamaður um borð i togar- anum Þorsteini Ingólfssyni. Fertug og gift. Kæri Póstur. Ég leita til þín, af því að ég veit að þú hefur gefið mörgum góð ráð. Ég er rúm- lega fertug og gift manni, sem er tuttugu árum eldri en ég. Við búum í sveit og mér leiðist hérna stundum hræðilega mikið, þetta er svo tómlegt líf og alls ekki spennandi. Ég skrifast á við mann (og það get ég nú þakkað þér) en hann er yngri en ég, og við erum orðin hrifin hvort af öðru gegnum bréfin. Heldurðu nú ekki, að þú gætir gefið mér einhver ráð? Með fyrir fram þökk, „Leið á lífinu“. SVAR: Augljóst er að þú ert að fiska eftir ákveönum ráðleggingum, sem þú þó veizt að hafa ekki við nein rök að styðjast. Tómleikinn kemur innan frá, og þótt þú sért enn ung, hefur þú ekkert við „spennu“ að gera. Vorið kemur áreiðanlega með ánœgju i sveitina þína og gríptu hana þegar hún kemur. Haltu áfram að skrifast á við unga manninn. Hvar er nýji ritstjórinn? Vika góð. Ég hef heyrt að þú sért að fá nýj- an ritstjóra. Hver er það og hvenær kemur hann ? SVAR: Eg má ekki segja það; en það kemur bráðlega í Ijós. Á ég að kæra? Kæri Póstur. Ég lenti hérna i smá vandræðum um daginn. Við vorum að skemmta okkur nokkrir ,,gæar“ og fórum á ball í........og fjandans dyravörð- urinn þar fleygði mér út. Þetta var helv .... svín- arí því að ég var rétt í kippnum og margir inni, sem voru miklu fyllri. Ég reif auðvitað kjaft frammí gangi en þá sparkaði helv.... í mig, lamdi mig og lét mig fjúka út. Mér finnst þetta jöf . . . hart og vildi helzt gera eitthvað í þessu. Hvað finst þér um það. Ætti ég að kæra þetta til „löggunnar“? „XCVP“ SVAE: Láttu lögregluna l friði með þetta og gleymdu þvi. Eins og sakir standa nú í dyra- vörzlumálum sumra veitingahúsa í boenum er eina óbrigðula ráðið, sem við getum gefið að fara áldrei upp fyrir „rétt i kippnum“ og rífa aldrei kjaft við dyraverði. Annars skaltu minn- ast þess, að það er oft erfitt starf að vera dyra- vörður, sérstaklega i.... Jón Sæti. Kæra Vika. Ég kom inn í búð í bænum um daginn og þurfti að vrezla þar. Það var ein stúlka til að afgreiða, og hún var að tala í símann, þegar ég kom inn. Mér heyrðist hún vera að tala við einhverja vinkonu sína um einhvern „agalega sætan“ Jón, annars lagði ég ekki sérstaklega við hlustitmar, og þegar hún var búin að tala i 10 mínútur, vogaði ég mér að trufla hana og bað um afgreiðslu. Svarið, sem ég fékk, var hvrt ég sæi ekki, að hún (þ. e. stúlkan) væri upptekin. Auðvitað fór ég út, án þess að kaupa nokkuð. Finnst þér þetta ekki ósvifið? Húsmóðir. SVAR: Vitaskuld er þetta hreinn dónaskapur, og þú ættir að fara til eiganda verzlunarinnar og segja honum frá þessu. Því miður vill oft verða misbrestur á kurteisi og Upurð afgreiðslufólks, og sumt af því kemur fram, líkt og það vœri að gera kúnnanum greiða með því að afgreiða hann. Þetta verður einungis lagað með samvinnu verzl- unareiganda og viðskiptavina. Sjö sögur. Kæra Vika. Getur þú ekki gefið mér upplýsingar, hvar .hægt sé að fá bókina Sjö Sögur eftir Steingrím Sig- urðsson? Stóð ekki til að AB gæfi hana út? SVAR? Reyndu að skrifa til Steingríms sjálfs. Þú getur stílað bréfið til Menntaskólans á Akur- eyri. Jú, AB œtlaði að gefa bókina út, en vegna ósamkomúlags við höfund varð ekki af þvi. I’EN!M/\VI!\1IK Birting á nafni, aldri og heimilisf. kostar 10 kr. Geirmundur Valtýsson, Geirmundarstöðum, Sæmundarhlíð, Skagafirði, við pilta og stúlkur 14—16 ára (mynd fylgi). Sigurður Egilsson, Minni-Vogum, Vatnsleysuströnd, Gullbringusýslu, við stúlkur 12—14 ára. Brandur Sveinsson, Barmi, Vogum, Vatnsleysuströnd, við stúlkur 12—14 ára. Jóhanna Jóhannsdóttri, Faxastig 11, Vestmanna- eyjum, við pilta 16—18 ára. Matta Friðriksdóttir, Hvítabandinu, Reykjavík, við pilta 18—26 ára. Ásta Gísladóttir, Skáleyjum, pr. Flatey, Breiða- firði, við pilta 18—26 ára. Nick Cziklin, c/o 75 Balsam St. N., Timmins, Ontario, Canada. Vill gjarna skrifast á vði íslenzkar stúlkur 18— 25 ára go ksrifar á ensku. Halldóra Ingjaldsdótt- ir og Erla Sigurþórsdóttir, Stokkseyri, Árnessýslu, við pilta 15—19 ára. AÐ LOKNU PROFI / skólaborginni Reykjavtk er þessa dagana í mörgum fjölskyld- um beðið úrslita fullnaðarprófsins og þess fagnaðar er hið unga skólafólk leggur námsárin að baki. Fjölmargar fjölskyldur minnast þessara tímamóta með fagurri minjagjöf árnaðaróskum sínum til staðfestingar að lokinni prófþrautinni. Listsmí'öi i gulli, silfri og dýrum steinum hefir mn aldir þótt til þess kjörið, að bera óskir og árnaðarorð vina og ætt- ingja milli og varðveita um ókomin ár minningu um sigra og fagnaðarstundir. Viö bjóöum yöur að líta á safn okkar af slenzku listsmíði og von- um að þér getið þar fundið grip við hæfi hins merka til- efnis. Um leði viljum vði beina athygli yðar að hinum fjöl- breyttu litum í steinum, kóröUum, fílábeini, emalje og nieUo sem nú auökenna smíöi okkar. uön S.qnuinílsson Short^rípaverzlun skartgripaverzlun Hlutafélag „Fagur gripur er œ til yndis tí VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.