Vikan - 14.05.1959, Page 7
SUMARDVÖL í
Tilhlökkun og söknuður.
Nonni er farinn að hlakka til
sveitarinnar. Á kvöldin, þegar
mamma er að baða hann og dunda
við að snyrta neglur hans og
bursta tennur hans, talar hann
varla um annað en kúarekstur og
flórmokstur, enda e'r það sá starfi,
sem hann er ráðinn til í sumar.
Auk þess gerir hann sér vonir um
að fá að stjórna dráttarvélinni,
því að hann er orðinn 9 ára. 1
fyrra fékk hann varla að snerta
hana, þó að hann kynni vel að
setja hana í gang. En þá var hann
nú bara 8 ára. Og eftir að Siggi
frændi hans varð fyrir því óhappi
að missa 4 fingur af hægri hendi,
var Nonna harðbannað að snerta
vélar. Hann sá ekkert réttlæti í
því. Aldrei myndi hann fara að
leika sér að því að hanga i talí-
unni, sem heyhlassið var dregið
með inn í hlöðuna. Siggi var tveim
árum yngri og gerði þetta af ó-
vitaskap. Hann hékk á virnum og
lét berast með honum eftir endi-
langri hlöðunni, sleppti sér svo
rétt við blökkina og lét sig falla
niður í mjúkt, anganda heyið. En
svo vildi það til einu sinni, að
Siggi gleymdi að sleppa og vissi
ekki fyrri til en hægri hönd hans
lenti í blökkinni og fingurnir
kubbuðust af.
Mamma var rétt að ljúka ein-
hverju kitlandi nostri við tærnar
á Nonna. Þá kemur sagan, sem
hún var vön að lesa fyrir hann.
Til þeirrar stundar hlakkar hann
alltaf. Reyndar les nú mamma
ekki sögu á hverju kvöldi, stund-
um fer hún einfaldlega að masa
við hann, segja honum frá eða
hlusta á frásagnir hans. Það er
yndælt að finna, hvernig værðin
seitlar inn í þreyttan likamann,
meðan mamma situr við rúm-
stokkinn og hlustar með athygli á
frásagnir hans. Eða þegar hún
segir honum frá telpu og dreng,
sem áttu bú sunnan undir Strýtu-
steini uppi í Háabæli. Hann fær
kökk í hálsinn, þegar hann hugsar
um þessai- hljóðlátu samveru-
stundir. Skyldu leiðindin í sveit-
inni fyrsta sumarið hafa sprottið
að því, að hann saknaði þessara
stunda með mömmu ? Hann hefir
sjaldan orð á þessu, en sjálfur
gleymir hann því aldrei. — Hann
fór mjög snemma í sveitina þetta
vor, þvi að pabbi hans sagði, að
hann yrði að sjá, þegar lömbin
fæddust. Svo ætluðu þau mamma
líka til útlanda. En rétt eftir að
hann kom í sveitina, skall á norð-
an hríð, og þegar henni létti,
héldust kuldaþræsingar. Honum
brá við kuldann, heima var alltaf
hlýtt, en i sveitinni var hætt að
hita upp, svo að alltaf var kalt
inni. Hann kvaldist af þrálátum
hósta. Þá grét hann stundum á
kvöldin og vissi þó ekki, af hverju
hann var að gráta. Kaldir dag-
arnir urðu langir og eyðilegir,
hann gat fátt aðhafzt og naut
þess ekki eins og hann hafði búizt
við að fara óþveginn í rúmið á
kvöldin.
Þegnskylduvinna sveitakonunnar.
Samt var sveitin óviðjafnanleg.
Þar var allt svo miklu betra en
heima. Þegar hann færi i sveit-
ina, var t. d. lokið stríðinu, sem
hann stóð sífellt í við mömmu,
að fá að leika sér úti eftir kvöld-
mat. Mamma var honum eftirlát
um margt, það mátti hún eiga, en
í þessari deilu lét hún ekki undan,
heldur stakk honum í bólið rétt
eftir kvöldmat, þó að hún sæi vel,
að aðrir krakkar fengu að vera
úti. Þá er hún Jóna í sveitinni
betri. Hún er ekkert að reka hann
til að hátta á undan hinu fólkinu.
Hann fær að vaka eins lengi og
hann vill. Hún hefir heldur eng-
an tíma til að eltast við hann og
sinna honum, þvi að það er allt-
af svo mikið að gera í sveitinni.
Aldrei hefir hann getað skilið,
hvernig á því stendur, að Jóna
skuli taka börn af kaupstaðar-
fólkinu. Hún hefir alltaf svo mik-
ið að gera. Hún mjólkar kýrnar
með Bjarna og Geira, þessar 23,
sem hann á að reka í sumar, hún
býr til matinn, hún þvær og
skrubbar, saumar og stoppar, og
svo verður hún auðvitað að
SVEIT
hjálpa til við heyið. Hún fer allt-
af síðust að hátta á kvöldin og
fyrst á fætur á morgnana. Bjarni
segir lika, að hún hafi alveg nóg
að gera, þó að hún væri ekki að
bæta á sig þessum kaupstaðar-
gríslingum. Hann segir að kaup-
staðafólkið sé ekki of gott til þess
að ala börnin sin upp sjálft. Það
sé bara af leti, að það vilji losna
við börnin sín og koma þeim á
sveitafólkið, strax og fer að vora.
Eins og fóstrið er þá líka þakk-
að. Þeim bregði nú líklega við,
sumum hverjum, sem komi úr
ríkmannlegum húsakynnum, þar
sem ein stofa sé stærri en allt
húsið hans, og öll hugsanleg þæg-
indi fyrir hendi. En kaupstaðar-
fólkið sé bara farið að lifa fyrir
þægindin, segir Bjarni, þess vegna
vilji það koma börnunum af sér.
Það líti á sveitina eins og kar-
læga ömmu, sem geri ekkert til
gagns lengur, en geti vel dvalið
fyrir ungum börnum, þegar for-
eldrarnir þurfi að losna við þau.
Þetta hefir Bjarni oft sagt, en
Jóna vill ekki heyra það. Hvað
ætti blessað fólkið svo sem að
gera við börnin? Hafa þau á ryk-
ugum götunum allt sumarið? jEða
þá mórallinn, sem kvað vera hjá
þessum krökkum í bæjunum! Ætli
því sé ekki orðið mál á að losna
við þau, blessuðu, þegar þau hafa
lokiö skólanáminu?
Af hverju liættir skólinn?
,,Af hverju hættir skólinn,
mamma?“
Nonni litli hafði varla tekið eft-
ir því, að huglelðingar hans sner-
ust smám saman upp í samtal við
móðurina.
roreldrum og öðrum er vel-
komið að skrifa þættinum og
leita úriausnar á þeim vanda-
máium er þeir kunna að stríða
\ið. Ilöfundur þáttarins mun
ieitast við að leysa vandræði
allra er til hans leita.
Öll bréf sem þættinum eru
send skulu stfluð til Vik-
unnar, pósthólf 149. Umslagið
merkt: „Foreldraþáttur".
„Af hverju hættir skólinn, barn.
Þú veizt, að skólinn hættir alltaf
á vorin, svo að börnin geti komizt
í sveitina."
„Það komast ekki nærri öll
börn I sveit,“ fullyrðir Nonni með
spekingssvip. „Börnin í skólunum
eru svo mörg; ekki getur sveita-
fólkið tekið við þeim öllum. Það
segir Bjarni."
Svona var Nonni. Það er varla
til sú fjarstæða, sem honum gæti
ekki dottið í hug, þó að hann sé
svona skynugur í aðra röndina.
Eins og skólinn verði ekki alltaf
að liætta á vorin? Ekki geta
blessuð börnin lært að sumrinu!
Ætli það sé ekki þannig hjá flest-
um menningarþjóðum ? Og þá
fara börnin auðvitað í sveitina.
Það hefir nú líka mörgu verið
létt af sveitakonunni. Ekki þarf
hún að skilja, strokka eða hleypa
skyr, eins og áður var gert. Hún
fær þetta allt sent frá mjólkur-
búinu. Þá ætti hún nú að geta
rýmt svolítið til fyrir sumardval-
arbörnunum. En það kann samt
að vera rétt, sem Nonni segir, að
ekki komizt nærri öll skólabörn
í sveitina. Vesalings mæður, sem
ekki geta komið börnum sínum í
sveit. Hugsa sér, að hafa þau
heima allt sumarið.
„Það getur vel verið, Nonni
minn, en þá eru foreldrar ekki
nógu snemma í tíðinni með að
koma barninu fyrir. Þegar Rósa
og Ebbi voru lítil, þurfti ég aldrei
að biðja fyrir þau fyrr en með
vorinu. Svo þegar Ebbi komst í
hraðfrystihúsið, fékkst þú plássið
hans í sveitinni. Annars þarf fólk
núna að panta fyrir jól.“
Nonni heyrði þetta ekki. Hann
hafði sofnað vært meðan á sam-
talinu stóð. Mamma hans hafði
breytt handklæði yfir drifhvítt
koddaverið, af þvi að hár Nonna
var enn þá rakt eftir baðið.
Klukkan í borðstofunni sló hálf-
níu.
En mamma sat hugsi nokkra
stund enn hjá sofandi drengnum.
Undarlegt, hvað honum getur
dottið í hug. Hversvegna hættir
skólinn á vorin? Auðvitað kemst
aðeins lítill hluti skólabarna í
sveit, jafnvel þótt allir panti fyr-
ir jól. Ástæðan, sem hún sagði
Nonna, hlaut því að vera röng.
Kannske er til fólk, sem heldur
vildi hafa börn sín í skóla 10
mánuði á ári en að vita þau velkj-
ast umsjárlítil 4 mánuði ársins á
götunni. En hvers vegna legst
skólinn þá niður í heila 4 mánuði ?
S P A l G
Einu sinni var maður einn búinn að vera far-
þegi með gufuskipi í 10 daga. Þegar hann fór,.
var honum fenginn matarreikningurinn, og. um
leið benti brytinn honum á, að á reikninginn væru
ekki skrifaðir drykkjupeningar til þjónanna.
„Það er ósköp eðlilegt," sagði maðurinn; „ég
hefi heldur ekki étið neinn þeirra.“
o-----o
Rík og stórættuð kona sá einu sinni að haust-
lagi bónda einn vera að aka korni í hlöðu, og
það á sunnudegi. Gengur hún til bóndans og
segir: „Vinur minn! Nú ertu að breyta gegn orð-
um heilagrar ritningar. Þar stendur, eins og þú
líklega veizt: „Sex daga skaltu verk þitt vinna,
en sjöunda daginn áttu að hafa fyrir hvíldardag.“
„Breytið þér sjálf eftir þessu?“ spurði bónd-
inn.
Konan horfði undrandi á hann og sagði: „Eg
vinn aldrei neitt á sunnudögum."
„Það veit ég ósköp vel," svaraði bóndinn; „en
ég hefi heldur aldrei séð yður gjöra handarvik
nokkurn hinna dagana."
VIKAN
7