Vikan


Vikan - 14.05.1959, Side 27

Vikan - 14.05.1959, Side 27
Gyðja miskunnseminnar Framhald af bls. 21. maðurinn, Wang að nafni. „Enginn annar gæti gert svo fagran hlut.“ „Já, ég keypti hann nýlega hjá Paoho,“ svaraði Chang Po og var hreykinn. Kanshien stendur við rætur hárra fjalla, og Chang Po varð yfir sig hrifinn af hinum tæra, bláa himni og hreina fjallalofti. Þau ákváðu að verða um kyrrt og opna nýtt verk- stæði. „En hlustaðu nú á mig í þetta sinn,“ sagði Meilan. „Þú skalt gera leimyndir. Það er hættuminna." Gegn vilja sínum hóf Chang að geira leirmyndir en sá starfi veitti honum enga fróun, og það kom fyrir aftur og aftur að hann muldi hin litlu leirlíkneski með fingrunum og stundi: „Þetta er reyndar ekki ann- að en aur! Hvers vegna skyldi ég gera þetta, þar sem ég get skorið jaði ?“ Dag nokkurn mætti hann Wang á götu, og sýndi Wang honum lítinn jaði-apa. „Þarna sérðu, hvað verið er að vinna á Paoha-verkstæðinu núna," sagði hann. Chang Po leit snöggvast á apann og hrópaði: „Þetta er léleg eftirlik- ing'.“ „Alveg rétt,“ sagði Wang. „Andlit apans er sviplaust. Þú skilur þessa hluti, en ég gleymi ekki fallega hund- inum, sem þú seldir mér. Geturðu selt mér fleiri?" „Ég skal sýna þér, hvernig ósvik- inn Paoho-api lítur úr,“ sagði Chang Po. Wang varð stórhrifinn af apanum, sem Chang sýndi honum og honum heppnaðist að fá Chang til að selja sér hann. Og á næstu ferð sinni til Nanchang sagði hann viðskiptamönn- um sínum frá þessum einstaka hand- verksmanni, sem hann hafði fundið hjá venjulegum leirmunasmið í Kan- shien og hætti við: „Það er merki- legt, að einmitt þessi maður skuli eiga svo dýrmæta listmuni." Nokkrum mánuðum síðar komu þrír hermenn til Kanshein að hand- taka Chang Po og dóttur umboðs- mannsins og færa þau til Peking. Rit- arinn frá skrifstofu umboðsmannsins var leiðsögumaður þeirra. Mennirnir höfðu fyrirskipanir um, að fara vel með fangana, og þegar Meilan bað um að fá að taka nokkra hluti með sér og barninu, létu þeir Chang og hana vera ein inn á verk- stæðinu, en biðu sjálfir fyrir utan. Skilnaðurinn var þeim þungbær. Chang Po kyssti konuna sina og barn- ið, en stökk síðan út um gluggann. Hann vissi vel, að þau sæjust aldrei aftur. „Ég mun alltaf elska þig,“ hvísl- aði Meilan á eftir honum. „Og lof- aðu mér, að snerta aldrei á jaði fram- ar.“ Chang Po leit einu sinni aftur til Meilan, þar sem hún stóð við glugg- ann og hafði lyft hægri hendinni í kveðjuskyni. Jafnskjótt sem hann var horfinn, tók hún saman föggur sínar og tal- aði við hermennina fyrir utan eins og ekkert hefði í skorizt. Meilan var flutt aftur heim og þar uppgötvaði hún, að móðir hennar var dáin, og faðir hennar var orðinn gam- all og lífsþreyttur maður, sem hvorki vildi fyrirgefa henni né manninum, sem hafði leitt svo mikla óhamingju yfir fjölskylduna. Árin liðu, án þess að nokkur heyrði nokkuð frá Chang Po. En dag nokk- urn kom landsstjórinn í Kanton til borgarinnar og hafði umboðsmaður- inn hádegisverðarboð honum til heið- urs. Um kvöldið sagði landsstjórinn frá því, að hann hefði meðferðis litla styttu af Gyðju Miskunnseminnar, sem jafnvel væri enn fegurri en sú, sem umboðsmaðurinn hefði gefið keisaradrottningunni. Þessi stytta skyldi einnig vera gjöf til hennar. Styttan var nú færð inn, tekin upp úr kassanum og sett á mitt borðið. Þögn sló á alla viðstadda. Þetta lista- verk, sem tjáði harm svo átakan- lega, var hið fegursta úr jaði, sem viðstaddir höfðu nokkru sinni séð. Þjónustustúlka flýtti sér út að sækja Meilan inn í stofuna og föln- aði, er hún leit listaverkið. „Hann hefir gert hana, þetta er hans verk,“ hvíslaði hún. „Hver er listamaðurinn," spurði einn gestanna. „Já, það er næstum undarlegast af því öllu," sagði landsstjórinn. „Ég komst í samband við hann af hreinni tilviljun fyrir tilverknað systurdóttur konu minnar. Hún ætlaði í brúðkaups- veizlu og hafði fengið armband konu minnar að láni. Það var forngripur og gert af tveimur drekum, sem vef ja sig hver utan um annan. Er annar þeirra brotnaði, varð hanni að vonum mjög hverft við, því að hún vissi, að ómögulegt myndi reynast að út- vega annan eins. Hún fór frá einum jaðismði til annars, en allt kom fyrir ekki. Hún spurðist fyrir um þetta í te- húsunum og hvar sem var, og einn góðan veðurdag kom til hennar mað- ur, sem sagðist vilja taka verkið að sér. Hann gerði eftirlíkingu, sem jafnvel var fegurri en frumsmíðin. Þess vegna sendi ég eftir honum, er ég heyrði, að keisaradrottningin vildi fá samstæðu við Gyðju Miskunnsem- innar. Hann virtist næstum óttasleg- inn, er hann kom, en þegar hann sá hinn ágæta jaðistein, sem ég hafði orðið mér úti um, sagði hann: „Ég skal taka að mér verkið með þeim skilyrðum, að þér greiðið ekkert fyrir verkið og ég fái fullkomlega frjáls- ar hendur.“ Fimm mánuðir liðu áður en ég fékk leyfi til þess að sjá styttuna, en mér varð orðfall, er ég sá það und- ur, sem hann hafði skapað. Hann var undarlegur náungi, því að hið eina, sem hann sagði, var: „Ég þakka yður, landsstjóri, þessi stytta er saga lífs míns'.“ Eftir það fór hann, og hefir enginn séð hann síðan." Gestirnir heyrðu óp úr næsta her- bergi, skerandi óp. Umboðsmaðurinn stóð upp og flýtti sér inn til Meilan, sem lá meðvitundarlaus á gólfinu. Einn vina fjölskyldunnar hvíslaði að landsstjóranum, sem skildi hvorki upp né niður í þessu: „Þetta er dóttir hússins. Hún er gyðjan! Listamaður- inn hlýtur að hafa verið eiginmaður hennar og elskhugi, Chang Po.“ Þegar Meilan kom tii sjálfrar sín aftur, gekk hún að borðinu og strauk höndum sínum mjúklega yfir iitlu styttuna eins og snertingin kæmi henni i samband við ástmann hennar. Og allir sáu, að jaðigyðjan og unga konan voru eins og sama mannver- an.“ „Þú skalt eiga styttuna, barnið mitt," sagði landsstjórinn. „Ég finn áreiðanlega aðra gjöf ha,nda keisara- drottningunni." Allt var gert til þess að finna Chang Po, en hann var gjörsamlega horfinn. Tveimur árum síðar dó litli sonur hans úr landfarsótt, sem þá geisaði. Meilan lét skera hár sitt og gekk í klaustur. Styttan var hið eina af eigum hennar, sem hún tók með sér. Hún lifði í klaustrinu í tuttugu ár, kyrrlát og þögul. Þá dó hún. Gyðja Miskunnseminnar var horfin, aðeins jaðistyttan varð eftir. NÝTÍZKU ELDAVÉL f NÝTÍZKU ELDHÚS Nýtízku gerðir Rafha eldavéla fullnægja óskum sérhverrar hús- móöur um útlit og gæöi, og svo er verðið við hvers manns hæfi. íslenzkar húsmæður velja íslenzk heimilistæki. H.f. Raftækjaverksmiðjan HAFNARFIRÐI - SÍMAR: 5DOZ2 □ G 5 □ □ Z 3 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.