Vikan


Vikan - 15.10.1959, Blaðsíða 5

Vikan - 15.10.1959, Blaðsíða 5
Hvers vegna eignast ég ekki börn? Þetta er hin örvæntingarfulla spurning, sem kvennalæknirinn heyrir næstum daglega, segir yfirlæknirinn í Þekktu sjúkrahúsi í Stokkhólmi, dr. Bruno Kaplan. Það hefur alltaf verið litið á það af mikilli með- aumkun, ef kona getur ekki eignazt börn. Áður fyrr beittu menn ýmsum göldrum og særingum til þess að friðþægja frjósemisguðina. Ófrjósemi var talin stafa af óánægju frjósemis- guðanna, og til þess að koma í veg fyrir hana voru guðunum færðar ólíklegustu fórnir. Þegar gifting fór fram, urðu hjónin að beita ýmsum klækjum og særingum til þess að verða ekki fyrir ógæfu ófrjóseminnar. Einnig þá komst á sá siður að kasta hrísgrjónum á eftir ungum hjónum. Nú á dögum beitum við öðrum klækjum til þess að ráða fram úr þessum vanda. Maðurinn ófrjór... Til þess að maðurinn geti átt barn með konu sinni, verður hann að framleiða nægilegt sæði og sæðisfrumur. Til þess að ganga úr skugga um, hvort maðurinn sé frjór, verður að rannsaka sæði hans nákvæmlega. 1 sæðinu er fjöldi sæðisfrumna, og til þess að þær gegni hlutverki sínu, verða þær að vera eðlilegar í lögun. 1 sæði heilbrigðs manns er nokkur hundraðs- hluti sáðfrumna, sem svipar ekki fyllilega til hinna, en þegar maðurinn er ófrjór, eykst fjöldi þessara óvenjulegu sæðisfrumna til mikilla muna. Auk þess verður að kynna sér efnasamsetningu sæðisins, saltmagn og annað, sem miklu máli skiptir. Smitandi sjúkdómar, einkanlega kynsjúkdómar, geta oft orðið til þess, að sæðisfrumurnar breytist, og getur þetta valdið því, að maðurinn verður ófrjór og æxlunarfæri hans framleiði ekki eðli- legt sæði. Dæmi slíks sjúkdóms er lekandi. Meinið í þvagrásinni breiðist stundum út og nær til blöðru- hálskirtilsins, sáðfrumnanna og eistnanna, svo að sæðið kemst ekki út í þvagrásina sakir bólgu. Aðrir sjúkdómar geta einnig skaddað eistu mannsins, svo að hann getur ekki framleitt eðlilegt sæði. Auk þess getur maðurinn verið fæddur með þeim ó- sköpum að geta ekki framleitt heilbrigt sæði. Venjulega er hægt að lækna karlmenn, sem ó- frjóir eru, með ýmsum lyfjum og meðulum, til dæmis með hormónum. Stundum getur uppskurð- ur komið að gagni. Konan ófrjó ... Áður en konan frjóvgast, verða sáðfrumurnar að fara eftir leginu alla leið upp í eggjastokkana, þar sem sáðfrumurnar frjóvga egg konunnar. Til þess að frjóvgun geti orðið, verða auðvitað æxlunar- færi konunnar að vera alheilbrigð. Ef æxlunarfæri konunnar eru ekki heilbrigð frá fæðingu eða ef þau hafa orðið bitbein alvarlegs sjúkdóms, getur þetta hæglega orsakað vangetu konunnar. Mest hætta er á bólgum, einkum bólgum í eggja- göngum og eggjastokkum. frá eggjagöngunum getur bólgan breiðzt út upp að eggjastokkunum, en það, sem venjulega er nefnd eggjastokkabólga, stafar venjulega í fyrstu frá eggjagöngunum. Lek- andi og berklar geta valdið slíkum bólgum í eggja- göngunum, og einnig getur fósturlát og fóstureyð- ing skaddað og leitt til ófrjósemi. Oft geta sýk- ingar valdið samvexti í eggjagöngunum. Það þarf lítið út af að bera til Þess að gera konuna ófrjóa, þótt þetta sé samt fremur sjaldgæft. Hættulitlar bólsrur ... Sautján af hundraði kvenna, sem þjáðst höfðu af bólgu í eggjagöngunum, urðu síðar vanfærar. Þetta er niðurstaða víðtækra rannsókna í Svíþjóð, sem prófessor Folke Holtz gekkst fyrir. Einnig kom i ljós, að 27 af hundraði höfðu komizt hjá ófrjósemi. Bólgur í öðrum hlutum æxlunarfæra kvenna, einkanlega í leghálsinum, geta einnig orð- ið orsök ófrjósemi. Þegar ganga verður úr skugga um, hvort ein- hver hindrun sé í æxlunaríærunum, til dæmis sam- gróningur í holrúmi eggjaganganna, er beitt rönt- gentækjum, og oliu, sem greinileg er á röntgen- myndum, er síðan sprautað inn i legið, þannig að fylgjast má með því, hvert olían kemst. Ef ein- hver hindrun verður á vegi oliunnar, kemur þetta greinilega fram á röntgenmyndunum. Þegar tekizt hefur að finna hindrunina eða samgróninginn, má oftlega bæta úr þessu með uppskurði Vöðvabólgur (myom) í leginu eru einnig líf- fræðilegar breytingar, sem geta leitt til ófrjósemi konunnar. Dr. Kaplan bendir á, að oft séu bólgur hættu- lausar, þótt þær kunni að valda verkjum og geti jafnvel leitt til blæðinga.... Þegar bólgan eykst, getur legið afmyndazt, þannig að frjóvgun getur orðið vandkvæðum bundin. Slikar vöðvabólgur er hægt að lækna með uppskurði. Glæpsamleg fósturtaka deyðir ekki einungis fóstrið í móðurkviði, heldur getur orðið or- sök ævilangrar ófrjósemi. Þegar frjóvgun á sér ekki stað, er það i einu tilfelli af þremur vegna vangetu karlmanns- ins. Sálrænir örðugleikar eiga oftlega mikinn þátt í vangetu hjóna. Allt of margar konur, sem þrá að eignast börn, lifa í stöðugri eymd, vegna þess að þær hafa ekki kjark í sér til þess að leita ráða læknis ... * Það er flestum óbærilegt að geta ekki eignazt börn. En oft má ráða bót á þessii. Stundum nægir jafnvel að fara í smáferð eða skipta um umhverfi um hríð ... -M- Ein orsök ófrjósemi konunnar getur verið sú, að eggið losnar ekki úr eggjastokknum eins og eðlilegt er. Hormónakvillar geta orðið til þess, að eggið, sem frjóvgað er, þroskast ekki á eðlilegan hátt. Með því að rannsaka hormóna, sem koma fram í þvagi, og með því að rannsaka slímhimn- una í legi konunnar má koma i veg- fyrir ýmsa kvilla og lækna þá með hormónalyfjum. Venju- leg inflúenza getur orðið til þess, að sæðisfrum- unum fækkar, og enn fremur dregið úr þeim frjó- magnið. Sumir sjúkdómar, sem stafa af röngum efna- skiptum, eins og til dæmis sykursýki, geta bæði hjá körlum og konum orðið orsök ófrjósemi. Og FramSh. á bls. 25. VIKA.N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.