Vikan


Vikan - 15.10.1959, Blaðsíða 27

Vikan - 15.10.1959, Blaðsíða 27
Þessar litlu, fallegu stúlkur voru meö kínverska liatta og fléttur viö opnun sýningarinnar. Sú eldri heitir Þóra og er dóttir Bjargar Jónasdóttur og Jóns Sen. Sú yngri heitir Sigríöur Hrafnhildur og er dóttir Signýjar Sen og Jóns Júlíussonar. Kímersk listsýiiingr Fyrir nokkru var efnt til sýningar á kínverskum listmunum í eigu frú Oddnýjar E. Sen. Sýningin er í Bogasal þjóðminjasafnsins og þar gefur að líta ýmsa furðugripi, sem bregða ljósi á forna, kínverzka listmenningu. Mesta athygli vekja postulínsvasar og gullsaumur, mikið dýrmæti og mundi ein- hverjum þykja þolinrnæðisverk að sauma slika dúka. Menning Kínverja er forn og listmenning er samgróin lífsvenjum þeirra. Hún birtist þar sem sízt skyldi við búast, jafnt hjá auðmanninum og í nytjahlutum fátæklingsins. Frú Oddný E. Sen dvaldist í 16 ár í Kína og lagði allmikla stund á söfnun kínverskra listmuna. Þessa muni hefur hún varðveitt á heimili sínu og ekkert látið af þeim, enda þótt margir hafi eftir þeim falazt. Hinsvegar hefur Oddný gefið eripi, t. d. Mandalay-kápu, gullsaumaða, sem er á safninu hér. Hagleikur hinna fornu, kínversku listamanna er okkur ráðgáta á margan hátt. Efniviðurinn skiptir þá næstum ekki máli. Það er sama hvort þeir hafa næfurþunna korkflögu eða hnetukjarna í höndunum. Einn sá gripur í eigu Oddnýjar, sem hvað mesta athygli hefur vakið, er kúla, fagurlega útskorin. En þegar betur er að gáð, sést., að göt eru á kúlunni og síðan hver kúlan innan í annari, átta alls. Það lygilega við þetta allt saman er, að stærri kúlurnar hafa alls ekki verið skornar út sér og látnar utan um hinar smærri, heldur hefur hver kúla verið gerð gegnum götin á hinum sem eru utanum. Það er ómaksins vert að líta í Bogasalinn og skyggnast inn í þann heim, sem liggur að baki þessara verka. Veggteppi á Kinversku sýningunni. Myndin er gerö af gullfiráöum, sem saumaöir eru ofan á grunninn. NYTIZKU ELDAVEL í NÝTIZKU ELDHUS Nýtízku gerðir Rafha eldavéla fullnægja óskum sérhverrar húsmóður um útlit og gæði, og svo er verðið við hvers manns hæfi. íslenzkar húsmæður velja íslenzk heimilistæki. H J. Raftækjaverksmiíljan HAFNARFIRÐI - StMAR: 50022 OG 50023

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.