Vikan


Vikan - 15.10.1959, Blaðsíða 19

Vikan - 15.10.1959, Blaðsíða 19
Lollipopp og Poppííoll Lollipopp var yndisfögur lítil stúllca. Augun voru dimmblá ins og aðalbláber í morgundögg á balc við hin löngu, svörtu augnahár. Munnurinn var rauð- ur eins og lcirsuber og lítill eins og snældugat. Húðin var dún- mjúk og skær eins og rósarblað. Hún var í tíu stífum undir- kjólum, til þess að pilsið hennar stæði nógu milcið út. Hún var i gylltum skóm með svo liáum hælum, að hún varð að standa á tánum og ganga á tánum eins og ballettdansmær. — Hún var öll alveg óskaplega fín og sæt eins og allra fallegasta film- stjarna, sem liægt er að liugsa sér. Hún hafði ákaflega gaman af að spegla sig. Á hverjum degi, þegar hun var að skoða sjálfa sig í spegliuum i krók og kring, sagði hún: — „Ó, hvað ég er falleg. Ég verð að komast út í lieiminn, til þess að allir geti séð, hversu falleg ég er, en eklci að hírast hér í þessum litla bæ, sem ég á heima i.“ Loks tókst henni að ná í keyri- svein, sem átti góðan vagn, sem hestar voru spenntir fyrir, til að aka sér eitthvað út í heiminn. Alls staðar, sem þau óku fram hjá, varð fólki starsýnt á Lolli- popp. Það liélt meira að segja, að hún væri prinsessa, af þvi, liversu falleg og fín liún var. En allir dagar eiga kvöld, og þegar kvölda tók og húmið færðist yfir, heyrði keyrisveinn- inn, að riðandi menn komu á eftir þeim. Honum leizt ekki á blikuna, því að hann hafði frétt, að ræningjar liéldu sig á þjóð- vegunum og réðust á varnar- laust fólk, þegar kvölda tæki. Hann sló í liestana og reyndi að þeysa áfram eins hraft og liest- arnir komust, en ekkert dugði. Ræningjarnir færðust nær og nær. Nú þorði hann ekki annað en segja Lollipopp, livað það væri, sem liann óttaðist. „Flýtlu þér út úr vagninum," sagði hann, „og reyndu að fela þig á bak við trén, sem eru meðfrani veginum. Þá skal ég aka áfram og gabba þannig ræningjana til að halda áfram á eftir mér.“ Framhald í nœsta blaöi. H VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.