Vikan - 15.10.1959, Blaðsíða 11
mig framvegis, ef ég gef ykkur einhvern afslátt.
Það kemur ekki til greina, að ég gefi afslátt að-
eins í þetta eina sinn ... Við skulum fara upp og
tala um þetta. Skrifstofan er á fjórðu hæð. Hann
gekk á eftir manninum upp stigann og læsti úti-
dyrunum aftur.
Inni á skrifstofunni bað hann ókunna manninn
að setjast, — Holgersen fannst hann í rauninni
ekki ókunnur lengur — og settist við skrifborðið.
— Hvenær þurfið þér að fá matinn i fyrramálið ?
sagði hann, ég verð að láta sölustjórann vita.
— Það má ekki vera seinna en klukkan hálfníu,
sagði maðurinn — og auðvitað fyrsta flokks vara.
— Annað kemur ekki til greina, sagði Holger-
sen alvarlega... Haldið þér, að ég megi gera ráð
fyrir föstum viðskiptum?
— Það er auðvitað undir vörugæðum komið,
svaraði innkaupastjórinn. Hann var nú staðinn á
fætur og stóð við hliðina á Holgersen ...
— Því að þá gæti ég líklega aukið afsláttinn
svolitið, sagði Holgersen.
— Ágætt! MaÖurinn brosti. . . Hann fær líklega
þóknun, hugsaði Holgersen. Hann hugsaði sig um
stundarkorn. Skyndilega var hann sleginn óþyrmi-
lega í hnakkann. Hann rétti ósjálfrátt úr sér, en
hann svimaði og lét aftur fallast niður í stólinn.
Hann fann, að maðurinn reif veskið eldsnöggt úr
vasa hans. En hann gat ekki veitt neina mótspyrnu.
Honum sortnaði fyrir augum. „Innkaupastjórinn"
hvarf hratt og hljóðlaust út. . . Hann hljóp niður
stigann . . . Sársaukatilfinningin hvarf jafn skyndi-
lega og Holgersen hafði fundið til hennar. Hann
hljóp að glugganum, slöngvaði honum upp á gátt,
síðan greip hann simann . . . Hann h'afði lokið
símtalinu, þegar dyrunum var hrundið upp og
árásarmaðurinn stóð yfir honum grimmúðlegur
á svip . . . Lyklana! hvæsti hann reiður, lyklana
að útidyrunum . . .! Ég hélt, að þér hefuðu látið
þá eftir í skránni! Komið strax með lyklana. Ég
verð vist að gefa yður duglegri ráðningu en áðan.
—• Ég er hræddur um, að þér gerið yður alls
ekki ljóst, hvernig málum er háttað, sagði Holger-
sen, sem skyndilega var orðinn valdsmannslegur.
— Lyklana! sagði maðurinn hvasst. Hann stakk
hendinni í vasann og tók upp kylfu af þeirri gerð,
sem þrjótarnir kölluðu cosh, kylfu, sem samsett
var úr mörgum lögum af gúmmi. — Komið með
iyklana! hreytti hann út úr sér. Augun voru blóð-
hlaupin, og Holgersen leizt ekkert á blikuna.
— Nei, herra „innkaupastjóri", hér eru engir
lyklar, því getið þér trúað, sagði Holgersen .. . En
þér skuluð bara leita að þeim. Þá getið þér stytt
yður stundir, á meðan þér bíðið ...
— Hvað eigið þér við? Maðurinn leit illilega á
hann.
—Já, þangað til lögreglan kemur, sagði Holger-
sen blíðlega. Hún kemur líklega innan stundar.
— Bölvaður þrjóturinn! Voguðuð þér yður að
hringja á lögregluna? Maðurinn lyfti kylfunni.
— Ojá, sagði Holgersen, og ef ég væri I yðar
sporum, mundi ég heldur leita að lyklunum en slá
mig í rot. Það kemur ekki að neinu gagni.
Maðurinn virtist taka sönsum. Hann hélt á kylf-
unni í hægri hendi og leitaði í öllum vösum hans
og skrifstofuskúffum með hinni, eins og óður
væri.
— Getið þér ekki hjálpað mér! hvæsti hann
æðislega á móti Holgersen.
— Nei, heyrið þér nú! Þegar þér eruð búinn að
leika mig svona grátt? Ætlizt þér til, að ég hjálpi
yður að komast undan með peningana! þér eruð
þá ekki eins gáfaður og ég hélt...
Maðurinn leitaði dyrum og dyngjum, sparkaði
í stóla, rótaði í pappírskörfunni, reif almanök og
myndir niður af veggjunum, braut blómavasann.
Hann fann ekki lyklana. Hann þaut i örvæntingu
til Holgersens.
— Lyklana! hvæsti hann brjálæðislega. — Ég
verð að komast héðan!
— Ég skil það mætavel, sagði Holgersen, en ég
skil ekki, hvernig það á að verða.
— Andskotinn! Maðurinn æpti af bræði. Hann
gekk að glugganum og leit út. ..
— Fjórða hæð, sléttir veggir, engar svalir,
sagði Holgersen, — alveg vonlaust. Én ef þér
stökkvið út, kemst lögreglan hjá því að þjóta upp
alla stigana . . . Nei, þér skuluð bara vera hér kyrr
og láta friðlega, sagði hann, þegar maðurinn lyfti
kylfunni. Líkamsárás gerir afbrotið enn verra...
Uss! Er ekki bíll að koma?
Maðurinn þaut upp skelfdur. Hann lagði við
hlustirnar. Síðan sneri hann sér snöggt við:
— Hvers vegna opnið þér ekki gluggann og
hrópið á hjálp? sagði hann.
— Það er óþarfi, sagði Holgersen, ég er búinn
að hringja á lögregluna.
Þá heyrðu þeir i bílnum, og síðan heyrðust þung
skref upp stigann.
Arásarmaðurinn hafði læðzt burt og opnað dyrnar.
— Þér komizt ekki undan þarna, sagði Holger-
sen. Allar dyr á ganginum eru læstar, og þetta er
Framh. A bls. 26.
V IK A N
FORSÍÐAN"
Þetta er haustmorgunn við höfnlna —
ekki neina sérstaka höfn. En þessi morg-
unn er svo tær og bjartur og sólskinið er
hvítt eins og það aðeins getur verið í
október. Og stúlkan er nýkomin á fætur
og er á leið í vinnuna, endurnærð. Hún
hefur sennilega gist í skipinu, sem liggur
við bryggjuna.
Við settum þessa fögru haustmynd á
forsiðu Vikunnar i þeirri von, að senn
birti upp regngrámann. En sú von hef-
ur ekki rætzt enn og nýlega voru þau
merku tíðindi gjörð kunn, að ekki hefði
rignt annað eins síðan 1887.
Einu sinni fór bóndi
nokkur til héraðslæknis-
ins að sækja meðul handa
kerlingu sinni, sem lá
fárveik heima. Læknir-
inn fékk bónda stóra
flösku, fulla af einhverj-
um vökva, en á bréfmiða,
sem límdur var vendilega
á flöskuna, var letrað
skýrum stöfum: „Hristist
og skakist, áður en not-
að er, og takist inn í
köldu vatni."
Þegar bóndi kom heim,
tók hann kerlingu sína,
setti hana flötum bein-
um niður í bala með
köldu vatni og hristi svo
kerlinguna góða stund,
en þvi næst gaf hann
henni inn fullan spón af
meðalinu. Þegar öllu
þessu var lokið, var kella
farin að hallast og var
svo steindauð og stirðn-
uð, þegar hún var flutt
aftur í bólið sitt.
Tólf sköllóttar ungmeyjar leita nú i ákafa um
alla Rómaborg aS kvikmyndaleikstjóra, sem
ekki er til. Þannig er mál með vexti, að ein-
hverjir pörupiltar auglýstu mjög áberandi í
Róm, að tiLtekið kvikmyndaféíag þyrfti á nokkr-
um „sköllóttum“ stúlkum að lialda. Gulli og
grænum skógum var heitið — og langri fram-
tíð á kvikmyndatjaldinu, ef viðkomandi stúlk-
ur rökuðu aðeins af sér hárið — eins og Yul
Brynner. Daginn eftir komu 12 stúlkur þangað,
sem félagið var sagt til húsa. Allar höfðu látið
gabba sig. Félagið var ekki til, — en ve'saling-
arnir búnir að losa sig við hárið.
>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦
< ► Mikill varð fögnuður
< > þeirra í Ghana, þegar
það vitnaðist, að Elísa-
<► bet drottning ætti von á
o barni — og forsætisráð-
<< herrann í Ghana, dr.
<► Kwame Nkrumah, hefði
o verið einn þeirra fáu,
<► sem drottning hefði
<► trúað fyrir tíðindunum,
< ► áður en þau voru birt
<> almenningi. Ghanamenn
JI hrifust innilega, — og
<► Nkrumah var fagnað
<[ mjög, þegar hann konv
<< heim, eftir að hann
<> hafði gengið á fund
o drottningar í Englandi.
Castro byltingarforíngi á
Kúbu stundaöi skálanám
l Bandaríkjunum, — og
eins og állir fjörugir
skólapiltar tók hann
„baseball-bakterluna". —
Enda þótt Castro hafi i
mörg horn aö líta í ein-
veldisstóli slnum á Kúbu,
er hann „sjúkur“ í base-
báll — og notar hvert
tcekifoeri til þess aö
horfa á kappleiki. Hann
fœr lika stundum aö
vera meö, og þiö getiö
ímyndaö ykkur, aö þá
fylgjast margir Kúbu-
menn meö. Hér sjdiö þiö
hann ganga til leiks.
Siggi gamli var giftur
kerlingu, sem er frœgur
svarkur og kjaftakerling.
Sögöu nágrannarnir, aö
kerlingin þagnaöi aldrei
allan daginn, því aö hún
rifist viö kettina, hænsn-
in og hundana, ef hún
heföi ekki karlinn sinn
txl þess aö jagast viö. Svo
vildi þaö til, aö kerlingin
datt á höfuöiö og þagnaöi
álveg, eins og hún væri
dauö, og Siggi gamli gat
ekki dregiö eitt einasta
orö upp-úr henni, hvernig
sem hann reyndi. Karlinn
flýtti sér til lœknisins og
baö hann aö koma og
skoöa kerlinguna.
— HvaÖ dettur þér í
hug, aö sé aö lienni, Siggi
minnf spuröi læknirinn.
— Eg gæti bezt trúaö
þvi, aö þaö væri beinbrot,
svaraöi Siggi.
— Og hvar heldur þú,
aö hún sé brotinf spuröi
læknirinn.
— Eg er nú ekki álveg
viss um þaö, svaraöi
Siggi gamli, en mig grun-
ar helzt, aö þaö sé mál-
beiniö, sem hafi hrokkiö
í sundur, þvl aö hún hef-
ur ekki opnaö munninn
né sagt eitt einasta illt
eöa gott orö, siöan hún
datt á kollinn.
Sérfræðingar segja, að karlmenn með stór
eyru hafi nvjög góð áhrif á kvenfólk, — og
þeir nefna sem dæmi Clark Gable og Arthur
Miller. Hvorugur er fríður, en báðir hafa kyn-
töfra, segir kvenfólkið. Eyrun eru tákn aflsins,
— og fíllinn hefur t. d. stærstu eyru heims.
Óafvitandi leitar sérhver kona að stórum eyr-
unv, segja þeir hámenntuðu sérfræðingar á
þessunv sviðunv. Að sjálfsögðu rýrir það ekki
orð sérfræðinganna, þó að við bendum á það,
að asninn er auþekktur á eyrunum.
Ekki þarf að kynna þessa stúlku fyrir ykkur.
Allir sjá, að þarna er engin önnur en Jane
Mansfield, sem nú er komin í harða samkeppni
við Ester Williams unv það, hvor þeirra líti
betur út í sundbol. Eins og kunnugt er, hefur
Ester verið einráð í sundfötum í Hollywood
unv langt skeið, enda er hún sundkona mikil.
En Jane er staðráðin í því að skáka henni. —
Og hvernig lízt ykkur á?
Hinn kunni kalypsó-
söngvari Harry Bela-
fonte er nú orðinn
mun þekktari fyrir
kvikmyndaleik sinn
en sönginn. Og vissu-
lega má segja, að
hann sé líflegur „á
sviðinu“, að minnsta
kosti virðist manni
það á þessunv mynd-
unv, sem báðar sýna
Belafonte í kvik-
myndahlutverkum.