Vikan - 15.10.1959, Blaðsíða 16
> Á blaðsíðu 26
auglýsir Herradeild P & Ó fleiri gerðir
karlmannahatta en sýndar eru hér í
opnunni og skal lesendum bent á að kynna
sér efni þeirrar auglýsingar.
Það hefur sjálfsagt haft sínar
orsakir, að á einhnepptum föt-
um með þremur hnöppum varð
miðhnappurinn sá, sem hneppt
var. Hefur svo verið um áratugi og
er nú beinlínis orðið að hefð. Þeg-
ar þannig er hneppt, gerir maður
einmitt ráð fyrir því, að miðhnappur-
inn verði að vera í mittisstað, en þá
verður stuttur jakki, sem hneppt er á
þennan hátt, mjög fallegur í sniði og sit-
ur vel. Meðan jakkanum var einungis
hneppt með þessum eina hnappi, kom.
það af sjálfu sér, að löng uppbrot voru
mest í tízku, svo að brotið var upp á efsta
hnappinn, en neðsti hnappurinn, sem var
fyrir neðan mitti, var svo neðarlega, að ekki
var hentugt að hneppa honum. — Þegar breyting
hefur orðið á hneppingu jakkans, hefur staða
hnappsins, sem hneppt er, breytzt á ýmsa lund..
Það hefur þó ekki orðið til hagræðis fyrir gott snið.
Þá er komið að hinni gamalkunnu reynslu, að'
hnappurinn leggur áherzlu á mittið, og samkvæmt
því er hinum hnöppunum skipað niður. — Einhneppt-
um jökkum má hneppa á marga vegu, en þó eru flestir
á það sáttir, að áherzla sé lögð á mittið með þeim hnöpp-
um, sem hneppt er.
Myndir (frá vinstri til
hægri).
Þar eð neðsti hnapp-
urinn er vel fyrir ofan
vasana, er hægt að
hneppa öllum hnöppun-
um þremur. — Tveir
hnappar og sá neðri í
mittisstað og þeim efra
hneppt. — Tveir hnapp-
ar, sá neðri í mittisstað,
báðum hneppt — Þrír
hnappar, tveimur þeim
efstu hneppt; neðsti
hnappurinn er á hæð
við vasana og er ó-
hnepptur —• Á Ítalíu er
mest í tízku að hafa tvo
hnappa, hinn neðri í
mittisstað og hneppa
honum.