Vikan


Vikan - 15.10.1959, Blaðsíða 14

Vikan - 15.10.1959, Blaðsíða 14
Það er ótrúlegt, hvað einn smáhlutur getur átt mikinn þátt í að gera vistar- veru skemmtilega og listræna. Möguleikarnir eru svo ákaflega margir, ef fólk hefur hugmyndaflug og frumleika til að bera. Flestir leggja á það allt of mikla áherzlu að apa eftir öðrum og gera aðeins það, sem þeir hafa séð annars staðar. Híbýli manna eiga að vera persónuleg, og það þarf ekki stærri hlut en veggljósið á myndinni til vinstri, til þess að það takist. Eftirlíking af málara- spjaldi úr mahóný er fest í vegginn með þremur töppum og pera á bak við. Myndin er tekin í íbúð Klemenz Jónssonar leikara og konu hans, Guðrúnar Guðmundsdóttur, og þarf auðvitað ekki að taka þ'að fram, að þau áttu hugmynd- ina sjálf. MARGT SMÁTT... Margt má gera til þess að fegra forstofuna og þarf ekki endilega að kosta mikið. Allir geta smíðað létta trégrind á lítinn veggflöt, — eins og sýnt er á myndinni, — og blómaker fyrir neðan. En þá þarf að velja blóm, sem þrífast án mikillar birtu. Þeir, sem tala mikið í síma heima fyrir, ættu að búa til notalegan krók með litlu borði fyrir sím- ann. Krókinn má afmarka með litlu blómakeri og nokkrum bam- busstöngum úr því og upp í loft. Þeir, sem hafa svart og leiðinlegt hol inni í miðri íbúðinni, gætu lífgað upp eitt hornið með þessu. Ég þekki mann ofan úr sveit, sem er búinn að eiga lengi heima hérna i bænum, sem er svo mikið á móti stjórnmálamöhum, að hann segir, að þeir séu allirsaman asnar. Og það segir hann, þegar liggur vel á honum. Annars kallar hann þá miklu verra. Mér finnst það vera ósanngjarnt að kalla heilan hóp af mönnum asna, þó að þeir séu það kannski flestir, og mér mundi finnast það hart, ef ég væri stjórnmálamaður, að vera kallaður asni, bara afþví aðrir stjórn- málamenn eru það. Menn eiga að passa sig að vera ekki ósanngjarnir, þegar þeir kalla aðra menn asna. Það er náttúrlega ekki að marka mig, þvi ég er ekki kunnugur mörgum stjórnmála- mönnum. En ég á kunningja, sem þekkir ýmsa af þeim, og hann hefur sagt mér, að sumir séu ekki næstum eins vitlausir og margir halda. Það eru tildæmis tveir stjórnmála- menn, sem hann semur alltaf ræður fyrir, þegar mikið stendur til, og skrifar líka fyrir þá bréf, og hann segir, að sumt af þvi sem þeir biðja hann að skrifa fyrir sig. sé kannski ekki neitt ákaflega gáfulegt til að byrja með, en þegar búið sé að koma alminlega orðum að því, þá sé það venjulega ekki neitt asna- legra lielduren það, sem fólk skrifar um al- mennt. Það, sem menn gá ekki að, þegar þeir eru að tala um, hvað stjórnmálamenn séu miklir asnar, er það, hvað þessir menn þurfa að snúast i mörgu, sem almenningur þarf ekki að koma nálægt, og hafa skoðanir á mörgu og tala um margt, sem þeir hafa ekki vit á. Ég sat tildæmis einu sinni á bekk fyrir aftan skáld ,sem ég kæri mig ekkert um að nefna, en hann er áreiðanlega maður, sem lilær ekki að öllu. Það var stjórnmálamaður að halda ræðu um bækur og svoleiðis, og þetta skáld fór að hlæja fjórum sinnum á áreiðanlega ekki lengri tíma en tiu minútum, og í síðasta skiptið ætlaði hann ekki að geta hætt að hlæja, og það voru næstum allir farnir að hlæja lika á bekknum hjá honum og líka á bekknum hjá mér, afþví hvað það var skrýtið að lieyra skáldið hlæja að þvi, sem stjórnmálamaðurinn sagði um bæk- urnar. En þetta skáld gáði bara ekki að þvi, að menn. sem þurfa að tala um allt mögulegt, þcir hafa bara ekki neinn tima tilþessað vera að liugsa um það, sem þeir þurfa að segja, og ekki heldur tilþessað vera að eltast endi- lega við menn, sem hafa vit á því, tilþessað semja ræðurnar fyrir sig. Og þóað þeir gætu kannski lesið um eitthvað af því, sem þeir þurfa að vita um svonalagað, þá tekur það líka mikinn tima, og menn eru misjafnlega fljótir að lesa. — Og þó þetta skáld hafi kanski fengið Nóbelsverðlaun, þá ætti hann að hugsa útí það, að það er ekki vist, nema þessi stjórnmálamaður hefði lcanski getað hlegið líka, ef það hefði verið skáldið, sem stóð þarna uppá senunni og talaði um til- dæmis efnahagsvandræði þjóðarinnar og dýrtíðarskrúfuna eða rafvæðingu dreifbýlis ins eða eitthvað anað, sem skáldið hefur ekkert vit á. Og ef menn halda þvi nú samt fram, að það sé hlægilegt, livað margir stjórnmála- menn eru asnar, þá vil ég bara segja það, að það er ekki vist, nema að það sé einmitt þessvegna, sem þeir eru stjórnmálamenn, — að þeir plati menn tilþessað kjósa sig með- þvíað láta fólk halda, að þeir séu svona vit- lausir og að það geti spilað með þá. Ég þekki tildæmis einn stjórnmálamann, sem er búinn að sitja á þingi, hérumbil síðan ég man fyrst eftir mér. Og hann er svo mik- ill asni, að ég man, að mamma grét alltaf af hlátri, þegar liann gisti heima og var að borða og sagði eitthvað, svoað mamma varð alltaf að vera l'rammi eldhúsi og passa að hafa hurðina lokaða. Og það kæmust áreiðanlega ekki fleiri menn í strætisvagn helduren gáfnaljósin, sem buðu sig fram á móti honum öll þessi ár og gat enginn fellt hann, þangað tilað kom maður, sem var ennþá meiri asni og menn hlógu ennþá meira að, vegnaþesshvað hann var vitlaus, þá var hann kosinn. Og mér finnst bara verst, að mamma skuli ekki vera lifandi tilað heyra i nýja þing- manninum, því ég man, að lnin sagði alltaf, þegar hún fór tilað kjósa þann gamla, að hún mundi aldrei kjósa neinn annan, afþví hann væri svo mikill asni, að það væri áreið- anlega ekki til jafnvitlaus maður i ölJum heiminum. Sumir í sjóliðsforingjaleik. ÉG ER á móti þessu rövli, sem maður er farinn að heyra útaf landhelgisgæzlunni, því það er búið að samþykkja það i næstum öllum

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.