Vikan


Vikan - 15.10.1959, Blaðsíða 8

Vikan - 15.10.1959, Blaðsíða 8
verið dónalegt að neita, svo að ég ákvað að koma næsta laugardag. Þegar hún var farin, sögðu vinir mínir mér nánar frá henni, — að hún væri rík, sérvitur, byggi ein með einni þjónustustúlku og ætti ekki færri en átta ketti. — Einmitt, sagði Mayherne. — Það varð svona snemma uppi á teningnum, að húA væri vel efnuð? — Ef þér eigið við, að ég hafi spurt,.... sagði Leonard Vole, og það var hiti í röddinni. -— En Mayherne þaggaði niður í honum með handsveiflu. — Ég verð að líta á málið frá sjónarmiði mót- stöðumannsins. Venjulegur áhorfandi hefði ekki gizkað á, að ungfrú French væri vel efnuð. Hún bjó heldur fátæklega, svo að ekki sé meira sagt. Þér hefðuð vafalaust talið fjárhag hennar bágbor- inn, ef yður hefði ekki verið sagt hið gagnstæða, —- að minnsta kosti fyrst i stað. Hver var það annárs, sem sagði yður frá fjárhagsástæðum henn- ar ? — Það var Georg Harvey, kunningi minn, — sá, sem bauð til samkvæmisins. — Er hann líklegur til að muna eftir þvi? — Satt að segja veit ég ekki. Auðvitað er nokk- uð liðið síðan. — Rétt er það, Vole. Sjáið þér til, — fyrsta skref sækjandans mun verða að sýna fram á, að þér hafið verið illa staddur fjárhagslega. — Það er rétt, ekki satt? Leonard Vole roðnaði. — Jú, sagði hann lágmæltur. — Ólánið hafði elt mig á röndum skömmu áður. — Rétt er Það, sagði Mayherne aftur, — að með slæmar fjárhagsástæður hafið þér hitt þessa efnuðu, gömlu konu og reynt af kostgæfni að komast í kynni við hana. En ef við getum sagt, að þér hafið ekki haft hugmynd um efni hennar, en heimsótt hana af einskærri hjartagæzku .. . — Sem er staðreynd. — Vafalaust. Ég er ekki að efast um það. Ég lít á málið frá sjónarmiði áheyrandans. Það veltur mikið á minni þessa herra Harveys. Er liklegt, að SAKS hann muni eftir þessu samtali? Væri hægt að rugla hann fyrir rétti, svo að hann tryði því, að samtalið hefði átt sér stað síðar? Leonard Vole var hugsi nokkrar mínútur. Síðan sagði hann ákveðinn i bragði, en nokkuð fölur: — Ég geri ekki ráð fyrir, að sú leið mundi verða árangursrík, Mayherne. Margir viðstaddra heyrðu, hvað hann sagði, og einn eða tveir stríddu mér á sambandi mínu við gamla, ríka konu. Málfærslumaðurinn reyndi að dylja vonbrigði sín með handahreyfingu. — Óheppilegt, sagði hann. — En ég óska yður til hamingju með hreinskiinina, Vole. Það eruð' þér, sem vísið mér veginn. Afstaða yðar er hár- rétt. Það hefði getað haft alvarlegar afleiðingar að halda sér við þá línu, sem ég stakk upp á. Við sleppum því. Þér kynntuzt ungfrú French, þér heimsóttuð hana, þið kynntuzt betur Við verðum að gefa einfalda skýringu á því. Hvernig stendur á, að þér, ungur maður, þrjátíu og þriggja ára, myndarlegur og hrifinn af íþróttum, vinsæll í kunningjahópi, eyðið svona miklum tíma í roskna Umsjón mín með fjármálum ungfrú French var í alla staði heiðarleg ... VITNI Mayherne lagaði á sér nefklipurnar, ræskti sig og hóstaði þurrum hósta, sem var einkennandi fyrir hann. Síðan leit hann aftur á manninn andspænis sér, — manninn, sem var sakaður um morð að yfirlögðu ráði. Mayherne var lítill maður vexti, nákvæmur í háttum, snoturlega, ef ekki spjátrungslega klædd- ur, með greindarleg og stingandi, grá augu, — en alls enginn heimskingi. Þvert á móti var Mayherne í mjög góðu áliti sem málfærslumaður. Þegar hann ræddi við skjólstæðing sinn, var röddin þurr, en þó kenndi meðaumkunar í henni. — Ég verð að ítreka enn einu sinni, að þér eruð í mjög mikilli hættu — og fyllsta hreinskilni nauð- synleg. Leonard Vole hafði starað í leiðslu á auðan vegginn fyrir framan sig, en leit nú á málfærslu- manninn. — Ég veit það, sagði hann vonleysislega. — Þér eruð alltaf að segja mér það! En ég er ekki farinn að skilja það enn þá, að ég er sakaður um morð, — morö, — og þar að auki svona ógeðslegan glæp. — Þér björguðuð alls ekki lífi hennar? — Nei, nei, alls ekki. Ég sýndi aðeins almenna kurteisi. Hún var mjög þakklát og sagði mér það með hlýjum orðum, — einnig, að ég væri á annan hátt siðaður en flest ungt fólk nú á dögum, •— ég man ekki orðalagið nákvæmlega. Síðan tók ég of- an og hélt áfram mína leið. Ég bjóst ekki við að sjá hana aftur. En lífið er fullt af tilviljunum. Sama kvöldið hitti ég hana í samkvæmi hjá kunn- ingja mínum. Hún þekkti mig þegar og baðst þess, að ég yrði kynntur fyrir henni. Ég komst að því, að hún hét Emily French og átti heima í Crickle- wood. Ég ræddi við hana nokkra stund. Ég býst við, að hún hafi verið ein þessara rosknu kvenna, sem taka skyndilegu ástfóstri við fólk. Það gerði hún við mig að minnsta kosti — og aðeins vegna hins mjög svo einfalda og eðliiega verknaðar, sem hver .maðúr hefði getað gert. Þegar hún fór, tók hún hlýlega í hönd mér og bað mig að heimsækja sig. Ég svaraði auðvitað, að það mundi verða mér sönn ánægja, en þá hvatti hún mig að ákveða dag- inn. Ég var ekkert áfjáður að fara, en það hefði Mayherne var hagsýnn, en lét ekki tilfinning- arnar ráða. Hann hóstaði aftur, tók nefklípurnar af sér, þurrkaði gaumgæfilega af þeim og setti þær upp aftur. Siðan sagði hann: —- Já, já, já. Minn kæri Vole, við ætlum að gera ákveðnar til- raunir til þess að fá yður sýknaðan, — og okkur mun takast, — okkur mun takast það. En ég verð að fá að heyra allar staðreyndir. Ég verð að vita, hve sterka málssókn er hægt að byggja upp á hendur yður. Með því getum við fundið beztu leið- ina til varnar. Enn var ungi maðurinn i vonleysis-leiðslu. Þeg- ar i byrjun hafði Mayherne fundizt málið skugga- legt og enginn vafi um sekt fangans. Nú efaðist hann i fyrsta skipti. —Þér haldið, að ég sé sekur, sagði Leonard Vole lágri röddu. — En ég get svarið við guð minn, að ég er það ekki. Ég veit, að það mælir margt á móti mér. Ég er eins og maður flæktur í net, og möskvarnir eru alit í kring til að krækja í mig, hvernig sem ég sný mér. En ég gerði þetta ekki, Mavherne, ég.gerði það ekki. Maður í þessari aðstöðu hlaut að halda fram sakleysi sinu. Það vissi Mayherne. Samt hafði hetta áhrif á hann þrátt fyrir allt Það gæti hugs- azt, að Leonard Vole væri eftir allt saman saklaus. — Það er rétt hjá yður. Vole. sagði hann alvar- levur í bragði, að málið lítur illa út. Þrátt fyrir bað tek ég vður trúaniegan. Nú skulum við líta til baka. Ég bið vður að segja mér á yðar eigin hátt nákvæmlega frá kynnum ykkar Emily French. — Það var dag einn í Oxford-stræti Ég sá roskna konu vera að fara vfir götuna. Hún var með marga böggla í fanginu. Hún missti þá alla á miðri göt- unni, og er hún var að reyna að tína bá upp, var hún næst.um orðin undir strretisvagni. en komst með herkium upp á gangstéttina. ringluð og ótta- slegin af hrópum og köllum nærstaddra. Ég náði í bögglana hennar, berraði af beim óhreinindin, svo vel sem ég gat. batt betur snærið utan um einn beirra og afhenti henni þá. *■* --------------------------------- , ..................... ............................. Tyrrone Power Marlene Dietrich Charles Laughton leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni „Vitni saksóknarana Ný framhaldssaga eftir Agatha Christie Ljósmyndir úr kvikmynd, sem gerð var eftir sögunni og verður sýnd í Trípolíbíó að’Tok- inni. birtingu. 8 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.