Vikan


Vikan - 12.11.1959, Blaðsíða 4

Vikan - 12.11.1959, Blaðsíða 4
— Tímabilið frá svartadauða og fram á daga Jóns Arasonar er myrkasta skeið Is- landssögunnar. Um það hefur ekkert meiri háttar verk verið skrifað, það ég man. Til dæmis eru mjög litlar upplýsingar til um persónur þessarar sögu, utan málsskjöl, skrifuð á skinn. — Það eru sjálfsagt margar vinnustundir komnar í þessa bók. — Ég byrjaði á henni 1956. Þá var ég orðinn vel kunnugur öllum þeim atburðum, sem um er vitað. Svo byrjaði ég að geta í eyður, krotaði það niður á blað — Það var út í bláinn, án takmarks i fyrstu. Svo fór þetta að sækja á og ég hélt áfram. Hverja einustu örk hef ég margskrifað. Það er ekkert áhlaupaverk að skrifa svona bók — í tómstundum. Mér fannst mjög gott að komast yfir eina vélritaða örk á kvöldi. — 1 hreinskrift. — Já, líka i henni. Við lokayfirferð sleppti ég heilum köflum, sem ég var búinn að vera með mánuðum saman. Ég byrjaði upphaflega einum ættlið fyrr, en tók þaö síðan út. Taldi það betra fyrir heildarmynd sögunnar. — Það væri nú ekki úr vegi, að gefa lesendum Vikunnar kost á því að sjá einn kafla, nokkrum dögum áður en bókin kem- ur út. — Mér er sama um Það fyrir mitt leyti, einkum ef það gæti orðið útgefandanum til gagns En ég veit varla, hvar skal bera niður. Það mætti ef til vill taka þennan kafla hér. Það er slagviðri þetta kvöld og ég er lengi að átta mig á götunum í Vogahverfinu, enda myrkur. Það verða fyrir mér nýbyggð raðhús, ófullgerð; ljós aðeins í einu þeirra. Ég veit, að þar er staðurinn. Innan skamms er ég kominn inn í þægilega skrifstofu hjá Birni Th. Björnssyni og hér heyrist aðeins gnýrinn i veðrinu. Það eru bækur frá gólfi til lofts, og á skrifborðinu liggja prent- aðar arkir úr bók. Björn treður í pípuna. — Sígarettu? vesgú. — Jæja, mað- ur er nú að flytja eins og þú sérð. Ég hef verið að bera bækurnar upp í kössum. — Mér sýnist þú hafa Virkis- vetur hér á þessum örkum. Er bókin að koma út? — Ó-já, það rekur að því. Ég held, að hún komi út ná- lægt 15. nóvember. — Er það ekki eins og lausn úr álögum, — finnst þér það ekki svipað og láta niður byrði, sem lengi hefur íþyngt? -— Ef til vill — og þó. Raun- ar er ég feiminn við þetta og hef verið frá upphafi Og ekki minnkar það, þegar bókin kem- ur út — ég er nú tiltölulega borubrattur ennþá. Hugsaðu þér. að þú ættir að fara að gefa út ljóð eftir þig------ — Jú, ég býst við þvi, að ’~,aður yrði ekki upplitsdjarfur. Eo hvernig er sálarástandið meðan svona verk er að brjót- ast um i kollinum? — Ég þekkti konu í Lun- dúuaborg, — hún var ein úr beim hópi sem sel.ia blíðu sina. tt.'iu varð barnshafandi og átti pkkert húsaskiól þá fremur en end^anær. Hún lét svo um mm't seinna, að á þessu skeiði '”'<'i hún komizt í kynni við ólýsanlega vellíðan. Henni fannst hún umlukin dularfull- um verndarhjúp. Ég held, að ég geti sagt eitt- hvað svipað og þessi kona. Mér leið ákaflega vel, meðan á þessu stóð. Sköpunargleði? — jú, ef til vill, og svo var þetta verk mitt prívat leyndarmál — það vissi enginn um það nema ég og konan mín. Ég dreif handritið niður i skúffu, ef einhver kom, — já, það er notalegt að bardúsast með svona heimulegheit! — En aðdragandinn, er hann langur? — Nokkuð svo, — þetta hefur sprottið uppúr grúski mínu í islenzkri menningar- sögu. Ég hef verið að glugga eftir þvi, hvernig fólk- ið lifði, hvernig það klæddist, hvernig það borðaði. — Þessi saga er að visu atburðasaga, en ég leitast við að hafa bak- grunninn sannan. Nú, en þarna við Breiðafjörðinn voru ríkustu ættir landsins. sjálft aristókra- tíið á þeim tíma. Guðmundur Arason á Reyk- hólum er sjálfsagt auðugastur maður á Islandi, fyrr og síðar. Við skulum segia, að hann hafi átt sex hundruð milljónir eftir nútíma verðlaei — svona laus- lega reiknað. Það eru tæplega ýkjur. að hann hafi átt Vest- fjarðakjálkann Hann hafði verið sýslumaður Húnvetninga og hótti harðdrægur. Nitján árum eftir að hann lét af embætti, gerðu Skarðsmenn, mágar hans og höfnðandstæð- ingar. leiðangur norður i Vatns- dal og kölluðu þar bændur til vitnis um barsmíðar og meiðmg- ar af hálfu Guðmundar. Þeir dæma hann síðan útlægan o%> óhelgan og bar með hverfnr hann gersamlega af sjónarsvið- inu. Andrés sonur hans er ein aðalpersóna sögunnar, en ástar- sambandið milli hans og Sol- veigar, systur þeirra Skarðs- manna. er minn skáldskapur. Jú, auðvitað þarf sagan þess með. Það væri lítið gaman að guðspjöllunum ella. Annars má segja, að sagan fjalli um viðbrögð nokkurra einstaklinga við togstreitunni milli danska valdsins með hirð- stjórana á Skarði í broddi fylk- ingar og hinsvegar ásælni Eng- lendinga og Reykhólamenn þeim megin. Það kemur svo fram í sögunni, hvernig um- boðsmönnum Danakóngs tókst að yfirbuga Andrés, dæma af honum allt tilkali til arfs eftir föður hans og gera hann í raun- inni réttlausan mann — Þú hefur auðvitað orðið að gera þér glögga gre:n fyrir landfræðilegum aðstæðum á sögusviðinu við Bre'ðafjörðinn. — Ég gerði það nú ekki beinlínis í sambandi við þessa bók. Hinsvegar dvald'st ég á Reykhólum eitt sumar og kynntist umhverfinu vel. Til dæmis gerði ég mér í hugar- lund, hvar og hvernig virkið mundi hafa ver!ð. — Það er virkið, sem kemur fram í heiti bókarinnar. — Já, þeir bjuggust um í virkinu þennan vetur. Revk- hólamenn. meðan h’rðstjórinn safnaði liði til aðfarnrmnar. Það voru miklar paddhörkur þennan vetitr. 1482—‘83, og hnns er getið í ann,,'lum, kall- aður Virk’svetur. I sögunni er Solveig hjá Andrési þennan vetur og þau vita að hveriu rekur. Hann er mjög ptnkenni- lega gerður. — hugklofi. og hegar þe!r ráðast á virkið þá bresti'” bann af';ð gegn beim. — Gre'na ann/;lar vel frá þessum atburðum? Aðdragandinn að honum er sá, að Andrés Guðmundsson og Solveig systir hans hafa verið hrakin frá ættaróðali sínu, Ileykhólum, og svipt öllu arfstil- kalli um hinn mikla Reykhólaauð. Þau hafa flúið austur yfir Steinadalsheiði, þar sem Andrési tókst að halda nokkrum jörðum. Um árabil hafa verið heitar ástir milli Andrésar og Solveigar Björnsdóttur, en nú virðast öll sund lokuð, og hún hefur verið heitin frænda sínum, Skarðverjan- um Páli Jónssyni. Kaflinn sem hér er tekið úr, gerist í lok mikillar brúðkaups- veizlu, sem úndrés heldur á Kollafjarðar- nesi, er hann giftir systur sína ungum manni, Bjarna I’órarinssyni. Meðal brúð- kaupsgesta eru allmargir Englendingar, en allur samgangur landsmanna við þá var bannaður undir lífsstraff. Ábótinn á Helgafelli er Englendinganna maður, en slóttugur, og leikur tveim skjöldum við þá Skarðsmenn. Gs. Afí var komið fram í rökkur þegar ábótann bar að garði. Enn sátu nokkrir að teiti I J í tjaldinu og höfðu hallað annarri tunn- m unni á lögg, en flest veizlufólkið var komið á dreif. Bændur tveir sátu flötum beinum fyrir utan skörina með ketil milli sin og fóru ljúflegum orðum um gripi hvors annars. Stýrimaðurinn á Þrem englum grét hástöfum undir kirkjugarðsveggnum og hótaði þvl að drepa alla flagara í samanlögðu Englandsriki með berum krumlunum þá hann kæmist heim. Niðri á vellinum stóð lóðatík undir hundi. — Hér -Sé guð! sagði ábótinn kýminleitur þegar liann gekk inn í tjaldið, digur um sig, mcð hrossamóðu á kuflinum. — Nú, sagði hann, þegar hann sá tunnnna; sú stutta er farin að standa í fæturna. Ég hcfði ekki mátt seinni vera! Hann deplaði góðlátum augunum í kring um sig; það varð ekki á séð, að liann væri langt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.