Vikan - 12.11.1959, Blaðsíða 27
rafsuðuspenna.
Jafnstraums rafsuðuvélar og
GETA BOÐIÐ:
Gjörið svo vel að leita nánari upplýsinga
hjá: Pólska Sendiráðinu, Hofsvallagötu
55, Reykjavík, Island.
Eléktrfui
Polish Foreign Trade Comp-
any for Electrical Equipment
Ltd. Warszawa, Czackiego
15/17, Poland. Símnefnl:
ELEKTRIM WARSZAWA.
Hjákona lögmannsins
ing um yfirvofandi hættu, . . . eins og ísköld
augu væru að fylgjast með henni. Hún þekkti
þessa tilfinningu orðið allt of vel til þess að vita
ekki, hvað var á ferðinni, þessi læsandi kuldi í
maganum og fiðringur í hársrótunum: Þeir voru
komnir.
Hún sneri höfðinu rólega, þar til hún gat séð
gluggann með hálfopnum .augunum. Hún sá hreyf-
ingu úti fyrir, eins og einhver hefði skyndilega
beygt sig niður til þess að verða ekki uppgötvaður.
Um leið heyrði hún gegnum öll hljóðin úr skóg-
inum, að einhver var að sýsla í eldhúsinu. Hjarta
hennar barðist svo ákaft, að henni fannst sem það
hlyti að heyrast í margra mílna fjarlægð.
Hún stóð hægt upp úr rúminu og reyndi eftir
megni að vera róleg, til þess að augum, sem fylgd-
ust með henni fyrir utan gluggann, sæju ekki,
að hún hafði tekið eftir einhverþ óeðlilegu. Húr.
gekk rólega yfir gólfio og opnað' hurðina mn í
setustofuna. Svo fór hún að hlar.pa 1 áttina að
símanum.
Dyrnar inn i borðstofuna opnuðust, og litli
maðurinn með giæra andlitið kom í ljós. Hún
sneri sér við og hélt í áttina að aðaldyrunum.
Úr svefnherberginu, sem hún var að enda við að
yfirgefa, kom hávaxni maðurinn með ýsuaugun.
Hún horfði skelfd í kringum sig — eins og dýr,
sem er fast í gfildru. Mennirnir tveir fóru að
fikra sig í áttina til hennar. Hún rak upp hræðslu
vein.
Um leið slokknaði Ijósið. Stóra herbergið, sem
var svo vel upplýst fyrir andartaki, var nú dimmt
eins og kolakjallari. Það var ekki hægt að sjá
handaskil.
Litli maðurinn bölvaði hressilega. Þessu höfðu
þeir ekki búizt við. Hún heyrði rödd hans næstum
við eyru sér, þegar hann kraflaði sig áfram til
þess staðar, þar sem hún hafði staðið.
En hún var þar ekki lengur. Strax og myrkrið
skall á, hafði hún ósjálfrátt fært sig úr stað, til
þess að mennirnir tveir gætu ekki náð henni, þótt
þeir héldu áfram i sömu átt og áður.
Hún heyrði andardrátt þeirra og formælingar.
Frá þeirra sjónarmiði var engin ástæða til að hafa
hljótt um sig eða hreyfa sig með varkárni. Hún
læddist eins og köttur í áttina að dyrunum, sem
litli maðurinn hafði komið inn um. Hurðin var I
hálfa gátt. Framh. í nœsta blaöi.
Framh. af bls. 11.
Það var úðarigning. næstum hlýtt regn, og mjög
frábrugðið því, sem er í dag.
Einkaritarinn minn, ungfrú Bordenave, sem mér
hefur aldrei dottið í hug að nefna með fornafni,
en kalla bara Bordenave, eins og allir aðrir gera
og eins og ég mundi kalla karlmann, beið eftir
mér, þegar ég kom, en Duret litli. sem hefur verið
aðstoðarmaður minn í meira en fjögur ár, var far-
inn heim.
— Það er beðið eftir yður í biðstofunni, tilkynnti
bordenave og leit upp undan græna lampaskerm-
mum.
Hún er eiginlega fremur ljóshærð en rauðhærð,
en svitalyktin af henni er tvimælalaust eins og af
rauðhærðri.
— Hver?
— Ung stúlka. Hún vildi hvorki segja mér nafn
sitt né erindi. Hún kveðst þurfa að hitta yður
sjálfan.
— 1 hvorri biðstofunni?
Það eru tvær biðstofur, hin stóra og hin litla,
eins og við nefnum þær, og ég vissi, að einkaritari
minn mundi segja:
— Þeirri litlu.
Henni fellur alls ekki við kvenfólk, sem vill fá
að ræða við mig í einrúmi.
Ég var enn með skjalatöskuna undir hendinni,
hattinn á höfðinu og blautan yfirfrakkann á öxl-
unum. þegar ég hratt upp hurðinni og sá hana,
þar sem hún lét fara vel um sig í hægindastól,
með krosslagða fætur, las í kvikmyndariti og
reykti sigarettu.
Hún stökk þegar á fætur og leit á mig eins og
þar væri kvikmyndaleikarinn af forsíðunni á leik-
arablaðinu kominn holdi klæddur.
— Komið hingað inn.
Ég hafði veitt athygli ódýrri kápu hennar,
slitnum skónum og þó einkum hárinu, sem hún
greiddi i tagl eins og dansmær eða unglingur frá
vinstri árbakkanum.
Ég fór úr yfirhöfninni í skrifstofu minni og
benti henni að fá sér sæti i hægindastólnum
gegnt mér.
Þá spurði ég: — Sendi einhver yður hingað?
— Nei, ég kom af sjálfsdáðum.
— Og hvers vegna til min fremur en einhvers
annars lögfræðings?
Þessarar spurningar spyr ég oft, enda þótt
svarið auki ekki ávallt á sjálfsvirðingu mina.
— Getið þér ekki gizkað á það?
— Mér fellur ekki við að geta gátur.
— Við skulum segja: Vegna þess, að þér fáið
skjólstæðinga yðar oftast sýknaða.
Blaðamaður nokkur sagði sömu hugsunina i öðr-
um orðum nýlega, og síðan hefur það farið eins
og eldur i sinu frá einu blaðinu til annars:
Ef þér eruö saklaus, þá fáiö yöur einhvern
góöan málfœrslumann, en séuö þér sekur, þá
leitiö til Gobillots lögfræöings.
Birta féll beint í andlit stúlkunnar frá lampa
á skrifborðinu og ég minnist þess, að það var
bæði barnsandlit og andlit gamalmennis um leið,
sambland einfeldni og undirferlis, — sakleysis og
grimmdar, vildi ég bæta við, þótt mér falli ekki
við þau orð og geymi þau yfirleitt handa kvið-
dóminum.
Hún var mjög grönn og jafnvel likamlega illa
nærð eins og stúlkur á hennar reki, sem lifa óheil-
brigðu lifi í Paris. Hvað skyldi hafa komið mér
til að halda, að sennilega væri hún óhrein á fót-
unum?
— Hafið þér verið ákærð?
Ég mun áreiðaniega verða það.
Henni féll vel að koma mér á óvart, og ég er
viss um, að hún dró pilsið af ásettu ráði upp fyrir
hné, um leið og hún krosslagði fæturna. Andlits-
snyrting hennar, sem hún hafði greinilega reynt
að lagfæra, meðan hún beið mín, var ýkt og
klaufaleg eins og á fimmta flokks gleðikonu eða
einhverri af litlu þjónustustúikunum úr sveit-
inni, sem eru nýkomnar til Parisar.
— Strax og ég fer aftur til gistihússins, þar sem
ég bý, — ef ég þá fer nokkuð aftur, — verð ég
handtekin, og hver einasti lögregluþjónn á stræt-
um borgarinnar er vafalaust búinn að fá lýsingu
á mér.
— En bér vilduð hitta mig fyrstt
— 1 guðanna bænum, skiljið þér ekki, að á eftir
er það of seint?
Ég skildi ekki og var í Þann veginn að beita
slægð. Ég sá hana brosa í laumi.
Ég leiddi hana á sporið:
— Ég býst við, að þér séuð saklaus?
VIK A N
27