Vikan - 12.11.1959, Blaðsíða 16
HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Venus
hefur afar sterk áhrif á líf þitt þessa
viku, einkum ef þú ert fæddur nálægt
20. april. Um helgina. kemur eitthvað
fyrir, sem krefst mikillar þolinmæði af
þér, og þú mátt fyrir alla muni ekki láta hugfallast.
Allt bendir til þess að þú vanmetir eitt skyldmenni
þitt, og er það miður.
NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Það
er einhver neikvæður blær yfir þessari
viku, þótt ekki sé fyllilega ijóst hvers
eðlis. Þú skalt a. m. k. vara varlega
með peningana og ekki hætta þér út
í neina tvísýnu. Konur virðast skapa sér áhyggjur
út af smámunum.
TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Hætt
er við því að tilfinningar þínar hlaupi
með þig í gönur þessa viku og að þú
lofir einhverju, sem ógerningur verður
að efna. Að þessu undanteknu er mikil
heiðríkja yfir vikunni. 1 sambandi við barnsfæð-
ingu eða giftingu mun koma dálítið skemmtilegt
atvik fyrir.
_ _ Krabbamerkiö (22. júni—23. júlí): Dag-
arnir verða hver öðrum dapurlegri, a.
gj’aí m. k. framan af vikunni, og það er að-
eins þú sjálfur, sem getur bætt úr því,
því að ekki kemur það af sjálfu sér.
Þú virðist vera orðinn svo ánægður með sjálfan
þig, aö þú reynir ekki að taka framförum.
Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Á vinnu-
stað verður þér á eitthvert glappaskot,
þótt undarlegt megi virðast, hefur síð-
ur en svo neikvæðar afleiðingar i för
með sér síðar meir. Þér berast nokkur
tilboð (óvíst í hvaða sambandi) en hugsaðu þig
vel um, áður en þú tekur einhverju þeirra.
Meyjarmerktö (24. árg.—23. sept.): Ekki
er víst að strax ver.ði skorið úr máli.
sem er þér einkar hjartfólgið, og þetta
kemur sér vægast sagt illa fyrir þig.
En ef þú hugsar þig betur um, muntu
komast að raun um, að það er hreinn'kjánaskapur
að fá úr því skorið strax.
Vogarmerkiö. (24. sept.—23. okt.):
Stjörnurnar virðast hreint og beint
brosa við þér, því allt ætlar að leika í
lyndi þessa viku. Eini skugginn virðist
vera athæfi náins vinar eða kunningja,
sem hagar sér miður sómasamlega, og kann það
jafnvel að bitna á þér. Helgin verður viðburðarík.
DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú
verður að minnast þess, að þú getur
STmíSHÍ ekki veitt þér allt sem þú girnist Þú
verður að temja þér nægjusemi. Ekki
verða taugarnar fyllilega i lagi þessa
viku, því að þú munt skeyta skapi þínu á ólíkleg-
ustu mönnum ef þú reynir ekki að hemja til-
finningar þinar. Heillalitur blátt.
Bogamaöurinn (23. nóv,—21. des ): Sak-
laust ástarævintýri getur haft alvarlegri
afleiðingar í för með sér en þig grunar.
Þú hefur dregið það allt of lengi að
tala við þennan embættismann. Gerðu
það fyrir alla muni í þessari viku, eilegar þnð
verður um seinan. Heillatalan 9 kemur afar mikið
við sögu.
GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Ef þú
hefur ekki verið heill heilsu undanfar-
ið. virðist rætast úr þvi í þessari vikú.
Vinur þinn mun hjálpa þér að ráða
fram úr erfiðu verkefni, sem er þér of-
viða. Farðu ekki mikið út þessa viku, því að freist-
ingarnar, sem bíða eru óvenju miklar þessa viku,
Vatnsberinn (21. jan.—19. febr.): Hætt
er við því að þú komir illilega upp um
kunningja þinn, en hann á svo sem
fyrir því Þú lendir i rifrildi við ókunn-
an mann, líklega um helgina, og minnstu
þess þá, að þú hefur ekki alllaf rétt fyrir þér.
Ungt fólk ætti helzt að vera sem mest heima
þessa viku.
FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þú
munt lifa áhvggjulausu lífi þessa viku
og láta allt mótlæti sem vind um eyru
þjóta. Líklega stafar þetta af því að
þér hefur vegnað vel undanfarið. Bjart-
sýni þín er öðrum til fyrirmyndar. Vanræktu ekki
kunningja þína, þótt Þú hafir ýmsu öðru að sinna.
O
0
1
J
ð
0
9
o
■9
ð
©
e
9
0
O
0
•
&
9
0
9
0
0
O
0
&
0
m
w
I
I
)
ð
Yun Ho og Hæ Hwa
Á kínversku sýningunni hitt-
um við trú Signýju Sen og
bróður hennar, Jón. Þau eru
börn Oddnýjar E. Sen, upp alin
bernskuárin í Kína, en eru nú
svo íslenzk orðin, að ekki er
unnt aö finna minnstu hnökra
í málfarinu Engu að síður leyn-
ir sér ekki kínverskur uppruni,
en hann virðist blandast einkar
skemmtilega við afkomendur
norrænna vikinga. Signý er gift
Jóni Júlíussyni menntaskóla-
kennara, og þau eiga tvö börn.
Jón Sen er útvarpsvirki, en
spilar auk þess á fiðlu i
sinfóniuhljómsveitinni. Hann er
kvæntur Björgu Jónasdóttur, og
eiga þau tvö börn. Þau Slgný
og Jón hafa haft veg og vanda
af uppsetningu sýningarinnar,
og við spyrjum Signýju um
ýmislegt úr bernsku hennar á
austrænum slóðum.
— Móðir mín kynntist föður
mínum í Edinborg. Hann hét
Kwei Ting og var þá að ljúka
við doktorsritgerð. Þau giftust
síðan, og hún fór með honum
til Kína. Þar bjuggu þau saman
í 16 ár, en hann var prófessor
í sálar- og uppeldisfræði við
háskólann í Amoy.
— Og þar eruð þið fædd. En
segið mér eitt. Hvers vegna
voruð þið látin heita íslenzkum
nöfnum?
— Við heitum raunar kín-
verskum nöfnum líka. Ég heiti
Jún Hó og Jón heitir Hæ Hwa.
— Svo að þú hefur næstum
því heitið Jón í Kína. En
hvernig var það með sambandið
við Island? Islendingar hafa
verið fáséðir.
— Öll sextán árin, sem móðir
mín bjó í Kína, hitti hún aldrei
Islending. En hún fékk send
blöð. — ég man nú ekki lengur,
hvaða blöð það voru. En það
má geta þess til gamans, að
hún átti hund, sem hét Snati,
og hann skildi aðeins islenzku.
Hvernig atvikaðist svo hing-
aðkoma ykkar?
•— Árið 1937 fór móðir mín
með okkur systkinin til íslands
til þess að heilsa upp á vini og
frændur. Það -Hti að vera snögg
ferð, — en þá var allt í einu
skollið á strið milli Japana og
Kinverja, og það þótti ekki ráð-
legt að fara austur. Nú, og svo
kom heimsstyrjöldin —.
— En faðir ykkar, hvað varð
um hann?
lézt skömmu eftir
-— var þá um tima
vera prófessor í
— Hann
styrjöldina
búinn að
Shanghaí.
— Kunnuð þið eitthvað í ís-
lenzkunni, þegar hingað kom?
— Nei, við vorum ung, — ég
9 ára og Jón 13 ára. Þó kunn-
um við nokkur kvæði utan að.
Það voru erfiðleikar i fyrstu.
Við fórum beint i barnaskóla,
en þetta kom fUótt. — og nú
er ég fegin, að við erum hér.
S
Hann heitir Björn Sig-
urbjarnarson, — alls ekki
Sigurbjörnsson, — þvi að
það væri sama og löðr-
ungur. 1 fornsögum eru
menn nefnilega kallaðir
Sigurbjarnarsynir og Sig-
urðarsynir, og fornsög-
urnar eru það, sem blíf-
ur. Þetta veit Björn í
bankanum, vegna þess að
hann hefur talið pen-
inga í áratugi og lesið
fornsögur á kvöldin. Og
þegar menn komu til þess
að borga víxilinn sinn, þá
spurði hann þá, hvað af-
ar þeirra og ömmur hétu,
því að lengra stoðar yfir-
leitt ekki að spyrja menn
um ættfræði. En það er
líka nóg fræðsla fyrir
Björn. Hann veit það,
sem á vantar, og ef þú
spyrð Björn, hvort þú
sért af Víkingslækjarætt
eða Bolholtsætt, Klufta-
kyni eða Svaðastaðakyni,
þá verður hann ekki f
randræðum með að svara
því.
Björn Sigurbjarnarson
er af Tjörnesi norður.
Hann dvaldist hjá dönsk-
um um skeið og hugði á
frama í sjóher þeirra.
Það mundi þó helzt sæma
afkomendum fornra
kappa að standa í stafni
og stýra dýrum tundur-
spilli. En örlögin hög-
uðu því svo til. að Björn
rak á fjörur Suðurlands-
undirlendisins og festi
rætur í vaxandi bvggð á
bökkum öifusár. Nú hef-
ur Björn Sigurbjarnar-
frá
son verið levstur
gjaldkerastarfinu í
Landsbanka Islands á
Selfossi. þvi að hann er
bvrjaður að takast fang-
brögðum við Elli kerl-
ingu. Við þá glímu dug-
ir honum önnur höndin
fvrst um sinn. en með
hinni heldur hann áfram
ættfræðirannsóknum og
sauðfjárrækt að Fagur-
gerði á Selfossi.
Eins og allir vita. er liparít ofan úr HvalfirÖi
notaö i sementsframleiösluna á Akranesi. Rétt
viö veginn hjá Þyrli standa einkenilegar stein-
byggingar, og kringum þcer sér l grænt líparít-
bergiö. 1 þessum steinbyggingum fer efniö á
fceriböndum, lcvörn úr kvörn, þar sem þaö er
malaö í fínan salla. Viö þessar kvarnir veröur
aö standa og liafa aögát á því, aö hvergi stíflist.
Hávaðinn er mikill, og þaö hlýtur aö krefjast
þolinmœöi aö standa þar állan daginn og stara
á mulninginn cfetta niöur í kvörnina. En
Kristján Jónsson tekur því meö kristilegri
hugarró. Ilann er búinn aö vera þarna, frá
því er verksmiöjan tók til starfa. Hann byrjar
fyrir kl. 8 á morgnana og stendur þar allt tii
7 og st.undum lengur. Hann býr þarna á staön-
um í skála ásamt nokkrum öörum mönnum,
sem einnig vinna viö líparítiö.