Vikan


Vikan - 12.11.1959, Blaðsíða 23

Vikan - 12.11.1959, Blaðsíða 23
Hér 6jáum við Frank Sinatra með hinni frægu slúðursagna-blaðakonu Heddu Hopper. Enda þótt Hedda hafi áreiðanlega margt misjafnt heyrt um dagana, virðist hún eiga fullt í fangi með að „gleypa“ söguna, sem Frank er að trúa henni fyrir þarna. Aníta Ekberg þykir góður blaðamat- ur. Hún býr í Róm sem stendur, og ekki virðist skilnaðurinn við Anthony Steel hafa tekið sérlega á hana, því að hérna á dögunum bar svo við, er hún gekk fram hjá manni, sem lék á gítar úti á götu, að hún lét hrífast af músíkkinni og steig cha-cha-dansspor af lyst og gleði, eins og hún væri ein á strætinu. FEVON ver hendur yðar FEVON ilmar þægilega FEVON er frábært fyrir barnafötin FEVON þvær allan þvott Þlð hafið ef til vill heyrt getið um stórsjarmörinn og margmilljónerann Baby Pignatari frá Brasilíu. Það hef- ur mikið verið rætt um hann á prenti og þá aðallega í sambandi við allar þœr mörgu konur, sem orðaðar hafa verið við hann eða alið þær vonir í brjósti að verða eiginkonur hans. Ein þessara kvenna er Linda Christian, sem eitt sinn var gift Tyrone Power. Er sagt, að Linda hafi verið mjög ó- hamingjusöm í ástamálum, en hún hef- ur sennilega talið sig mundu höndla hamingjuna, ef hún næði í Pignatari, þvf að hún elti hann á röndum yfir hálfan heiminn með hugann fullan af hjónabandshugleiðingum. En Baby var ekki á þeim buxunum að láta hremma sig svo auðveldlega, — hann kvað hafa mestan áhuga á að leika lausum hala, — og frá því að upp úr slitnaði með þeim Lindu, hefur hann sézt f fylgd margra fagurra kvenna. Meðal þeirra er ung, ensk stúlka, sem gengur með kvikmyndaleik í maganum og heitir Jackie Lane. Hún mun hafa verið sú nýjasta í kvennasafni Babys, þegar síðast fréttist. Myndin til vinstri sýnir Baby og Lindu, en hér undir er mynd af Jackie. KVIKMYNDIR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.