Vikan


Vikan - 12.11.1959, Blaðsíða 28

Vikan - 12.11.1959, Blaðsíða 28
Hún hlýtur að hafa lesið umsagnirnar um mig, því að hún hreytti út úr sér: — Ef ég væri saklaus, hefði ég ekki komið hing- að. — Um hvað eruð þér sökuð? — Vopnað rán. Hún sagði það blátt áfram, en þurrlega. —• Hafið þér framið árás og beitt vopnum? — Er það ekki það, sem kallað er vopnað rán? Þá fékk ég mér sæti í armstólnum minum og setti mig í hinar venjulegu stellingar, vinstri höndina undir kinn, meðan sú hægri skrifaði merki og athugasemdir i minnisblokk, hallaði ofurlítið undir flatt og lét óræð augu hvíla á henni. — Segið mér frá þvi. — Hverju? — öilu. — Ég er nítján ára. .— Ég hefði gizkað á sautján. Ég var að erta hana af ásettu ráði, en veit samt ekki ástæðuna. Ef til vill hafði þegar í byrjun risið andúð með okkur. Hún bauð mér byrginn, og ég manaði hana. Ef til vill hafa möguleikar okkar enn þá virzt jafnir. — Ég er fædd í Lyon. — Haldið áfram. — Móðir mín er hvorki hreingerningakona, verksmiðjukona né gleðikona. — Hvers vegna segið þér það? Vegna þess, að það er venjan, — er ekki svo? — Lesið þér grófar skáldsögur? — Aðeins dagblöðin. Faðir minn er skólakenn- ari, og áður en mamma giftist honum, vann hún á pósthúsi. Hún virtist búast við svari og fór andartak hjá sér, þegar ekkert kom. — Ég var í skóla, þangað til ég var sextán ára, fékk þá skólaskírteinið og vann sem vélritunar- stúlka í eitt ár hjá flutningafyrirtæki i Lyon. Ég hafði ákveðið að þegja. — Dag nokkurn ákvað ég að freista gæfunnar í Paris og sannfærði nabba og mömmu, að mér hefði bréflega tekizt að fá þar vinnu. Enn lagði ég ekkert til málanna. — Hafið þér engan áhuga á þessu? — Haldið áfram. — Ég kom hingað og lifði það af. Viljið þér ekki vita, hvernig ég fór að því að lifa af. — Nei. — Ég ætla að segja yður það samt. Með því að gera hvað, sem til féll, — já, hvað sem var. Ég sýndi ekki hin minnstu svipbrigði, en hún hélt áfram: — Allt mögulegt, — skiljið þér? — Haldið áfram. — Ég hitti Naómí, sem er núna einhvers staðar i varðhaldi Þeir eru sennilega að yfirheyra hana einmitt núna. Og úr því að þeir vita, að við vor- um tvær í árásinni, munu þeir komast að því, að við búum saman í herbergi, og svo bíða þeir eftir mér á hótelinu. Þekkið þér Hótel Albertí við Vavin-götu? — Nei. Þar búum við. Framkoma mín var farin að fara i taugarnar á henni, jafnvel að koma henni úr jafnvægi. Ég gerði hins vegar sem ég gat til þess að virðast enn kuldalegri og afskiptalausari. — Eruð þér alltaf svona? spurði hún gremju- lega. — Ég hélt, að Það væri starf yðar að hjálpa skjólstæðingunum. — Að því tilskildu, að ég viti, hvernig ég á að hjálpa þeim. — Losa okkur úr þessari klipu — auðvitað. — Ég heyri. Hún hikaði, yppti síðan öxlum og hélt áfram: — Gott og vel. Ég skal reyna. Að lokum urð- um við hundleiðar, báðar tvær. —• Leiðar á hverju? — Viljið þér, að ég stafi það fyrir yður. Mér er svo sem sama, ef Þér hafið ánægju af sóðalegum sögum . . . Það var hæðni og vonbrigði í röddinni, og i fyrsta skipti hvatti ég hana, Þar eð ég hálfsá eftir því að hafa verið höstugri en venjulega. — Hvor átti uppástunguna að ráninu? — Ég. Naómi er of heimsk til að fá nokkrar hugmyndir. Hún er ágæt stúlka. en stígur ekki i vitið. Þegar ég var að lesa blöðin, komst ég að því, að með ofurlítilli heppni gætum við á einni kvöldstund náð í nóg fyrir okkur að lifa af í vikur eða jafnvel mánuði. Á kvöldin er ég oft á götun- um á Montparnasse og er farin að þekkja talsvert vel til þar. Ég hafði tekið eftir lítilli úrsmíða- verzlun á horninu við Gregorsgötu ábóta. Hún er opin á hverju kvöldi til klukkan niu eða tíu. — Þetta er lítil verzlun og illa lýst. Inn af verzluninni sést inn í bakherbergi, Þar sem gömul kona hlustar á útvarpið og prjónar eða afhýðir kartöflur á meðan. — Úrsmiðurinn er jafngamali henni. Hann vinnur með stækkunargler i hendi frammi hjá verzlunarglugganum, og ég byrjaði með því að ganga oft fram hjá verzluninni af ásettu ráði til að fylgjast með þeim. Það er léleg lýsing á götunni á þessu svæði og engar verzlanir á næstu grös- um . . . — Voruð þið vopnaðar? — Ég keypti tréskammbyssu, sem lítur nákvæm- lega eins út og raunveruleg byssa. Og þetta gerðist í gærkvöld? — Nei, í fyrrakvöld. — Haldið áfram. — Skömmu eftir klukkan níu gengum við báðar inn í verzlunina, og Naómí lét sem úrið hennar þyrfti viðgerðar við. Ég stóð við hlið henni og varð dálítið skelkuð, þegar ég sá, að gamla konan var ekki í bakherberginu. Það lá við, að ég htetti við allt saman. En svo, þegar gamli maðurinn beygði sig yfir úr vinstúlku minnar til að athuga það, beindi ég að honum skambyssunni og sagði: — Þetta er rán. Látið ekki til yðar heyra. Réttið mér peningana, og þá komizt þér hjá meiðingum. — Hann sá þegar, að mér var alvara, og opnaði peningaskápinn, en á meðan sópaði Naómí úrun- um, sem héngu hjá vinnuborði hans. saman í vasa sinn, eins og við höfðum ákveði*. Ég var í þann veginn að rétta út höndina eftir peningunum, þegar ég fann, að einhver stóð fyrir aftan mig. Það var gamla konan, klædd í kápu og með hatt. Hún stóð í dyrunum og fór að kalla á hjálp. Hún virtist ekkert smeyk við skammbyssuna mína, en stóð í vegi fyrir okkur með útrétta handleggi og hrópaði: — Þjófar! Hjálp! Morð! — Þá var það, sem ég tók eftir járnteininum, sem notaður er til að draga járnrimlana fyrir gluggunum upp og niður. Ég greip hann og henti mér á gömlu konuna, en hrópaði um leið til Naómí: — Komum okkur héðan út — og það strax. — Um leið og ég ýtti við gömlu konunni, sló ég hana, og hún féll aftur á bak út á gangstéttina, svo að við urðum að stíga yfir hana. Við hlupum hvor í sína átt. — Við höfðum komið okkur saman um, ef við Þyrftum að skilja, að við mundum hittast aftur 5 28 V I K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.