Vikan


Vikan - 12.11.1959, Blaðsíða 33

Vikan - 12.11.1959, Blaðsíða 33
Fjárhættuspilarinn Framh. af bls. 15. Klukkan þrjú um morguninn báru þeir hann aftur inn í skrifstofuna, allslausan og ölvaðan. „Ef Harry hefur drukkið, býður hann sífellt hærri upphæðir,“ sagði einn þeirra. „Hve miklu skyldi hann hafa tapað?" spurði annar. „Um það bil tvö hundruð dollurum. Mér þætti bara gaman að vita, hvernig hann hefur náð í þessa pen- inga. Hann hefur ekki átt grænan túskilding mánuðum saman ...“ Þeir lögðu hann endilangan á borðið innan um bækur og blöð og héldu heimleiðis. Hið fyrsta, sem Harry Goree sá, eftir að hann vaknaði, var skært ljós, sem blindaði hann, og eftir stundarkorn gat hann greint í því háan silkihatt. Goree lokaði augunum vegna sólbirtunn- ar, og þegar hann opnaði þau aftur, sá hann, að maður beygði sig yfir hann, — maður í svört- um lafafrakka og með vingjarnlegt andlit, — andlit Abners Coltranes ofursta. — Ofurstinn beið dálítið hikandi eftir því, að hinn kannaðist við hann. 1 tuttugu ár hafði ekki einn einasti af Gorees-fjölskyldunni horft hreinskilnislega og fjandskaparlaust í augu neins úr Coltranes-fjöl- skyldunni. Augnalok Harrys skulfu sem snöggvast, en sfð- an færðist bros yfir varir hans. „Komu Stella og Lucy með yður til að leika sér við mig?“ hvislaði hann. „Þekkirðu mig, Harry?“ sagði Coltrane. „Auðvitað þekki ég yður, — ég, sem fékk dýrindis svipu frá yður. Og hún gaf frá sér blísturshljóð, þegar maður sló með henni!“ Það var fyrir tuttugu og fjórum árum, þegar faðir Harrys og Abner Coltrane voru beztu vinir. Ofurstinn gekk hinum megin í herbergið og kom aftur með glas af vatni. „Ég, — ég verð að biðjast afsökunar á mér,“ sagði Goree, þegar hann hafði fengið sér að drekka. „Ég hugsa, að ég hafi fengið mér helzt til mikið viskí í gær- kvöld.“ Hann hnyklaði augabrýnnar. „Varstu úti að skemmta þér með niltunum?" spurði Coltrane vingjarnlega. „Nei, ég fór ekki neitt. Síðustu tvo mánuði hef ég ekki séð einn einasta dollara." Ofurstinn snart öxl hans. „Fyrir nokkrum mín- útum spurðirðu mig, hvort ég hefði komið með Stellu og Lucy með mér til að leika við þig, Harry,“ byrjaði hann. „Þú varst pá ekki enn þá vel vaknaður, og þig hlýtur að hafa verið að dreyma, að Þú værir enn þá drengur. En nú ertu vaknaður og verður að hlusta vel á mig sem snöggvast. Ég kem frá Stellu og Lucy til að sækja fyrrverandi leikfélaga þeirra og son míns gamla vinar. Ég vil, að þú komir með mér heim og dveljist þar eins lengi og þú sjálfur óskar. Við fréttum, að það væri illa komið fyrir þér, og okkur fannst, að þú mættir til með að koma til okkar. Þú gerir það nú, er það ekki, drengur minn? Viltu gleyma erfðileikunum, sem verið hafa milli fjölskyldna okkar og koma með mér?“ „Erfiðleikum?" sagði Goree og rak upp stór augu „Eftir því sem ég veit, hafa aldrei verið erfiðleikar milli okkar. Við höfum alltaf verið beztu vinir. En hvernig get ég farið svona með yður heim, ofursti? . . . drukkinn ræfill og vesæll, einskis nýtur eyðsluseggur og fjárhættuspi]ari!“ Hann staulaðist af borðinu yfir í armstólinn sinn og grét stórum krókódílstárum, tárum drykkju- mannsins, blönduð tárum hins óhamingjusama manns, sem lítur iðrandi um öxl til þess lífs, sem hann á að baki sér. Ofurstinn sat við sinn keip og sagði, að hann þyrfti á aðstoð Gorees að halda við að flytja geysimikið magn af viði yfir hátt fjall að fljóti þar í grennd. Og á næsta andartaki hafði vesalings maðurinn, sem var yfir sig hamingjusamur að geta orðið einhverjum að liði, breitt pappirsblað á borðið og byrjaði hratt, en skjálfhentur, að rissa upp, hvað hann gæti og mundi gera. Og Coltrane ofursti brosti ánægjulega. Ibúarnir í Betel höfðu aldrei verið slegnir jafn- mikilli undrun og þessa síðdegisstund, þegar þeir sáu Coltrane og Goree ríða bróðurlega hlið við hlið í gegnum borgina. Þannig riðu þeir í áttina til fjalla með glápandi fólk og rykugar göturnar í Betel að baki sér. Harry hafði þvegið sér og snyrt, svo að hann leit nú virðulegar út, en sat enn þá óstöðugur í söðlinum og virtist vera að glíma við eitthvert erfitt vandamál í huganum. Coltrane lét hann afskiptalausan og vonaði, að áhrif hress- andi fjallaloftsins mundu fljótlega koma honum I jafnvægi. Þegar þeir höfðu riðið nokkra kílómetra þegj- andi hlið við hlið, kippti Goree allt í einu i taum- ana og stöðvaði hest sinn. „Ég tapaði tvö hundruð dollurum í pókernum í gærkvöldi," sagði hann. „Hvernig í ósköpunum hef ég komizt yfir þessa peninga?" „Vertu ekki að hafa áhyggjur af því,“ svaraði ofurstinn. „Fjallaloftið mun brátt hressa upp á \ hOsmceður um »Pnd S* ^ist oa roon vrn. :^=V:-e,ni en cíowne . ; CIOZONE er þvottoe ^ ^ þyQ staklega er Það hefur Or því \ ÞvoUaN[ áhr\< á þvotta- :a;\eina aðra hluta vinduna ne ð sem þvottavélannna ttu[inn verð- meS' e'U: oaWioUegri en ur hreinni og nokkru sinni tym sr «• • Sr » *\, ’•* ífí/ cx FÆST ALLSTAÐAR heildsölubiredir: EGGERT KRISTJÁNSSOM & CO. H.F. VIK A N 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.