Vikan


Vikan - 12.11.1959, Blaðsíða 11

Vikan - 12.11.1959, Blaðsíða 11
hinum erfiBustu vitnum. Ég breyti sjaldan um að- ferð, og ég viðurkenni, að ég geri mér mat úr likamlegu útliti minu, hinu fræga gorkúluandliti og útistandandi augunum, sem hafa talsverð áhrif á fólk, ef þau stara á Það eins og Þau sjái ekki. Ljótleikinn er mér gagnlegur og gefur mér hið dularfulla útlit kinverskrar postulínsstyttu. Ég læt Þá tala góða stund, meðan ég skrifa sjálfur athugasemdir með rólegri hendi, — læt Þá hafa yfir hinar glæsilegu setningar, sem þeir undir- bjuggu, áður en þeir börðu á dyr hjá mér, en síðan, þegar þeir eiga þess sizt von, gríp ég fram í án þess að hreyfa mig hið minnsta og enn með hönd undir kinn: „Nei!“ i Þetta litla orð. talað án þess að byrsta róminn hið minnsta, kemur þeim oftast úr jafnvægi. Eg fullvissa yöur . . .“ Þeir reyna að mótmæla. „Nei!“ „HaldiO þér því fram, aO ég IjúgiT" ,J?etta var eklci eins og þér segiö." Þetta nægir við sumt fólk, sérlega konur, og þær setja þegar i stað upp trúnaðarbros. Aðrir streitast enn á móti. „En ég get svariö . . .“ 1 slíkum tilfellum stend ég á fætur, eins og viðtalinu sé lokið, og geng til dyranna. „Eg skal segja yöur þaÖ“ stama þeir áhyggju- fullir. „Eg þarf ekki á útskýringum aö halda, heldur sannleikanum. Þaö er mitt starf, en ekki yöar, aö finna útskýringarnar. Og úr því aö þér kjósiö heldur aö Ijúga . . .“ Ég þarf sjaldan að styðja á bjölluhnappinn. Ég get greinilega ekki viðhaft þessa aðferð við sjálfan mig. En ef ég skrifa til dæmis: „ÞaÖ byrjaöi fyrir einu ári, þegar . . .“ Það er réttlætanlegt, þó að ég taki fram i fyrir sjálfum mér á sama hátt og öðru fólki með einföldu svari: ,fNei!“ Þetta nei ruglar þá jafnvel meira en hin fyrri, og nú skilja þeir hvorki upp né mður. ,,Samt,“ streitast þeir á móti, „var þaö, þegar ég 'hitti hana, sem . . .“ „Nei!“ „Hvers vegna haldiO þér þvi fram, aö þetta sé ekki satt!“ „Vegna þess aO þér veröiö aO fara lengra aftur f timann". „Hve langtV' „Eg veit ekki. Reyniö!“ Þeir reyna og finna næstum alltaí einhvern fyrri atburð, sem skýrir ólánið. Ég hef bjargað mörgum með þessu móti, — ekki, eins og þeir halda, í réttarsalnum með brögðum I málfærslunni eða með þvi að snúa mér að áhorfendapöllunum til að hafa áhrif á kviðdóminn, heldur með þvl að hjálpa sakborningnum til að finna ástæðuna fyrir verknaðinum. Á sama hátt og þeir ætlaði ég sjálfur að byrja að skrifa: „Þaö byrjaöi . . Hvenær? Með Yvette? Kvöldið. sem ég fann hana aleina i biðstofu minni, þegar ég kom úr réttarsalnum? Þetta er auðvelda svarið og það, Ég sé hana fyrir mér, þegar hún stóð upp og reyndi að brosa öryggisbrosi og leika út stærsta trompinu sínu með glæsibrag. — Eins mikið og þév viljið, áður en þeir láta mig í fangelsið, sagði hún. I - : *| J sem ég freistast til að kalla rómantiska svarið. Ef það hefði ekki verið Yvette, hefði bara komið einhver önnur. Og hver veit annars, hvort innrás nýs þáttar i lif mitt var óhjákvæmileg? Því miður er ég ekki svo heppinn sem skjólstæð- ingar mínir, — þegar þeir eru setztir í játninga- stólinn, sem ég nefni svo, — að hafa fyrir fram- an mig mann reiðubúinn til að hjálpa mér að finna minn eigin sannleika, jafnvel þótt það sé einfaid- lega með einu stuttu: „Nei!“ Ég leyfi þeim ekki að byrja á endinum eða I miðjunni, en samt ætla ég sjáifur að gera þetta, vegna þess að vandamálið með Yvette iiggur á mér eins og mara og ég verð að losna við það. Ef ég hef enn þá nægilegt hugrekki að því loknu, mun ég reyna að kafa .dýpra. Það var á föstudegi fyrir rúmlega einu ári, — varla miklu lengra, þvi að það var í olctóber. Ég hafði rétt lokið við að verja fjárkúgunarmál, en dómi hafði verið frestað um viku. Ég man, að konan min og ég ætluðum að snæða kvöldverð á veitingahúsi við Rooseveltsstræti forseta með lögreglustjóranum og nokkrum öðrum hátt- settum mönnum. Ég hafði gengið úr Dómshöllinni, vegalengdin var ekki nema rétt fyrir næsta horn. Framh. á bls. 27. VIK A N 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.