Vikan


Vikan - 12.11.1959, Blaðsíða 20

Vikan - 12.11.1959, Blaðsíða 20
a annars ábyrgð — eins og fangi, sem látinn er laus skilorðsbundið. En Margrét var allt of þakklát til þess að brjóta heilann um þetta eða spyrja, hvert hann hefði hugsað sér að fara með hana. Hún var fljót að klæða sig, enda þótt hendurnar ikylfu nokkuð. Svo gekk hún frám í biðstofuna ásamt hjúkrunarkonunni. Hugh tók undur handiegg henni, en við úti- dyrnar nam hann staðar andartak og sagði: •— Ég hef mörg'ip sin ium farið yfir samtöl okkar, siðrn við sáo s'. st og hef stanzað við eitt atriði í fyrrs i '!ru sem ég hugði ekki merkilegt í ‘yi,- - ;• ’-f'st nú við, ;.ð sé þess virði, að það sé ata , > b ur. — Og hvað er þa^ ? — Ég man ekki o. \ n.ikvæmlega. Þér sögðuð mér, að þér hefðuð v ið i heimsókn hjá frænda og frænku í New Jersey daginn áður en þetta hófst. Þér sögðuð mér líka, að dóttursonur yðar hefði verið þar, — Joey hét hann víst? Hún kinkaði kolli. — Þér sögðuzt hafa farið með nokkrar smá- gjafir til hans: flugvélarlíkan. kappakstursbil, lausblaðabók og Davy Crockett loðhúfu. — Já. — Var þessi bók gerð fyrir börn, nokkurs konar leikfang? — Nei, þetta var minnisbók, sem ég hafði fundið. — Fundið? Margrét roðnaði og fór greinilega hjá sér. Ja, hún hafði eiginlega ekki fundið hana, heldur tekið hana, þar sem hún lá, við hliðina á sorptunnu dr. Gollways. Einhver hafði ætlað að kasta bókinni i tunnuna, en hafði ekki miðað rétt. Þetta var lítil, rauð vasabók með snjáðri kápu. Hún var útskrifuð með næstum ólæsilegum athugasemdum á lækna- máli, — púls, likamshiti, hjarta og þess konar hlutir. Hún bjóst við, að Joey mundi hafa gaman af henni, því að hann skemmti sér gjarna við að Ieika lækni, svo að hún hafði sett nýja kápu utan um bókina, stungið blýanti niður með kilinum og skrifað utan á bókina: Dr. Joey. — Og þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn, sem ég hef fundið eitthvað handa honum hjá rusla- tunnu dr. Gollways, . . . litlar lyfjaflöskur og umbúðir utan af ýmsu, sem læknar nota. En bókin var ekki frá dr. Gollway. — Ekki? sagði Hugh. — Ég hélt það í fyrstu, en svo tók ég eftir fangamarkinu E. R. i henni. Og þegar ég kom aftur með lestinni frá New Jersey, kom mér nokkuð í hug í þessu sambandi. Um tíuleytið kvöldið áður hafði ég séð konu nokkra fara inn til dr. Gollways, — inn á lækningastofuna á fyrstu hæð. Ég fékk þá hugmynd, að hún væri hjúkrun- arkona, því að ég hafði séð glytta í eitthvað hvítt undir kápu hennar. Og þar sem minnisbókin hafði ekki verið i sorptunnunni, heldur við hliðina á henni á ganginum á fyrstu hæð, þá kom mér til hugar, að ef til vill hefði bókinni ekki verið hent, heldur hefði þessi kona misst hana. Mér fannst ég verða að rannsaka málið. — Og svo hafið þér spurt dr. Gollway? — Já, ég hitti hann morguninn eftir, þegar ég var á leiðinni út, og spurði hann, hvort hjúkrun- arkonan, sem ég hafði séð fara inn til hans kvöldið áður, hefði upphafsstafina E. R. Hann horfði á mig undarlega gramur á svipinn og sagði, að engin hjúkrunarkona hefði heimsótt hann kvöldið áður. Þá lét ég þetta eiga sig. Ég var búin að reyna . . . — Já, einmitt, sagði Hugh. — En þarna kemur leigubíll. — Hvert ætlið þér að fara með mig? — Ég hafði hugsað mér að fara með yður heim til foreldra minna. Ef þér þá hafið ekkert á móti því. Þau eru bezta fólk. Hún fann, að tárin voru aftur komin fram í augnkrókana. — Það er ákaflega vingjarnlegt af yður, læknir, en haldið þér, að það sé hin rétta lækninga- aðferð ? — Nei, það er það ekki, svo "3 það er bezt, að þér kallið mig Hugh, — han; brosti, — aðeins ekki í lækningastofunni. Ég verð að reyna að halda virðuleika starfsins þar. — En haldið þér, að foreldrum yðar falli ekki miður að fá mig inn á heimilið? — Alls ekki. Og þar verðið þér algerlega örugg, þar til við finnum eitthvað annað betra. Hún hallaði sé raftur í sætinu og hvíldist. Ann- aðhvort hafði dr. Norton — Hugh — ákveðið að láta undan hugarburði hennar eða hann var kom- inn á þá skoðun, að ef til vill væri þetta ekki tóm ímyndun. Og hvað sem öðru leið, þá leit nú loks út íyrir, að hún mundi geta verið örugg um sig og dregið andann léttar um nokkra hríð. Hún blundaði andartak, — því að þetta hafði verið erfið nótt. En þegar vagninn nam staðar, var hún orðin hress í bragði, Þau námu staðar fyrir framan stórt og virðu- legt íbúðarhús. Dyravörður opnaði fyrir þau bíl- hurðina, og það féll henni vel, því að með dyra- vörð í húsinu taldi hún mundu verða erfiðara fyr- ír þá að nálgast hana. Þau fóru upp á efstu hæð í lyftunni. Klukkan var ekki orðin tólf, og dr. Norton eldri var ekki heima, en frúin bauð þau velkomin, og Margréti féll þegar vel við hina vingjarnlegu konu með grásprengda hárið og gráu augun, er nú litu alvarleg á hana, en áttu annars yfir ríkri kímni að búa. — Nú-já, þarna er þá nýjasti sjúklingurinn hans Hughs. Aðlaðandi sjúklingur, verð ég að segja. Fáið yður sæti, góða mín. Eða viljið þér kannski fara strax í rúmið? — Nei, það er allt i lagi með mig. Margrét varð hvorki vör við meðaumkun né hulið glens í aug- um konunnar. — Þér verðið að afsaka, sagði hún, — ég veit, að það hljómar kjánalega, . . . en ég er satt að segja glorhungruð. — Já, auðvitað. Við borðum miðdegisverð svo fljótt sem unnt er. Getur þú borðað með okkur, Hugh? Hann hló hátt. — Ungfrú Corday veit það vist gerla, . . . ég gæti þess vegna verið hér heima 5 allan dag. Hann sneri sér að Margréti: — Skiljið þér, — það er stutt, siðan ég opnaði lækningastofu mina. Ég hef ekki enn fengið marga sjúklinga. — Þeir munu áreiðanlega koma, sagði Margrét hátíðlega. — Þér verðið bæði ríkur og frægur. — Ég bakka. En þá er það miðdegisverður- inn . . . Á eftir sagði hann: — Ég ætla að fara á lækn- ingastofuna. Það getur alltaf verið, að einhver slysist inn til mín. Ég ætla að koma við á stofunni hjá pabba. — Á ég að skila nokkru til hans, mamma? — Já, biddu hann að kæfa hvern þann, sem kem- ur til hans eftir klukkan fimm, — það er allt og sumt. Hug fór leiðar sinnar, og frú Norton tók til i stofunum sínum, meðan Margrét sat makindalega í hægindastól og lét fara vel um sig. Augnalok hennar sigu niður . . . Þau héldu ráðstefnu eftir miðdegisverðinn, — Norton eldri, Hugh, frú Norton og Margrét. —- Við getum þegar fullyrt, sagði frú Norton, að vesalings barnið getur ekki farið aftur til íbúðar sinnar, eftir það, sem borið hefur fyrir hana þar. — Hárrétt, sagði Hugh. — Ungfrú Corday getur dvalizt hér svo lengi sem hún kærir sig um, lýsti Norton eldrl yfir. Það var greinilegt, að hann var engu síður hrif- inn af sjúklingnum en sonur hans. — Ég hef enn Þá betri hugmynd, sagði Hugh. — Sumarbústaðurinn . . . — Sumarbústaðurinn? sagði frú Norton, — er það ekki óheppilegur staður á þessum tíma árs? — Það er enn þá betra. Þá liður langur tími, þar til nokkrum er ljóst, að það er búið í húsinu. — Og enginn veit, Ihver býr þar, það er að segja, ef þér kærið yður um einveru? — Áreiðanlega, sagði Margrét. — Ef það er þá bara einvera. — Ég skil, hvað þér eigið við. Þér verðið Þar i friði. Ég skal hringja til yðar á hverju kvöldi, en það er ekki vert, að ég heimsæki yður. Mér gæti verið veitt eftirför. Það gerði henni mjög gott að heyra, að fólk trúði sögu hennar, eftir að hún hafði í langan tíma átt svo erfitt með áð fá nokkurn mann til að hlusta á sig. — Því að þetta sýndi, að þau trúðu sögunni? Það gat ekki verið, að þessi brosandl, ungi maður og hin alúðlegu, rosknu hjón . . . væru í félagi við þá? — Ég geri hvað, sem þér segið mér, sagði hún ákveðin. — Hvenær á ég þá að fara þangað? — Reyndar ættuð Þér að fara Þegar i stað — eða kannski seinna í kvöld. Ef til vill ætum við að biða myrkurs. Ég fæ lánaðan bílinn þinn, pabbi . . . — En hvað um fötin mín, sagði Margrét. —- Ég hef ekki . . . — Ég skal sækja þau, sagði Hugh glaðlega. — Þeim verður kannski ekki sérlega vel niður pakk- að, en ég skal gera eins og ég get. Hann gekk út, og Margrét sneri sér að föður hans: — Hvar er sumarbústaður yðar. dr Norton? Hann brosti — Vestan megin við fjörðinn, sagði hann, — í New York-fylki, nálægt Aymeshire. Það er mjög fallegt þar. Húsið stendur á hæð, og það er hægt að sjá viða í góðu skyggni. Jörðin er stór, svo að það er engin hætta á, að nágrann- arnir verði of nærgöngulir. •— Og það eru nógar matarbirgðir þar fyrir heilan her, sagði frú Norton. — Við skreppum þangað oft á vetrurna, þegar vegirnir eru færir. Hugh mun setja olíuofninn í gang fyrir yður, svo að þér getið haft hlýtt hjá yður. Þau töluðu hreykin um sumarbústaðinn sinn. Landslagið i kring var vaxið villigróðri, en fallegt, fannst þeim. Þau höfðu átt þennan stað árum saman. Hugh var að miklu leyti alinn þar upp. En meðan þau ræddu um sumarbústaðinn, fór ýmsum hugsunum að skjóta upp í kolli Margrétar. Það væri auðvitað dásamlegt að vera ein og vera örugg. En að vera ein — og ef til vill ekki örugg? Ef þeir fyndu hana nú á svo eyðilegum stað? Það var eins og dr. Norton læsi hugsanir hennar. — Það er herstöð nálægt, og hermennirnir þar sjá einnig um löggæzluna í héraðinu. Þeir eru alltaf tilbúnir að koma til aðstoðar. Ef þér verðið fyrir minnstu áreitni, þurfið þér ekki annað en hringja, og Þér fáið hjálp þegar í stað. Kemur hjálpin nógu fljótt? hugsaði Margrét. En henni fannst það óhugsandi að sýna ekki þakk- læti, þegar henni mætti slíkur velvilji og hjálp- semi. Hugh kom aftur með stóru ferðatöskuna, sem hafði legið á gólfi klæðaskápsins i svefnherberg- inu. — Ég setti í hana allt það, sem ég gat hugs- að mér, að yður yrði að gagni, sagði hann. Það vantar áreiðanlega eitthvað. en mamma get ur þá sennilega hjálpað upp á sakirnar . . . Jæja, eigum við að fara að koma okkur af stað? 6. KAFLI. Klukkan var ekki orðin ellefu, þegar Hugh sneri bílnum út af aðalveginum inn á þröngan og holótan hliðarveg. Nokkrum mipútum síðar var vegurinn orðinn að troðningi, og Þau óku yfir ryðgaða járnbrú. Þau heyrðu vatnsnið, og Margrét sá glytta i ána báðum megin brúarinnar. Áin var næstum hvít, og bárurnar brotnuðu á klettanibb- um. — Á sumrin er hún spegilslétt, sagði Hugh, —. en hún ýf’st á vorin. Áin nær næstum alveg i kringum jörðina okkar, og eykur það mjög ð fegurð staðarins. méert'? 20 VIK A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.