Vikan


Vikan - 28.01.1960, Page 7

Vikan - 28.01.1960, Page 7
SIÐAN — en lifir sneri sér frá konunni og tók nú að segja henni sögu, sem hann hafði aldrei sagt neinum áður. — í fimm mánuSi hef ég gert tilraunir á laun meS röntgengeisla á dýrum. Wilhelm Röntgen fann upp aSferS til þess að framkalla röntgen geisla. Uppfinningin er enn órannsökuð að heita má, og geislarnir hafa aldrei verið reyndir á mönnum. Allar tilraunir mínar á dýrum hafa tekizt vel, en mér er ekki fyllilega ljóst, hvaða áhrif geisl- arnir hafa á mannslikamann. Einhver tegund geislunar getur haft sömu áhrif á mannslikam- ann og krabbamein: Hún étur upp líkamann. Hins vegar hef ég séð, að smituð dýr, sem hafa fengið röntgengeislameðferð, hafa brugðið skyndilega við og orðið alheilbrigð á nokkrum dögum. — Þér eruð með krabbamein í vinstra brjósti. Ef til vill getur geislalækningin veitt yður bata, en við vitum ekki nóg til ])ess að geta verið öruggir um árangur. Krabbameinsvefir, sem komið hefur verið fyrir í dýrum, hafa sýnt viðbragð, en óvíst er, hvernig mannslíkaminn bregzt við. — Ég get i versta lagi dáið, dr. Grubbe, sagði Margaret Bryant. — Ég er hvort eð er að deyja. Ég held, að þér finnið ekki betra tilraunadýr fyrir þessar geislarannsóknir en mig eða hvað? Grul)I>e hristi höfuðið. — Satt að segja, nei. Það væri tilvalið að hafa yður scm tilraunadýr. Krabbameinið hefur breiðzt út i brjósti yðar, en að mínum dómi elcki svo mjög, að von sé ekki um bata, — ef réttri aðferð er beitt strax. Krabbameinið vex stig af stigi, og krabbameinið í yður er ekki orðið illkynjað enn. — Hversu lengi haldið þér, að ég muni lifa? Segið mér sannleikann, — ég er eklci barn. Ég þoli mætavel að heyra sannleikann. — Guð einn veit það, ungfrú Bryant. Ef til vill nokkra mánuði, ef til vill nokkur ár. Við vitum svo lítið um krabbamein, að við getum ekkert sagt um það, hversu lengi krabbameins- sjúklingar geta lifað. Það er undir mótstöðuafti líkamans komið. — Ég er fús til þess að skrifa undir skjal á þá leið, að þér eigið enga sök, þótt röntgenað- ferðin bregðist, dr. Grubbe, sagði unga konan lágt. — Ég er undir fyrstu aðgerðina búin, strax í dag. Ég vil lifa. Ég óska þess að lifa, eignast börn og eiginmann og verða gömul eins og aðrir. Ég vil ekki deyja. Ég held, að þér getið læknað niig. Grubbe sagði: — Ég kem aftur í kvöld, ungfrú Bryant. Ég verð að fá að hugsa mig um. Ég kem klukkan sjö, og ef ég ákveð að reyna á yður geislana, skal ég hafa með mér skjal, sem þér getið skrifað undir, á þá leið, að þér óskið þess að gangast undir röntgenaðgerð. Dr. Morrison og starfsbróðir hans, dr. Frank Simeonson, voru skelfingu lostnir, þegar Grubbe sagði þeim, að liann hefði í hyggju að bcita geislum gegn krabbameininu í brjósti ungfrú Bryant. — í fyrsta lagi, sagði Simeonson, — liafið þér ekki minnstu hugmynd um, hvernig mannslíkaminn bregzt við, og i öðru lagi verðið þér sjálfur einnig fyrir geislun. Við vitum ekk- ert um hættur geislunarinnar. Þér skrifið vafa- laust undir eigin dauðadóm ásamt ungu stúlk- unni. — Stúlkan, sagði Grubbe, er dauðans matur. Ekkert getur bjargað lifi hennar. — En hvað um sjálfan yður? spurði Morrison. 1898 þó enn * \ ii — llöntgen segir í riti sinu um röntgengeislana,' að geislun geti haft þau áhrif, að mannslíkam- inn visni. Ef stúlkan deyr, meðan á geislunar- aðgerðinni stendur, eða vegna geislunarinnar, munuð þér auk þess verða sakaður um morð eða a. m. lc. manndráp. Heiður yðar er i veði, Grubbe. Ungi vísindamaðurinn brosti. — Þessi rök, sagði liann, — kannast ég mætavel við. Þegar mennirnir hafa fundið upp eitthvað nýtt, liafa menn oft lýst yfir því, að uppfinningarmaður- inn væri galdramaður eða eitthvað þvílikt. Án þess að rannsaka og reyna að finna nýjar leiðir fer manninum aldrei fram. Ungfrú Bryant er dauðadæmd. Við vitum ekki, hve langt hún á eftir ólifað. Wilhelm Röntgen fann upp röntgen- geislana, sem drepa krabbameinsvefi. Ef við finnum ekki fórnarlamb, sem vill hætta á þessa aðferð, — einhvern, sem vill hætta lífi sinu til þess að fá ef til vill tækifæri til þess að lifa fram að fimmlugu eða lengur, — hvernig getum við þá nokkurn tíma tekið framförum? Ég er búinn að semja skjal. Mér þætti vænt um, að þið færuð yfir það til þess að ganga úr skugga um, hvort j)að sé orðað á viðeigandi liátt, og ef unnt er, vildi ég, að þið skrifuðuð undir það sem vottar i viðurvist ungfrú Bryant klukkan sjö í kvöld. Morrison las skjalið upphátt: „Ég undirrituð, Margaret Bryant, sem er með fullri skynseini, bið hér með dr. Emil Grubbe að beita röntgengeislum gegn krabba- meini í brjósti minu. Ég ber fulla ábyrgð á, þessari aðgerð og firri einnig dr. Grubbe allri sök, ef aðgerðin skyldi flýta fyrir dauða mínum eða verða mér skaðleg." Margaret Bryant lyfti pennanum ákveðið og skrifaði undir skjalið og horfði á Morrison, Simeonson og Grubbe skrifa nöfn sín undir nafni hennar. Klukkustund siðar lá lnin undir röntgengeislatæki, sem dr. Grubbe hafði sjálfur útbúið. Dyrnar að rannsóknarstofunni voru læstar, og seðill var festur á hurðina: Hætta! Aðgangur bannaður- — Ég fann ekkert nema veikan sviða, sagði Margaret Bryant hálftíma siðar, þegar Grubbe fór aftur með hana inn á stofuna. — Var þetta allt og sumt? Grubbe brosti. — Já, þetta var allt og sumt, en við verðum að beita geislunum að hinum sýkta vef á hverjum degi. Eftir viku mun ég !)iðja dr. Morrison að rannsaka á yður brjóstið til þess að ganga úr skugga um, hvort nokkur bati sé sýnilegur. Tveimur dögum síðar komu forráðamenn sjúkrahússins saman og livöttu dr. Grubbe til þess að halda fund. Hann varð fyrir þessum ásökunum: — Þér liafið gert algerlega ólöglega og sið- lausa tilraun með röntgengeislum á ungri konu, sagði forráðamaðurinn, yfirlæknirinn dr. New- man. — Með því að gefa þessari konu tálvonir hafið þér fengið hana til þess að skrifa undir skjal, sem er einskis virði. Enginn getur beðið náungann um að drepa sig beinlinis. Ef konan deyr, verðið þér sakaður uin morð. Við getum ekki leyft yður að halda áfram tilraunum yðar, og við verðum að krefjast þess, að þér hættið þessu á stundinni. Fram'h. d bla. SJf. — Það gerist þá ekkert annað en það, að ég dey, — í versta tilfelli, sagði unga konan við dr. Grubbe. Þessi mynd er tekin af dr. Grubbe fyrir nokkrum árum. Hann býst að vísu ekki við því að verða 100 ára, en vonar að lifa af 100 uppskurði. ÞaS var ekki fyrr en nálin var komin 1 sentímetra inn f holdið, að hann fann sársauka. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.