Vikan


Vikan - 28.01.1960, Blaðsíða 11

Vikan - 28.01.1960, Blaðsíða 11
Þau forðuðu sér upp á þakið til þess að bjarga lffinu — öll þrjú. garðanna, sem stóðu dreift í dalnum, o" fljótið, sem leið áfram, lygnt, djúpt og voldugt, og virtist drottna yfir umhverfinu. En Herbert gerði þó ekki neina tilraun til að dylja það fyrir sjálf- um sér, að ekkert orkaði eins sterkt á liann og þegar hann leit Jóhönnu, systur Leons, vinar síns, fyrsta sinni. Hún var lítil og grannvaxin, og Herbert var það óskiljanlegt, hvaðan henni kom þróttur og þrek til að standa í þvi erfiði, sem lniskapnum fylgdi, og vera sifellt glöð í skapi; það var eins og hún þreyttist aldrei, enda þótt hún léti aldrei vcrk úr liendi falla myrkranna á milli. Það leyndi sér ekki heldur, að Leon var stoltur af henni. Falleg var hún, — hárið hrafnsvart, andlitið smágert, svipdrættir fínir og samræmdir, augun tinnudökk, og þau liöfðu starað spyrjandi á hann fyrst i stað, en von bráðar tendrazt i þeim ylheit glóð, sem bar því ljóst vitni, að henni væri ljúft að viður- kenna, að hrós bróðurins um hinn þýzka vin sinn hefði sízt verið orðum aukið. Leon veitti athygli hinni ört vaxandi samúð milli þerra Herberts og Jóhönnu. Honum varð að brosa i laumi við þá tilhugsun, að ef til vill kynnu vináttubönd þeirra Herberts að treystast enn — fyrir nánar tengdir.^Hann unni systur sinni þeirrar hamingju af heilum hug, enda þótt hann gegni þess ekki dulinn, að erfiðari yrði honum búskapurinn og einmanalegri, þegar hún væri farin. Það gat ekki hjá því farið, að hann yrði þá að ráða sér einhverja aðstoð, ef til vill mundi hann kvongast sjálfur, og honum varð hugsað til Gaby, dóttur nágranna- bóndans, og enn brosti hann. Nú var vika liðin . . . Undanfarna daga liafði verið hellirigning. Fljótð byltist um farveg sinn, slraumþungt og ógnandi. Sólskinið dagana áður en tók að rignn, hafði brætt snæhetturnar af tindum fjallanna og auldð stórum vatns- magn þess, og nú bættist rigningin við. Straumþungi þess buldi á stíflugörðunum, sem hindruðu för þess; það rigndi og rigndi, og enn hækkaði i fljótinu . . . Þau höfðu haldið sig inni i stofunni allt kvöldið. Regnið dundi án afláts á gluggarúðunum. Smám saman hafði samtalið beinzt að óeirðum þeim og óvissu, sem alls staðar var í umheiminum, og átökum, sem sífellt urðu þjóða á milli, hættunni á því, að ný styrjöld kynni að skella á. Báðir ungu mennirnir gerðu sér fyllilega ljóst, hver álirif það mundi óhjákvæmilcga hafa á örlög þeirra, cf skynscinin yrði ekki tortryggninni og hatrinu sterkari. Þá var það, að þeir tóku að rifja upp sameiginlegar endurminningar frá dvölinni i Sviss. Og án þess að þeir gætu eiginlega gert sér það ljóst, hvor upptökin átti, þá höfðu þeir allt i einu rofið þegjandi samkomulag sin á milli. í rauninni var engin ástæða að fara að draga það^ fram i dagsljósið, að þeir, eins og tugþúsundir annarra barna, hefðú verið fæddir til annars hlntskiptis en þess, er jieir hlutu þessi hræðil|Cgu ár, sem mann- vonzkan og grimmdin gekk berserksgang i veröldinni. Þeim varð það á engu að siður. Ekki það, að orð þeirra væru neinni beizkju blandin. Þvi varð ekki breytt, sem orðið var. Ekki ákærðu þeir neinn eða dæmdu. Og samt sem áður var eins og þeir væru að lcik með liættu- legan eld. Þau skildu livort annað, þau þrjú, — og Herbert lilýddi með brosi um varir á frásögn Leons af föður þeirra systkina. Það lcyndi sér ckki, Framhald á bls. 31. f*t UH 6HMC+S 1/erífr

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.