Vikan


Vikan - 28.01.1960, Síða 15

Vikan - 28.01.1960, Síða 15
hann sér að mér, hló við lágt og sagði: — En hvað þér eruð óttaslegin á svip. Er það svcma hættulegt að vera ein með mér? Þetta var í fyrsta sinni, sem ég heyrði hann tala í léttum tón. Hánn var ofurlítið rauðari í andliti en hann átti að sér og svipur hans óræður. En ég fékk svo óstjórnlegan hjartslátt, að ég kom ekki upp nokkru orði. Sem við nú gengum þarna saman í húmi kvölds- ins. fundum við aftur þá einlægni og hlýju, er með okkur hafði verið. Ég var honum innilega bakklát fyrir að snerta ekki við mér þetta kvöld. Hefði hann gert það. býst ég við, að ég hefði brostið í ofsagrát. Allan daginn hafði ég barizt við eigin hugsanir og fann nú, að ég hafði ekki fulla stjórn á sjálfri mér. Þegar við skildum, horfði hann lengi á mig. Nú var hann æði-fölur. — Var ekki gaman að ganga með mér þrátt fvrir allt? — spurði hann. — Jú. hvíslaði ég svo hljótt, að varla heyrðist. Upo frá þessu lá sterkur leyniþráður milli okk- ar. Ég þráði stöðugt að hitta hann. Stundum spurði ég sjálfa mig, hversu lengi þetta ástand gæti varað, án þess að eitthvað gerðist. En ég vildi ekki, að neitt gerðist umfram það, sem orðið var. Ég leiddi hugann að starfi hans og mann- orði, sem hingað til hafði verið óflekkað. Og innra með mér fann ég, að fyrir sjálfri mér mátti fara sem vildi, bara ef hann kæmi óskaddaður út úr því. Svo heitt er hægt að elska, ef tilfinningarnar einar eru látnar ráða. En sú stund átti eftir að renna upp, er ég gerði mér það ljóst, að hvað sem öðru liður, getum við látið hugsanirnar ráða yfir tilfinningunum. Það var sunnudagskvöld. Pabbi og mamma voru nýkomin heim úr ferðalagi. Þau höfðu verið að heimsækja manninn, sem var leynilegur eisk- hugi systur minnar. Hann átti heima í bæ, sem var um þriggja stunda ferð heiman að frá okkur. Þau vissu ekkert um samband þeirra, en faðir minn og hann voru góðir vinir og sóttu hvor annan heim við og við. Ég tók eftir þvi, að pabbi var náfölur, þegar hann kom inn úr dyrunum, og mamma var í uppnámi. Ég fann, að eitthvað illt var á seyði. Þar kom að því! Pabbi settist þyngslalega á bekkinn, og aldrei gleymi ég stun- unni, sem brauzt fram af vörum hans, um leið og hann sagði: — Við komum frá Sörgárd. Það var auma heimsóknin Við vitum. að þér er kunnugt um það allt saman. Svo sagði hann frá því, hvernig konan hans Sörgárds hefði grátið ofsalega og minnzt á bréf- in, sem hún hefði fundlð, og svo sennuna, sem þau hjónin hefðu lent i. Maður hennar bar ekki á móti neinu, en kannaðist við. að hann væri sem heillaður af annarri konu. Nú vildi konan taka börnin og hverfa heim til foreldra sinna. Jafn- framt þvi krafðist hún skilnaðar og skýrði frá tilefni þess. Nóttina eftir gafst mér ekki mikil hvíld. Hin sorgbitna eiginkona var sí og æ fvrir sjónum mér. Og ég sá meira. Ég sá aðra eiginkonu,. sem átti sams konar raunir fyrir höndum. Ástaræv- intýri svstur minnar hafði bvrjað sem bezta vin- átta. Nú voru þau, hún og vinur hennar, í þann veginn að slíta öll bönd og flvtjast til framandi lands. svo að þau fengju notið þess, sem þau köll- uðu ást, •—■ ást, er þau sjálf töldu, að ætti sína einu hliðstæðu I ævintýrinu um Trístan og ísolde. TTm niðurbrotna konu og grátandi börn mátti fara sem fara vildi. Eftir því, sem ég hugsaði meir um betta ástand. fvlltist ég innilegri viðbióði á því. Þarna bjó maður í fullkomnu hiúskaparsamlífi við eina konu og naut þeirra gæða. sem heimili getur veitt. En það var honum ekki nóg önnur kona varð að uppfylla þær kröfur, sem fýsnir hans gerðu til unaðar og nautna. Hvernig gat maðurinn verið svo miskunnarlaus? Ég hafði ögn kynnzt örvilnun svstur minnar, þegar hún sá. hve vonlaust. ástand- ið var. Nú bættist hún og hin konan í hóp hinna ógæfusömu kvenna, sem létu eigingjarna karl- menn eyðileggja líf sitt. Geigvænlegt hatur sauð upp í mér. Mig langaði heinlínis til að láta slika karla fá að kenna á því. Þegar birti af degi, hafði ég gert ákvörðun. sem ég vissi, að ég yrði að nevta allrar orku til að koma í framkvæmd En hefðu örlögin ekki komið mér til hjálpar. veit ég ekki enn í dag, hvernig farið hefði fyrir mér. Hví á það alltaf svo að vera. að því einlægar sem manninn langar til að sigra, bví meiri freist- ingar verða á vegi hans? Upn frá bessu var þvi likast sem hver samverustnnd með Lyvann yrði að örfínum þráðum, er vefðust, um mig og drægju mig til hans. Enn sem komið var. tókst mér að spyrna á móti því. En ég fann það greinilega, að brátt yrðu þræðir þessir að sterkum böndum og ég fangi. Nú bar það oft við, að við gengum ein saman á kvöldin. Þá bar svo til einhverju sinni, er áiið- ið var orðið dags eftir góðgerðasamkomu, að hann ætlaði að senda burt bil, sem bróðir minn átti, til þess að við gætum verið tvö ein saman. Mér varð gramt í geði. Anna, sem alltaf var kunn- ug almannarómnum, hafði sagt mér, að farið væri að stinga saman nefjum um þessar ferðir okkar. — E'n fólkið treystir bér, bætti hún við. Þau orð þótti mér vænt um. Mig langaði ekki að gefa ástæðu til meira umtals. Ég bað því bróður minn að bíða, þangað til ég væri ferðbúin, svo að við gætum verið öll í bílnum. Það var þröngt um okkur og óhjákvæmilegt að sitja undir ein- hverjum. Lyvann settist fremstur og greip til mín gegnum opnar dyr bifreiðarinnar. — Þér, sem eruð svo létt, verðið að sitja hérrva hjá mér, sagði hann brosandi. Hann var ekki eins og hann átti að sér í rómn- um. Augu okkar mættust andartak í daufri skím- unni, og allt í einu fannst mér blóðið ólga í æðum mér. Jafnsnemma vissi ég það, að ef hann næði að þrýsta mér að brjósti sér betta kvöld. gæti ekkert í veröldinni framar skilið okkur að. Ég dró að mér höndina og stamaði: — Ég, ég he'd það sé meira rúm frammi I hjá pabba. Mér fannst hanga blýlóð við fætur mér bessi fáu skref, sem ég gekk fram til bílstjórans. Þeg- ar við komum heim, forðaðist Lvvann að líta á mig ng yrti ekki á mig, það sem eftir var kvölds- ins Ég sá. að hann var særður eða reiður. Hann á*H að gista hjá okkur, og við gengum snemma til hvílu.' En hvað það var gott að geta ver'ð í einrúmi, því að grát.urinn leitaði á mig með vaxandi þunga. Og hann linaði þrautirnar. Ég stóð upp og gekk að glugganum. — Þú, sem ríkir þarna upn', hiálpaðu mér. hvíslaði ég. — Kenndu mér að velia þinn veg, og gefðu mér stvrk til að ganga hann Á bessari stundu brá skvrt fyr'r hugskotssiónir mínar mynd af öðrum manni. Við höfðum alltaf þekkzt. en aldrei átt. neitt sameiginlegt. Unp á s'ðkastið höfðum við orð'ð þess vör, að okkur kom vel saman og að við áttum mörg sviouð áhugamál Sem ég nú stóð þarna í myrkrinu. einmana og ósiálfbjarga. fannst mér sem b.ossi maður væri bjargvættur minn. Ef ég nú giftist. honum. yrði ég svo fjarri Lvvann i búsetu, starfi og stét.t. að við mundum sjaldan Tvttast. Ég vissi vel. að þetta var að flýja freisting- arnar. En flóttinn getur verið beim eina leiðin til undankomu, sem finnur, að hann á við ofur- efli að etja. Unn frá bessu rak hver atburðurinn annan. Eg vildi heizt mega losna við að ýfa bær undir. En ég verð að gera það til þess. að lesendur megi skilja. hversu allt fór fram. Þegar Sveinn bað nún, játaðist ég honum. Eftir bað var hann svo yfir sig hamingjusamur, að hað deyfði sam- vizkubit mitt. er stundum gerði bð vart við sig, yo"na hess að hugurinn var hiá öðrum Nokkrum vikum eftir að við opinberuðum, sat ég ein inni við handavinnu. Þá kom Anna. og ég það undireins, að hún vildi segja mér eitt- hvað. — Presturinn kom heim t.il mín í dag, sagði hún. — Það harst i tal, að bú værir trúlofuð. Ég sat grafkvrr. Anna leit hlæjandi t.il mín. — Ég held. að hann hafi hrokkið þó nokkuð við Hann sagði, að þig mundi iðra þess að fara að gifta þig. Það sauð upp í mér þægileg gremja. — Ég hygg, að hann hafi nú sínar eigin hug- myndir um það, hvers vegna þú ættir ekki að Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.