Vikan


Vikan - 28.01.1960, Síða 18

Vikan - 28.01.1960, Síða 18
' !9 © O l' & c ( o 9 © • 9 9 © 9 © © © 9 9 • • 9 9 9 9 9 9 9 9 9 © © 9 9 9 9 9 9 9 9 9 © 9 © © © O 'v ■; ■ Upptakan er að hefjast. Valdimar skrifar hjá sér nokk- ur aðalatriði, sem hann vill leggja áherzlu á í morgun- leikfiminni að þessu sinni. Síðan þarf að ákveða músikina. Þeir Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson, píanóleikari þáttarins, ræða tímaseðilinn og koma sér saman um, að hægur vals muni falla ljúflega við næstu æfingarnar. Jón magnaravörður situr í glerhúsi og hefur yfirsýn yfir upptökusalinn. Nú eru Rauða Ijósið er kviknað og þá er þeir Valdimar og Magnús tilbúnir, og þá gefur Jón rautt Ijós til merkis um, að stund alvörunnar runnin upp. Valdi- þeir megi byrja. Þeir taka venjulega upp fyrir marga daga í einu. mar gerir sjálfur æfingarnar um leið og hann telur fyrir. Hugsjónamaður með sérstökum hætti Aldamótakynslóðin hefur lengi þrástagazt á því, að hugsjónir séu nú útdauðar og nú hugsi enginn um skógrækt og örnefnasöfnun eins og frum- kvöðlar ungmennafélaganna. Okkar svar við þessu karlagrobbi er einungis Kristján Magnússon. Þar hafið þið ungan mann með hugsjónir. Hans hug- sjón er að vísu ekki fólgin í klæðiðlandiðskógi eða þvíumlíku, heldur í því að skemmta landslýðn- um. Fyrir þessa hugsjón sína leggur Kristján það á sig að vaka fram á nótt á Hótel Borg og spila þar á píanó, svo aðrir megi dansa og vera kátir. Fyrir bragðið verður Kristján að neita sér um að vera á sjó eða grafa skurði eins og heið- arlegir Dagsbrúnarmenn og koma heim til kon- unnar sinnar á kvöldin og hvíla sig hjá henni eftir dagsverkið. Sem sagt, Kristján spilar með Birni R. á Borginni og er sagður snjall maður i sinni grein. Píanóið er hans ástundun og yndi, en auk þess tekur hann i harmoníku, flikar því þó ekki að ráði. Kristján var aðeins 16 ára, þegar hann byrjaði að spilá í Búðinni með Birni R. Hann segist hafa notið tilsagnar Baldurs Kristjánssonar, sem nú spilar I Leikhússkjallaranum, og síðan lá leiðin í Tónlistarskólann. Að námi loknu tók Kristján tryggð við KK. Framh. á bls. 2j. Kristján Hermann Jónsson, hrl., eiginmaður Auðar Auðuns alþingis- manns, var eitt sinn uppi í mannkynssögu hjá Brynleifi Tobías- syni menntaskólakennara á Akureyri. Hafði Hermanni, af ein- hverjum ástæðum, láðst að lesa undir þessa kennslustund og kunni því í minnsta lagi. Reyndi Brynleifur lengi vel að vekja Hermann til meðvitundar um, að hann væri uppi, en ekki tókst honum að liðka málbein píslarvottsins, sem endranær var þó skrafhreifinn í bezta lagi. Rís þá Brynleifur úr sæti, stígur virðulega niður frá kennaraborðinu, klappar Hermanni á öxlina, býður honum sæti sitt við kennaraborðið og segir: — Og svo skuluð þér nú segja dálítið sjálfstætt frá. Gengur Brynleifur síðan aftast í bekkinn, snýtir sér um stund og fær sér í nefið, meðan Hermann rembist við að þegja sem mest hann má, unz Brynleifur kallar til hans hvatningar- orð: — Og þegar þér hafið lokið máli yðar, megið þér svo setj- ast aftur í sætið yðar! og fótleggir af annari 55 ára Marlene Dietrich heitir hún og hefur stundum veriö nefnd „fegursta amma í heimi". Hún er 55 ára um fiessar mundir og mcetti mörg fertug öfunda hana af útliti hennar. Ehki vitum viö hvort þaö er af þvl, aö hún hafi áldrei nærst á ööru en grænmeti, eöa hvort hún hefur aldrei smakkaö þaö, en annaö hvort hlýtur þaö aö vera. Annars hefur Marlene ævinlega veriö frægust fyrir fótleggina, og hún er eJckert aö skýla þeim, þar sem 'hún liggur á bekk í anddyri stórs hótels. I morgunleikfimi ViÖ litum upp í útvarp á dögunum og fannst bera vel í veiöi, er Valdimar örnólfsson var aö hefja morgunleikfimina. Hann er annars fimleikakennari viö Menntaskólann í Reykjavík og þekktur fyrir alhliöa getu í íþróttum og þó einkum og sér í lagi á skíöum. Magnús Pétursson píanóleikari aöstoöar Valdimar. Hann leikur annars fyrir dansi í Lido og spilar jöfnum höndum klassík og dægurlög. Ekki höfum viö hér upplýsingar um, ihversu margir muni iöka morgunleikfimi undir stjórn Valdimars, en þessi nýjung hefur mælzt vel fyrir og þeir sögöu, aö stundum bærust útvarpinu vinsamleg bréf l tilefni af morgunleikfiminni. Valdimar haföi eitt í fórum sínum. Þaö er frá 55 ára gamalli húsmóöur og fer hér á eftir. - bréf frá einni 55 ára - Ég er bara, eins og gengur, gömul kona og get ei lengur lagt mig eftir rumbu og rokki og rembist þvi í morgunskokki. Mig langar að láta yður vita, að ég er mjög ánægð með morgunleikfim- ina og hef aldrei skrópað. Ég er, eins og mottóið vísar til, hálfgömul kona, 55 ára, og hef aldrei stundað fyrr leikfimi á ævinni. Leikfimi hefur svo góð áhrif á mig, að mér finnst ég eins og hálf-ung kona, siðan ég byrjaði. Ég geri að sjálfsögðu allar æfingar, sem til heyra mínum aldursflokki, og þegar kemur að leikfimi yngra fólksins og mér þykir of erfitt fyrir mig að vera með, þá held ég samt áfram þann tíma, sem ég lieyri í yður, — geri þá þær æfingar, sem þér kennduð fyrst, •—

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.