Vikan


Vikan - 11.02.1960, Síða 18

Vikan - 11.02.1960, Síða 18
)fauifL*a% se$i ari vj t Hrútsmerkið (21. marz—20. apr.): Vinur ESsB þinn mun verða þér að ómetanlegu liði tjfulfUt í vikunni, og ber þér að votta honum gjlgQ þakklæti þitt eftir megni. Miðvikudagur verður honum til mikilla heilla, en þær ættu að vara sig á föstudeginum. E’inhver hlutur, sem er þér ákaflega hjartfólginn mun týnast. NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Þér mun græðast fé í vikunni, en varaðu þig að sóa því ekki öllu í fánýta hiuti. Um helgina mun þér boðið i samkvæmi, sem gæti farið algerlega út um þúfur, ef þú reynir ekki að halda uppi fjörugum sam- ræðum. Tvíburamerkið (22. mai—21. júní): Þú munt fara í skemmtilegt eins eða tveggja daga ferðalag, og þar kynnistu manni eða konu, sem vafasamt er að treysta of mikið. Eftir helgina munt þú lenda í einhverjum peningavandræðum, en góð- kunningi þinn verður til þess að bjarga því við. KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): Mikil breyting verður á lifnaðarháttum þín- um í vikunni, og hún til bóta, því að tilbreytingarleysið undanfarið hefur drepið í þér allan vilja og lífsþrótt. Með kænsku átt þú tækifæri til þess að komast í þægi- legri stöðu, en varaðu þig á því að það bitni ekki á öðrum. Heillatala 8. Ljónsmerkiö (24. júlí—23.ág.): Ef þér berst bréf í vikunni, skaltu svara því um hæl, en kastaðu ekki til Þess höndunum, því að mikið er í húfi. Varaðu þig á laugardeginum, því að þá verða freist- ingarnar miklar, og þú getur lent í mestu vand- ræðum, ef ekki er farið að öllu með gát. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Vikan verður ákaflega rómantísk, líkiega munu margir bindast traustum vináttu- böndum í vikunni, jafnvel fara að und- irbúa giftingu. Helgin verður þó fremur leiðinleg, ef þú ætlast til þess að allt sé fært upp í hendurnar á þér. Heillatala 7. Vor/armerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Vikan verður fremur leiðinleg og tilbreyting- arlítil, en láttu ekki hugfallast, því að miklir og mikilvægir atburðir eru í nánd. Miðvikudagurinn verður þó eink- ar skemmtilegur, því að þá mun ein af óskum þínum loksins rætast, og varpar þessi atburður Ijósj á bað sem eftir er vikunnar. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú verður mikið heima við I vikunni. Ö- væntur gestur mun koma í heimsókn og færa þér og fjölskvldu þinni kær- komnar fréttir. Gamall kunningi þinn, sem Jftið hefur komið við sögu undanfarið. mun skyndilega hafa talsverð áhrif á gang málanna. Boctmaöurinn (23. nóv.—21. des.): Vin- ur binn mun koma með skemmtilega uoDástungu í vikunni, sem snertir þig talsvert, ef þú ræðst í þau stórræði, sem hann hefur á prjónunum. Þú skalt samt hugsa þig um vandlega, áður en þú ræðst i nokkuð. Þú verður fremur uppstökkur í vikunni, en á mánudag mun sannarlega úr því rætast GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Sköp- unargáfa þín fær að njóta sín í vikunni og getur iafvel orðið til þess, að þér bvðst tækifæri, sem bú hefur lengi verið að bíða eftir. Þú munt líklega koma fram opinberlega í vikunni og standa þig með prýði. Varaðu þig á tölunni 5. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. febr.): Einhver breyting verður á högum þín- um i vikunni, en ekki segja stjörnurnar neitt um það, hvort hún verður til bóta. Þú munt skemmta þér óvenjumlkið í vikunni, og er það vel, því að þú hefur verið ein- um of þunglyndur undanfarið. ______ FiskamerkiÖ (20. febr.—20. marz): Þessi vika verður ákaflega viðburðarik. Hver atburðurinn mun reka annan, og óhætt er að segja, að þú verðir í s.jöunda hirrni. Sem sagt, allt virðist leika við þig. Lá‘*u samt ekki gleði þína og velgengni stíga þér til höfuðs. 0 G © Nálægt miðjum Laugavegi hafa tveir iðnaðarmenn af gamla skólan- um aðsetur sitt. Þeir eru vist nólega iiinir einu, sem stunda þessa iðn í höfuðstaðnum, svo að ætla mætti, að samkeppnin væri hörð. Þeir voru einu sinni álika mikilvægir i þjóðfélag- inu og bílaverkstæði eru nú á dögum, en tímarnir hafa breytzt, og þá hefur nær dagað uppi með iðn sina. Við litum inn til þeirra beggja á dögunum; okkur fannst ekki réttmætt, að öðrum yrði hampað, en hins ekki getið, þvi að báðir eru þeir góðir iðnaðarmenn og virðulegir borgarar. Jón Þorsteinsson kallar sig söðla- smið, en smíðar þó enga söðla og hef- ur ekki gert árum saman. Hann hefur aðsetur i gömlu, bárujárnsklæddu húsi, sem snýr út að Laugavegi. Jón hefur lifað 85 ár, og 60 ár hefur hann stund- að iðn sina. Hann fór suður aldamóta- árið frá Breiðabólsstað í Fljótshlíð, þar sem hann hafði alizt upp, og lærði lijá Andrési Bjarnasyni. Þá voru söðlarnir í algleymingi, og söðlasmiðir báru nafn með rentu. Hestvagnar voru þá að ryðja sér til rúms, og þá skapaðist atvinna við aktygjasmíði. Nú heyra hins vegar bæði söðlar og aktygi sögunni til, og einu verkefnin eru hnakkar og beizli og fer þó sífellt xninnkandi. Jón segir meiri hnakkasmíði fyrir utanbæjar- Framhald á bls. 21. Baldvin aktygjasmiður er ögn innar við Laugaveg en kollega hans, Jón. Hann liefur víst aldrei verið kallaður söðlasmiður, en þjóðkunnur fyr- ir aktygjasmið sína. Þó er það svo, að aktygi sjást ekki á vinnu- stofu hans. Það er öllu meiri hisnis-svip- ur á fyrirtæki Baldvins; hann stillir hnökkum og beizlum út i glugga og hefur afgreiðsluborð. Bak við það hanga kippur af svörtum og brúnum rciðbeizl- um með sldnandi stöngum og keðjum. Baldvin var byrjaður að læra iðnina fjórum úrum fyrir alda- mótin og er nú 84 óra. Hann er farinn að bogna í baki af sex áiatuga viðureign við leðrið, en er þeim mun yngri i anda. — Tímarnir nú eða upp úr aldamótum, — það er eins og dagur og nótt, segir Baldvin. Okkur dettur i hug, að nú komi fyrirlestur um hugsjónir alda- mótanna og spillingu nútímans. En .Baldvin hefur aðrar skoðan- ir en margir ó hans aldri. — Þetta er allt i framför. Ég sé ekki, að ungdómurinn sé gjálífur og spilltur. Auðvitað er mörgu ábóta vant, en ég held, að fólkið sé miklu fallegra og skemmtilegra en var á þeim tíma, enda líður öllum betur. Það er auðvitað alltaf einhver sori með. Það verður aldrei hægt að komast hjá því. En það er ólikt að sjá ungdóminn, þið megið trúa þvi. Baldvin kom austan úr Rang- árvallasýslu eins og Jón Þor- steinsson. Hann átti heima á Herriðarhóli á bökkum Þjórsár, en hóf síðan nám hjá Ólafi Eiríkssyni á Vesturgötu. Þeg- ar hestvagnarnir fóru að koma, var Baldvin framsýnn og brá sér til Noregs og lærði aktygja- smiði. Þegar hann kom frá þvi námi, var hann eini maður hér- lendur, sem kunni það verk, og liafði mikið að gera. Upp lir 1930 fór heldur að draga úr aktygjasmíði, og það hefur ver- ið hjá honum eins og Jóni hin síðari ár: Aðalverkefnin eru hnakkar og beizli, en þar að auki ýmiss konar viðgerðir á ieðurmunum. Baldvin segist nú orðið vera skamman tima á degi hverjum við vinnu, en hann hefur mann með sér, sem hann hefur gert að meðeiganda, og fyrirtækið lieitir fullu nafni Baldvin og Þorvaldur. Baldvin ijáði okkur, að liann vissi eJdyi J.il þess, að einn ein- Framhald á bls. 21. - Þetta er allt í framför segir Baldvin aktýgjasmiður •• b'yrir þremur mánuöum eöa svo var þessi unga stúlka viö nám í París, og heímurinn vissi ekki um tilveru Hiennar. Nú er hún oröin keisaradrottning í Persíu, hefur þjóna og þernur á hverjum fingri og yfirleitt allt, sem hugurinn girnist. Þannig gerast ævintýrin enn i dag. Hún heitir Farah Díba og er mjög fögur stúlka. Heimurinn hefur sannarlega feng- ið aö vita af tilveru hennar upp á síökastiö, því aö þetta nútímaævintýr hefur veriö ákjósanlegur frétta- matur fyrir blööin. Og nú er bara, aö hún ali shahin- um barn. Á því veltur framtiö hennar í keisarahöll- inni í Teheran. Það er frumsýning og aristókraiíið er á leiðinni í leikhúsið til þess að sýna fínu fötin sín. Þessar dömur, sem eru í þann veginn að ganga fram hjá okkur, eru raunar konungbornar, en skorpnar og gamlar fyrir aldur fram af óheilbrigðu líferni- Utan yfir flauels- kjólunum bera þær kápur úr hermelíni, og heill jarð- arfararkrans af orkídeum liggur yfir öxl hinnar fremri. Glysgirni þeirra á sér engin takmörk: Þver- handarbreið gimsteinaarmhönd prýða skrælnaðar kjúkurnar, og niður magra bringuna lafir heilt tjóður- band af perlufestum. En andlit þeirra Ijóma af góð- mennsku, og ef til vill slá göfug hjörtu innan undir skartinu. Svo er það áhorfandinn. Hún er ein af þeim, sem telur sig hafa orðið fyrir barðinu á lífinu, og kennir þjóðfélaginu um það. Þess vegna mun hún í nánu vin- fengi við þá fyrir „austan tjald". Hún tekur sér stöðu við leikhússdyrnar til þess að geta virt fyrir sér þetta „helvítis pakk“, sem henni finnst, að eigi sök á öllu sínu volæði. / i j #!^EP Tve/V af gamla skólanum

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.