Vikan


Vikan - 11.02.1960, Side 28

Vikan - 11.02.1960, Side 28
THeizlur og vinneyzla Framhald af bls. 11. i>óður frekar en liinir. En nú er sá drykkur ekki lengur í umferð, h vað svo sem því veldur. Mættu gosdrykkjaframleiðendur að skaðlausu fækka vörutegundum sínum, en framleiða þær betri, og mtindti þeir þá ávinna sér meiri vinsældir neytenda en nú. r.g minntist áður á vanþekkingu á vininnkaupum, því að það von.t ég, að sé orsökin, en ekki ]iað, að það sé gert vísvitandi að ætla ís- lend'ngum alla þá úrgangs- og þriðjaflokksvöru, sem önnur lönd verzla ekki með nema við því verði, sem slíkri vöru sæmir. — Annar slæmur ókostur virðist vera við innkaup á vínum, en liann er sá, að alltaf skjóta ný og ný vöru- merki upp kollinum, ailtaf nýjar og óþekktar tegundir og um leið lélegar, og þótt veitingahúsin vildu gera gestum sínum léttara fyrir með því að hafn vínkort á boð- stólum, eins og tiðkast á öllum stöðum erlendis, í hvaða flokki sem þau eru, kemur þessi ókost- ur algerlega i veg fyrir það, — að ekki sé nú talað um verðið, sem alltaf er breytilegt ár frá ári. — Þau borðvín, sem íslendingar hafa orðið nð gera sér að góðu, eru aðallega spænsk, tæði rauðvín og lnitvín, en þau vín eru hvergi talin þau horðvin, sem hægt sé að mæla með, en eru seld á veit- ingastöðum og drukkin eins og aðr- ir drykkir — i heimalandinu. — Að vísu er flutt út mikið af vínum frá Spáni, og koma hin beztu frá héraðinu Rioja, en sumir árgang- ar af spænskum vínum hafa fengið það óorð á sig að liafa ,,mistekizt“, e'ns og það er kallað, og fengið það, sem kallað er á frönsku la graisse og kemur af gerli, sem gruggar vínið og gefur því sér- stæðsn, olíukenndan þéttleika og veika myndun á kolsýrugasi. — Önnur veiki, sem er algeng i þess- um vínum, er la iiiqure acétique eða ediksýrustungan, sem er alvar- legur og tiður sjúkdómur í þéim vínum, sem ónógt hreinlæti er við- haft við í sambandi við framleiðsl- una eða vegna of heitra kjallara, sem þau eru geymd í. En þessa veiki mynda gerlar, sem breyta vínanda vínsins í cdiksýru. — Aftur á móti hafa ítölsk vín fengið miklu betri viðurlcenningu, og eru mörg þeirra mjög eftirsótt, eins og t. d. frá liér- aðinu La Campaníu, sem framleiðir mjög góð hvítvin, svo scm Lacrima- Christi og Falerno, og héraðinu Lombardíu, sem framleiðir mjög efiirsólt rauðvín, t. d. Grumello. bótt nokkrum þjóðum hafi tekizt að komasl framarlega i ræktun Auk þess að vera nauðsynlegt við bakstur, er ROYAL lyftiduft ágætt við aðra matar- gerð, t. d. við eftirfarandi: Eggjakökux (ommelettux) verða léttart ef þér notið Vi teskeið (sléttlulla) ai ROYAL lyftiduiti á móti hvorju eggL Næst er þer steykið fisk blandið ROYAL lyftidulh saman við raspið. Hið sfeykta verður betra og stokkara. Hæfilegt er að nota x'i tsk. (slettiulla) af ROYAL lyftidufti a moti 30 gr. af raspi. Kartoflustappan verður loftrrieiri og betri el 2 tsk. (slettfullar) af ROYAL lyftiduitl eru hrærðar saman við meðalskammt Marensbotnar og annað gert úr eggjahvitum og sykri verð- ur íingerðara ef ROYAL lyfti- duft er notað. þannig: Á móti 2 mtsk. (slétti.) ai sykri oq einnk eggiahvitu komi ‘/j tsk. (slétti.) ai ROYAL lyitiduitL Royal lyítiduft er heimsþekkt gæðavara sem reynslan hefur sýnt að ætíð má treysta. NOTIÐ Royal léttra vína, verður Frakkland allt- af langfremsti og stærsli framleið- andinn. Loftslag og jarðvegur eru hvort tveggja mjög hentug til vín- ræktar, og ligg'ja helztu vínræktar- svæðin meðfram fljótunuin Rhone, Saone, Garonne og Leiru, en þessi héruð rækta cinungis hvítvín og rauðvín. Og meðfram ánni Signu eru Iiéruð, seni þekkt eru fyrir kampavínsframleiðslu sína. Auk þess eru enn tvö héruð, sem þekkt eru fyrir vínframeliðslu, en það eru héraðið Cognac, sem Iigg- ur norður af borginni Bordeaux og framleiðir koníak, og hér- aðið Gers, sem liggur suð-vest- ur frá Bordeaux og framleiðir Armagnac, en það er drylckur mjög svipaður koniaki. Yfirborð vinhér- aðanna er samtals um hálf önnur milljón lia., og uppskeran er að meðaltali 55 millj. hl. á ári. —- Frakkland er eina vinræktarlandið, sem hefur sc-tt lög til verndar vín- heitum. Þessi lög voru sett árið 11)35 og eru til hins mesta öryggis fyrir kaupendur. Þessi lög eiga að tryggja eftirlit með jarðvegi, vinviði, fram- lciðsluaðferð og áfengismagni. Ekk- ert land hefur náð eins góðum ár- angri og Frakkiand með framleiðsiu sinni og eins góðum áhrifum út á við í vínverzluninni. Nú væri ekki úr vegi, að þeir, scm stjórna framgangi ]iessara m.íla á íslandi, breyttu til og flyttu inn frá Frakklandi, þótt ekki væru nema eina til tvær tegundir af góð- um borðvínum, ti! ]iess að gefa fólki kost á að finna mismuninn á þjim og vínunum, sem nú eru á boðstólum hér hcima. Þetta mundi líka ef til vill venja fóik af að strit- asi við að svolgra rándýrar og léleg- ar tegundir af gini, sem alls staðar annars staðar er notað aðallega i kokkteila, en varla beðið um það til drykkjar mcð gosdrykkjum. — Franskt orðatiltæki segir: Le vin est firé, il faut le boire, — en það gæti verið á islenzlcu: lllt er að hætta í miðju kafi. Er engu líkara cn inargir hafi það í hug, er þeir opna flösku og ætla að fá sér glas af víni. En annað franslct orðatil- tæki segir líka: Chaque vin a sa li ' eða: Ekkert vín er án dreggja, og væri ekki úr vegi að hafa það í luiga, áður en menn veija sér vín lil drykkjar, því að áreiðanlega verða dreggjarnar minni úr góðu víni og vönduðu en úr vondu og óvönduðu. — Til gamans læt ég fyigja hér með lista yfir góð upp- skeruár og árganga, sem mæli cr nieð í viðskiptum, og þá árganga, sem taldir eru liafa misheppnazt að einhverju eða öllu leyti, og cvinn- ig lista yfir meðalársframleiðslu aðal-vínframleiðslulandanna og loks Iista yfir árlega meðalneyzlu fólks frá 18 ára aldri í nokkrum löndum. Fyrsta listann læt ég fylgja mcð, ef einhver hefði áhuga á að þekkja beztu árgangana, svo og ef til kæmi, að góð vin yrðu einhvern tima flutt til landsins, og væri ekki verra að hafa kynnt sér það áður. Ef til vill verður þess eklci langt að bíða, að ástand það, sem nú er í þessum málum, verði gert útlægt og annað innleitt, sem allir geta sætt sig við. Árgargar: drvalsár: 1921, 1928, 1929, 1934, 1937, 1945, 1947, 1949, 1953. Góð ár: 1933, 1938, 1940, 1942, 1943, 1940, 1948, 1950, 1952, 1955, 1957, 1958, 1959. Meðalár: 1935, 1936, 1939, 1944, 1954, 1956. Léleg ár: 1930, 1931, 1932, 1941, 1951. Mfcðalársframleiðsla: Lönd: Magn- Fralckland ........... 55 millj. hl. Ítalía ............... 45 — — Spánn ................ 20 — — Alsír ................ 12 — — Portiigal ............. 8 — — Suður-Afríka .......... 8 — —• Rússland .............. 8 — — Bandaríkin ............ 7 — — Ungverjaland .......... 6 — — Rúmenía ............... 5 — — Grikkland ............. 4 — — Júgóslavía ............ 4 — — Chile .............. 2.6 — —- Þýzkaland .......... 2.5 — — Argentína .......... 2.0 — — Búlgaría ........... 1.8 — — Austurríki ......... 1.0 — — Sviss .............. 750 þús. ■— Msðaiársneyzia á mann (eftir 18 ára aldur) í nokkrum löndum s.l. 4 ar: Lítrar: Frakkland ................... 150 ftalía ...................... 100 Spánn ........................ 90 Portúgal ..................... 67 Chile ........................ 57 Sviss ........................ 48 Rúmcnía....................... 35 Ungverjaland ................. 33 Grikkland .................... 27 Aisír ........................ 15 Belgía .................... 8 Þýzkaland ................. 5 Bandaríkin ................ 4 Noregur ................... 3 Júgóslavía .................. 2.9 Holland ..................... 1.9 England ..................... 1.7 Svíþjóð ..................... 1.5 Danmörk ..................... 1.5 Pólland ..................... 1.5 ísland ...................... 1.5 (miðað við 100%, ]). e. a. s. neyzlu á öllum vínum, léttum og sterkum). Reykjavík, 10. nóvember 1959. Geir R. Andersen. Grímodansleihur Framhald af b!s. 7. — Rautt? Það táknar, að lestin fyrir aftan okkur á að nema sta'ðar til þess að bíða eftir annarri lest á sömu teinum, einmitt lestinni, sem við erum að nálgast. — Við stökkvum af vagninum, þegar við erum komnir út af stöðvar- svæðinu, segir Flabbi. En þeir komust aldrei svo langt, því að járnbrautarvörðurinn er kænn náungi, og hann hleypur til og breyt- ir skiptispori, svo að teinavagninn fer eftir annarri leið og lendir beint á flutningavagni. Daginn eftir stendur þetta allt í dagblöðunum, og járnbrautarvörður- inn er gerður að hálfgerðri hetju, því að hann bjargaði tveimur innbrots- þjófum frá bráðum bana með því að koma þeim undan lestinni, og um ieið veiddi hann þá í gildru, sem þeir komust ekki úr, þótt þeir reyndu af öllum mætti. — Og hér sitjum við, segir Flabbi, — því að þeir, sem á að hengja, far- ast ekki af slysförum. 28 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.