Vikan


Vikan - 11.02.1960, Side 31

Vikan - 11.02.1960, Side 31
Squaw Valley Framhald af bls. 5. ; Evrópu tóku að ræða það af miklu kappi, hve Squaw Walley væri illa^ til Þess fallinn, að vetrar-Ólympíu-^. leikunum yrði valinn þar staður. ÞarS væri aðeins eitt gistihús, enginS iþróttamannvirki og engir íbúar “ Snjóskaflarnir einir nægðu ekki t þéss, að unnt væri að halda þar slík keppni. Vantraust manna á Bandaríkj; mönnum í sambandi við undirbúnin. að slíkri keppni hafði og við önnur rök að styðjast. Vetrar-Ólympíu keppnin á Lake Placid árið 193L reyndist mjög tilviljunum háð, og þvi fór fjarri, að skipulag þeirra væri nokkur fyrirmynd. Framámenn Kaliforníufylkis þrássuðust líka við nokkrum fleiri fjölskyldum af Þela- mörk. Dvaldist hún síðan með þá á ýmsum stöðum i Bandaríkjunum, þar sem helzt var vinnu að fá. j Jón Þorsteinsson varð snemma j>terkur og dugmikill og lét sér ekki ; tllt fyrir brjósti brenna, ef þvi var 1 skipta. Þegar fregnir bárust af illfundi í Kaliforniu, hélt hann m"að fann að vísu ekkert gull, en settist þar að sem bóndi í Sacramento g er talinn fyrsti Norðurlandabúi, j r hóf búskap í Kaliforniu Hann lafði þá fyrir löngu tekið sér nafnið .ohn A. Thompson til Þess að stinga •kki í stúf við bandarískuna. Og nú kemur að þeim atburðum, sem gerðu Jón frægan og urðu til þess, að hann hlaut nafnið Snowshoe- það í lengstu lög að veita nægilegt .Thompson. Það olli bændum í daln- fé til að koma upp nægilegum í- þróttamannvirkjum og híbýlakosti, fyrir hina nýju innflytjendur i Dal Indíánakonunnar. En þá gerðist það, að forseti alþjóðanefndar Ólympiu- leikanna, Avery Brundage, sló hnef- anum i borðið og hótaði þvi að fela þeim i Innsbruck i Austurríki alla framkvæmd vetrarkeppninnar, en þeim hefur áður verið falið að sjá um vetrarkeppnina í sambandi við Ólympíuleikana 1964. Þá sáu Kali- forníumenn að sér og lögðu fram fyrstu fimm milljónirnar, sem með þurfti, til að undirbúningurinn gæti hafizt. Og enda þótt sannarlega væri naumur tími til stefnu, þá sagði bandariski hraðinn sem betur fór þegar til sin, og þeir, sem hafa eiga umsjá og skipulag vetrarkeppninnar með höndum, fullyrða, að allt muni ganga að óskum. Eitt má að minnsta kosti fullyrða, — kostnaðarsamari vetrar-Ólympíuleikar hafa aldrei ver- ið háðir, því að undirbúningurinn og aðrar framkvæmdir mun varla verða mikið fyrir neðan 700 milljónir króna, og verður þá harla litið úr þeim 18 milljónum króna, sem Norð- menn vörðu í sama skyni, þpgar vetrarkeppnin var háð þar árið 1952. Þess má og geta, að Norðmenn fengu það fé að mestu leyti endurgreitt í inngangseyri, en Bandarikjamenn gera ekki ráð fyrir, að inngangsevr- irinn muni að þessu sinni fara mikið fram úr hundrað milljónum. Fyrir- framsala aðgöngumiða hefur aö minnsta kosti gengið heldur tregt. Þó verður um 40 000 gestum búinn dval- arstaður i dalnum og næsta nágrenni. Það verður ekki nema rétt á meöan keppnin stendur yfir, að almenningur kannast við Squaw Valley. Undirbún- ingsnefndin hefur fyrir skömmu ákveðið, að íþróttasvæðlð og um- hverfi þess skuli hljóta nafnið Snowshoe Thompson State Park. og skuli dalurinn heita það í framtið- inni. Nafnið Squaw Valley kemur þvi ekki til greina nema sem aukaatriði hér eftir. Norðmenn hafa þó fyllstu ástæðu til að vera ánægðir með nafn- breytinguna. Snowshoe Thompson, sem Bandarikjamenn kenna dalinn við og telja mesta skíðagarp, sem nokkru sinni hafi uppi verið, var nefnilega Norðmaður, kynjaður af Þelamörk. Hann var fæddur árið 1827 af fátæku foreldri i Gausta og gefið nafnið Jón Þorsteinsson Rui. Eins og allir Þelamerkurstrákar, „skreið hann á skíðum", um leið og hann fór að geta gengið með. Nokkru siðar gerðist það, að móður hans, sem þá var orðin ekkja, tókst með einhverju móti að verða sér úti um farareyri til Ameriku, og þangað hélt hún með syni sina tvo ásamt um miklum örðugleikum á vetrum, er fannkyngi hindraði hina frægu „hestahraðlest", sem annaðist póst- flutninga milli Austur- og Vesturríkj- anna, að komast leiðar sinnar um Sierra Nevada-skörðin. Þá var það, að Þelamerkurstrákurinn vaknaði I Jóni, og hann bauðst til að flytja póstinn fyrir dalbændur um skarðið á skiðum. Hlógu menn fyrst að slikri fífldirfsku, en hættu brátt að hlæja, því að Jón stóð við sitt boð í verki. Smíðaði hann sér breið skíði úr eik, en slík farartæki höfðu aldrei sézt á þessum slóðum, og gekk til Carsons- borgar í Nevada, 150 km langa leið, á þrem dægrum. Var yfir torsótt fjöll og öræfi að fara og ekkert til að rata eftir, svo að sízt var að undra, þótt almenningi þætti slikt afrek undrum sæta, er hinn risavaxni Norð- maður kom til baka að viku liðinni með úttroðinn póstsekk á öxlinni. Þetta lék hann í tuttugu vetur sam- fleytt, annaðist reglubundna póst- flutninga yfir fjallgarðinn, hvernig sem viðraði. Þegar hann kom úr fyrstu póstferðinni, hlaut hann nafn- ið Snowshoe-Thompson og var síðan aldrei kallaður annað í dalnum. Þegar hann lézt, tæplega fimmtugur að aldri, gengust norskir landsnáms- menn og afkomendur þeirra fyrir þvi að bjarga nafni hans frá gleymsku, og á aldarafmæli hans var honum reistur minnisvarði I Cathay Center skammt frá Squaw Valley. A síðastliðnum árum hefur annar Norðmaður og orðið nafnfrægur fyr- ir skiðaiþrótt sína þarna á sömu slóð- um, — skíðagarpurinn og ólympíu- meistarinn Stein Eriksen, sem reynt hefur nýtízku-skíðaskóla norðvestan- vert við Tahoevatn, þar sem landslag er hvað fegurst i Kaliforníu. Hafa norskir skíðagarpar að heiman starf- að við skóla hans sem kennarar á hverjum vetri. Heitir þarna Para- disardalur og er ekki nema klukku- stundarakstur þangað frá Squaw Valley. Mikið er þarna af fjallaskál- um og öðrum gististöðum, og ýmsir I Bandarikjunum spá þvi, að ekki muni liða á löngu, þangað til miðstöð allra vetrariþrótta þar i landi verður i Paradisardal. Úr norsku í bandarískt. Walt Disney og rafeindaheilar. Það er ekki neitt smámenni, sem hefur á hendi forystuna um allan undirbúning að vetrarkeppninni, en sá heitir Walt Disney, og mun því óhætt að fullyrða, að verkinu sé vel borgið i höndum hans. — Okkur riður mest á þvi, að gestirnir minnist okkar að góðu einu, segir Disney. — Við megum því ekk- ert til spara, að dvölin hér verði þeim sem ánægjulegust. ^ VERITAS Automatic soiiMVél. Ilcimilissaumavclin, scm saumar bcinan saum áfram og aflurábak. Mcð cinu handlaki fæst sikk-sakk saumur ásamt fjölda af allskyns mynslursaum. VERITAS Áulomatic fæst bæði í tösku og cikarskáp. Vcrð hagslælt. Garðar Gíslason h.í„ Reyk javík VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.