Vikan - 03.03.1960, Side 8
SMÁSAGA
Mánudagur.
Elsku Rut mín.
MÉR er það enn hulin ráðgáta, hvernig ég á að
fara að því að gera skil tveimur verkefnum
í senn, bæði að fylgjast með í skólanum og
að gæta hins elskaða unnusta þins, Friðriks. Ef
ég þyrfti ekki svo nauðsynlega að halda á þessum
tuttugu krónum, sem þú ert búin að lofa mér
sem dagskaupi fyrir njósnarastarfsemi mina, vildi
ég helzt segja Þessum samningi okkar upp. Að
þú skulir láta þér detta í hug að láta hana litlu
svstur þína gæta þess manns, sem þú elskar?
Hefði ekki verið skynsamlegra að rífast ekki síð-
asta kvöld'ð eða að minnsta kosti að sættast
við hann, áður en þú fórst í tveggja vikna ferða-
lag?
Hér koma þá fvrstu fréttirnar. — fyrst þú ert
að borga mér fyrir þær. — Þú manst eftir mynd-
inni af honum, sem bú lézt mig hafa, af því að
ég þekkti hann ekki? Með hana í hendinni beið
ég í dag eftir honum fyrir framan háskólann,
þangað til hann kom út. Ég kannaðist strax við
hann. Hann iít.ur fvrirtaks út. Reyndar er hann
ekki alveg eins laglegur og á mvndinni, en ég
skil, að bú ert hrifin af honum. En mér finnst
bara Þetta að honum: Hann ætti að láta klippa
hárið á sér. Nú á dögum hlevpur enginn sæmi-
legur piltur lengur um göturnar með slíka lista-
mannalokka.
F.ftir að ég hafði fundið hann, elti ég hann
auðvitað. var allt.af á hælunum á honum. Hann
fór mður eftir L-stræti ng nam staðar fvrir fram-
an bíó’ð. l»it sem snöggvast á úrið sitt og fór
inn fvrir. Hvað átti ég að gera t.il að missa ekki
af hnnum? Ég varð siálfsagt líka að fara í bWð.
Og það var gott ég gerði Það, því að við miða-
snluna beið ung stúlka eftir honum. Augsvnilega
hntf5u þau bar stefnumót. Því að mér þykir mjög
ólíkleet. að þau hittnst. þar af tilviljun. Hún var
allt of lagleg og aðlaðandi til þess. — kannski
aðeins of þroskuð, en þetta er nú einmitt tízkan
nú á timúm Ég fór á eftir þeim og settist á
bekkinn fvrir aftan þau.
1 bvriun var hegðun þeirra góð. Myndin var
stórkostleg. — hönnuð unglingum innan átján
ára. Hugsaðu þér, — ég. sem bara er sautján!
Ég var svo hugfangin, að ég gleymdi alveg að
fyigjast með þeim. Þegar myndin var búin, voru
þau á brott. Mér leiddist þetta auðvitað mikið.
Ég á eftir að læra töluvert, þangað til ég verð
góður levnilögreglumaður.
Otgjöldin. sem þú þarft að endurgreiða mér,
eru þessi: bíómiði 15 krónur, strætó 3 kr. Ætli
bú endurgreiðir mér einnig þær 5 kr.. sem ég
kevpti mér gott fyrir í bíó? í
Ég verð að hætta núna Meira á morgun.
Þúsund kossar frá þinni þig elskandi systur og
leynilögreglukonu Sallý.
ÞriÖjudagur.
Elsku Rut mín.
í dag tókst allt miklu betur. Nú er ég búin
að fá dálitla æfingu sem leynilögreglumaður. Ég
hef setið um hann Friðrik þinn fyrir framan há-
skólann. 1 þetta skipti fór hann rakleitt inn 5
kaffihús. Auðvitað sat hún þarna, þessi sæta.
Hún var i voða flottri dragt, i mjög þröngu pilsi,
á háum hælum. Ég er viss um, að hún stendur
heima hjá sér tímum saman fyrir framan spegil-
inn til að laga sig til. Að framan lítur hún út
eins og hún Gína Lollobrigida, en ég trúi ekki,
að þetta skuli allt vera ekta. Ég fékk mér sæti
við hliðarborðið og pantaði mér ístertu, — mátti
ég það ekki sem leynilögreglumaður þinn?
Hann Friðrik þinn leit nokkur skipti til min,
og ég svaraði honum með mjög ströngu augna-
ráði, þú mátt trúa því. Því að hvers konar maður
er þetta, sem fer með annarri stúlku í kaffihús,
varla að þú ert farin í burtu? Og sjáðu nú til,
hvað hann er frekur: Ég lézt lesa í dagblaði,
meðan ég hlustaði á samtal þeirra. Þá stendur