Vikan


Vikan - 17.03.1960, Side 2

Vikan - 17.03.1960, Side 2
0 Ný óöld # Fljóta sofandi # Hrottalega ástfangin # Hver er systir Ólafíu? FLASKA í VEÐI — BREGÐIST FLJÓTT VIÐ. Kæra Vika. Hjálpaðu okkur nú í hvelli. ViS erum hér þrjú, Diddi, frúin hans og ég. Diddi segir, að Oliva de Haviland — veit ekki hvernig á að stafa það — og Jean Leslie séu systur, en ég og frúin stðndum í þeirri meiningu, að Jean Fontanie og Oliva séu systur. Svaraðu nú fljótt. Við lögðum nefnilega flösku undir, og sú vara kvað hækka mikið í verði á næstunni. Fyrirfram þökk. ísfirzkt trió. Eins og fyrr, þegar svipað er ástatt, verð ég að leita á náðir lesendanna varðandi upp- lýsingar. Ættfræði kvikmyndaleikara er mér lokuð bók, hef þó hugmynd um að sú fræði- grein muni vera meinflókin og mörg atriði óviss, jafnvel svo að niðjatal Skarðs-Nasa megi teljast óvéfengjanleg vísindi í saman- burði við hana. En hafi einhver lesenda vorra skjallegar heimildir — t. d. úr erlend- um kvikmyndablöðum — fyrir því hver sé systir hverrar, eru þeir vinsamlega beðnir að láta okkur vita, og skera úr um það hver eigi að drekka með hverjum. Dragist það, skal tríóinu á það bent, svona til huggunar, að vín fer ekki aðeins hækkandi í verði, heldur og stórbatnandi með aldrinum. NÝ ÓÖLD? Kæri póstur. „Móralistar“ eru yfirleitt taldir heldur leið- inlegir og ekki allsendis að ástæðulausu. Mér kemur ekki heldur til hugar að vera með nein- ar umvandanir, en ég hef stundum að undan- förnu verið að velta því fyrir mér, hvort ný óöld sé að hefjast hér á landi. Maður þarf ekki að vera neinn sagnfræðingur til þess að hafa nokkra hugmynd um að slíkar óaldir hafa áður gengið yfir þjóðina, sem hetur fer með nokkru millibili, síðast um aldamótin 1800, svo dæmi sé nefnt. Þá var drykkjuskapur mikill, sviksemi í viðskiptum, misþyrmingar í ölæði, sukk og óreiða í opinberu starfi, þjófar óðu uppi — og loks náði þessi óöld hámarki sinu í ránum, morðum og brennum, og var aðeins fyrir rögg- semi og harðfylgi nokkurra sýslumanna, þegar svo var komið, að tókst að binda endi á þetta ófremdarástand. Nú finnst mér sækja mjög í sama horf, þótt vonandi komi ekki til þess, að óöldin nái aftur svipuðu hámarki áður en tekið verður i taumana, enda þótt það sé við- urkennt að sagan endurtaki sig. Væri ekki ráð að kynna almenningi betur sögu þjóðarinnar og draga dæmi og aðvaranir af henni, í stað þess að fjargviðrast yfri því, að aldrei hafi æsk- an verið jafn gerspillt, og svo framvegis ... Vinsamlegast. Þulur. Eflaust hefur bréfritari mikið til síns máls, að minnsta kosti finnst mér sjálfsagt að birta bréf hans, lesendum til umhugsunar. Saga þjóðarinnar verður alltaf skemmtilegt og gagnlegt viðfangsefni, sem margan lærdóm má veita — mun skemmtilegri og liklegri til gagns en langar og yfirleitt leiðinlegar vangaveltur, að maður tali nú ekki um for- dæmingar, einstrengingslegra „móralista", sem oft verða til þess að espa í stað þess að draga úr, enda þótt meiningin sé ekki nema góð. ■ i* :* j hb*' n r ^ | 5 # 1 7. , IðE 1 j& Það borgar sig að Iíta við í SKEIFUNNI áður en þér festið kaup á húsgögnum. Öll neðsta hæð Kjörgarðsins er þakin í'allegum og vönduðum SKEIFUHÚSGÖGNUM. Það er sama hvert litið er, allsstaðar blasir við mikið úrval af form og Iitfögrum nútíma SKEIFUHÚSGÖGNUM. Svefnherbergi Borðstofur Dagstofur SKEIFAM \ KJÖRGARÐI Laugavegi 59 Skólavörðustíg 12. 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.