Vikan


Vikan - 17.03.1960, Blaðsíða 17

Vikan - 17.03.1960, Blaðsíða 17
Einkum fyrir Reykvíkinga KUNNUGUR BÆNUM? ]>eir, sem hafa biiiíi í Heykjavík árlangt e?Sa lengur og haft taikifæri til þess að korna lit fyrir hússins dyr, munu hafa séð þessi liús og þessar götur nægilega oft til þess að þekkja af myndum, ef eftirtektin hefur verið einhver. I>eir, sem eru uppkomnir og fæddir i Reykjavík, hafa vafalaust séð þessa staði mðrg hundruð sinnum. Og þá kemur hin svivirðilega spurn ing: Gangið þið blindandi um bæinn ykkar, góðir hálsarV Það er varia þess virði að hrósa ykkur, þótt þið þekkið ailar myndirnar, en ef það kæmi nú upp úr kafinu, að allmikið vantaði þar á, J>á viljum við benda á, að sá nýtur lifsins ekki í fullum mæli, sem gefur sér ekki tima til að virða fyrir sér umhverfið. Svör á bls. 3 Myndin til hægri: Þvílíkar andstæður: braggi, gadda- vír og dýrindis íbúðarhús. Við höf- um heyrt þetta hús kallað Kristjáns- borgarhöll, — seljum það ekki dýr- ar en keyptum og vitum ekki, hvort það er fyrir lotningu eða öfund. — Það er íbúðarhúsið, en ekki bragg- inn, scm við eigum við. Spurningin hljóðar svo: Við hvaða götu stend- ur íbúðarhúsið? Við höldum því eindregið fram, að þetta hús sé eitt hið fallegasta, sem til er í gamla bænum. Aðeins örfá hús i Reykjavík eru by Tgð með þessu lagi, en aftur á móti er það mjög nlgengt á Eyrarbakka og er líklega af dönskum uppruna. Þetta gamla hús stendur á stórri lóð og sést víða að. Það býr yfir sér tennilegri, myndrænni fegurð, sem þú hlýtur að hafa tekið eftir. En við spyrjum aðeins: Við hvaða götu stendur húsið? Nei, þetta er hvorki Grindavík né Stokkseyrarbakki. Það er ein- ungis Reykjavík. Grásleppuútgerðin næst og afar „fínt“ íbúðar- hverfi í baksýn. Við viljum fá að vita, hvað gatan heitir, sem íbúðar- húsin standa við. Þeir munu þekkja sig þarna, sem ólust upp í Reykjavík um alda- mótin og upp úr þeim. Þá var líf og fjör í þessum bæjarhluta, en nú er hann hrumur af elli. Eftir malargötunni ganga þreyttir verka- menn og virða fyrir sér hvfta fótleggi, — ekki dauðir úr öllium æðum. En hvað ætli gatan heiti?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.