Vikan


Vikan - 23.06.1960, Page 2

Vikan - 23.06.1960, Page 2
O. JOHNSON & KAABER kaffibílarnir aka daglega í allar mat- vöruverzlanir bæjarins með ilmandi Johnson & Kaaber kaffi nýkomið úr vélunum — Allar flutningaferðir út á land flytja ný brennt og malað Johnson & Kaaber kaffi — Þannig er það alltaf öruggt að...... .....ilmurinn er indæll og bragðið eftir því KAFFIBRENNSLA I . JOHNSON & KAABER % • Pési um bíla • Aldarspegillinn • Lokað vegna sumar- leyfa • Nýr útvarpsþáttur Á BÓKSTAFLBGA AÐ ÆRA MANN ... Kæri póstur. Ætli það hafi nokkurntíma tíðkast á meðan höðlar voru og hétu, að fólk hafi verið látið borga þeim — og það ríflega — fyrir flenging- ulia. Ekki skil ég i að neinn hefði gert það með glöðu geði. Mér finnst að svona sé það þó með útvarpið. Við eigum að borga því fyrir að æra úr okkur allt vit með látlausum glymjanda allan daginn. I>að er þýðingarlaust fyrir litvarpsstjóra að hafa ]>að i svari sínu, að maður geti bara lokað fyrir. Á vinnustöðum eru alltaf einhverjir — sérstak- lega taugabilaðar stútungskerlingar — sem vilja liafa þennan glymjanda i eyrunum sí og æ, og útvarpið styður þessa kröfu þeirra með því að kalla þetta garg: „í vinnutímanum“. Og svo er farið að vilja minnihlutans, því að ekki má kúga hann. Á hókstaflega að æra mann eða hvað? Og á maður svo að horga höðlinum fyrir hýðinguna? Vinsamlegast. Músikalskur. Mér fannst það fyrst í stað dálítil mótsögn, að höfundur bréfsins skyldi velja sér þetta dulnefni. En sennilega cr það einmitt þvert á móti. I>að eru einmitt þeir músikölsku, sem ekki þola að heyra tónlistinni misþyrmt, en ekki getur öllu verri niisþyrmingu á tón- list en þá, að láta hana sífellt glymja í eyr- um manns um misjöfn tæki, og við hin lök- ustu hljómburðarskilyrði, eins og eru á mörgum vinnustöðum. Ég hef einu sinni sem gestur heyrt Panus Angelikus Cesars Franks glymja öllu hærra í vélasal, þar sem ekki heyrðist mannsins mál fyrir skrölti og skrattagangi. Hefði C. Frank heyrt það ... Ég er bréfritara sammála. Ég er honum líka sammála hvað snertir að það sé taugabilun að vilja hafa útvarpstónlist sí og æ í eyr- unum, við hvaða verk sem er. Ég held að það yrði vel þegið af hlustendum yfirleitt, að útvarpið drægi úr tónlistarhellingi sín- um — jafnvel þótt gjaldið yrði ekki lækkað þar fyrir. UM BÍLA. Kæra Vika. Ég las einhversstaðar um daginn, að það væri hægt að fá lítinn pésa, sem fjallaði um híla, og var öllum, sem ætluðu að kaupa bil, ráðlagt að verða sér úti um hann, ef þeir hefðu sjálfir takmarkað vit á bilum. Getur þú sagt mér livar hægt er að l'á þennan pésa og hvað hann kostar. Með fyrirfram þökk. Dedda. P. s. Geturðu sagt mér hvað ökupróf kostar allt í allt? Þarna mun vera átt við pésa þann um bíla, sem Neytendasamtökin gáfu út ekki alls fyr- VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.