Vikan


Vikan - 23.06.1960, Page 4

Vikan - 23.06.1960, Page 4
— Mennirnir hurfu en hvít slæða togaði hann áfram „Ég: man ekkert eftir því að ég hafi rænt bílnum R. 1267 en ég efa ekki að svo hafi verið. Eftir árekstrinum man ég, ekki nema einu sinni. Þá var ég einhvers staðar fyrir utan bæinn. Mér fannst bíllinn vera að fara út af en mér tókst að bjarga því. Eftir það man ég ekki neitt írekar eftir mér, fyrr en ég vaknaði úti í hrauni.“ Hann stal bíl og honum í Hafnarfjaiðarhrauni 16.—3. kl. 11.05. Mættur er í skrifstofu rannsóknarlögreglunn- ar Jón Jónsson, nemandi í ABC-skóla íslands, til heimilis á Grundarv.egi 137, f. 1/6 1936 á Skötufirði. Mætta er skýrt frá, að hann sé grunaður um að hafa stolið bifreiðinni R. 15039 og ekið henni ölvaður suður i Hraun og þar út afveginum. Jafnframt er mætta skýrt frá ákvæðum 1. ingr. 40. gr. laga um meðfetð opinberra mála. ðlætti skýrir svo frá: „í gærkvöldi kom ég til Péturs Páíssonar, sein hefur heildsölu á Langavegi 27. Ég man ekki, á hváða tima ég kom til lians, en það voru einhverjir menn hjá hon- um, en ekki man ég, hvaða menn jiað voru eða livort ég þekkti þá, Menn þessir voru með vín, og neytti ég. þess hjá þeim, Mér fannst ég ekki drekka mikið, en sennilega hef ég gert það. Ég er kunnugur Pétri, og hef ég verið sölu- maður lijá honum. Einhvern tíma i nótt fór ég til Péturs og ætl- aði jiá að ganga heim til mín. Ég var einn, en þegar ég gekk niður Langaveg, hitti ég tvo kunningja mína sunnan af Keflavíkurflugvelli. Mér fannst þeir vera við skál. Þeir buðu mér inn í bíl, sem mig minnir, að hafi verið blár fólksbill. Annar þessara manna ók bilnum fyrst í stað, en svo fékk ég að taka við stýrinu ein- hvers staðar fyrir sunnan Reykjavík. Það var ekki lengi, sem ég ók bílnum, því að ég var svo drukkinn, að ég gat það ekki, og tók þá annar við. Mér fannst förinni vera heitið til Keflavikur. Ég hlýt að hafa sofnað, áður en ég kom til Hafnarfjarðar, og svo man ég ekki eftir mér, fyrr en ég vaknaði úti í hrauni. Fyrst fór ég að leita að veginum og fann hann eftir nokkurn tíma. Ég man eftir, að ég datt ofan i gjá og lá þar nokkuð lengi. Ég man ekki eftir, að ég væri skólaus á öðrum fæti, fyrr en eftir að ég kom úr gjánni. Eftir að ég kom á veginn, hitti ég bíl og bað bílsljóraijn að aka mér, og gerði hann það. Ég þekkti ekki menn jiá, sem buðu mér uþp í bílinn, með nafni, en ég þekkti þá í sjón. Ég sá þá suður á Keflavíkurflugvelli i sumar, er ég vann þar. Ég veit ekki heldur, hvað þeir iinnu, og yfirleitt veit ekkert um jiá. Ég veit heldur ekkert, hvað um mennina varð. Ég er skyggn og hef verið frá barnæsku. Þetta kemur fram, þegar ég cr í sérstöku skapi og alvarlegar, þegar ég er kenndur. Þá sé ég menn, sem ekki eru með holdi og blóði, ásamt öðru. Ég veit þó ekki, hvort þetta kom fyrir mig í nótt, og ég held, að mennirnir, sem buðu mér í bílinn, hafi verið til. Mér fannst þeir það raunverulegir. Ég hef áreiðanlega lent i áflogum við þessa menn, sem með mér voru í bílnum i nótt, og ég hef verið sleginn á hökuna. Ég held, að áflogin hafi átt sér stað inni í bilnum. Mér fannst eins og þeir vildu skutla mér burtu.“ Uppl. játað rétt. Jón Jónsson. Vottur: Lóa Jónsdóttir. Yfirheyrslunni lokið kl. 11.55. A. A yfirlögregluþj. Þá mætti Pétur Pálsson stórkaupm., Langavegi 27, f. 21/2 1901, Reykjavík. Mætti skýrir svo frá, áminntur um sannsögli: „Ég er meðeigandi firmans Iíarls og Kristjáns, sem hefur bækistöð á Langavegi 27 í kjallar- anum. í gærkvöldi var ég þar við skál með Guðmund Guðmundssyni, Langavegi 29, Ámunda Ámundsyni, sem vinnur hjá HH h.f., og BB, sem vinnur hjá S. S. Ég held, að jiað liafi verið upp úr kl. 22.00, sem Jón Jónsson kom til okkar. Hann stanzaði þá stutt hjá okkur, en kom svo aftur til okkar, og vorum við þá komnir á Langaveg 29 til Guð- mundar Guðmundssonar. Hann tafði þá stutt hjá okkur, og held ég, að klukkan hafi verið einhvers staðar á milli 23.00 og 24.00, þegar hann fór. Ég varð þess ekki var, að Jón smakkaði vín, á meðan hann var lijá okkur, en það getur verið, þó að ég yrði þess ekki var. Ég tók ekki eftir öðru en Jón væri allsgáður, þegar hann kom til okkar. Á meðan við vorum á Langavegi 29, kom þar inn stúlka, sem ég kannast við, en veit ekki nafn á. Ég man eftir, að Jón var að tala við hana, en hvort þau urðu samferða, er þau fóru, veit ég ekki. Jón hefur undanfarið unnið í ígripum við lieildverzlunina hjá okkur og meðal annars ekið út vörum fyrir okkur. Þeir tveir reikningar, sem Jón var með í nótt og mér hafa nú verið sýndir, tilheyra okkur, og hef ég nú tekið á móti þeim.“ Uppl. játað rétt. Þeffa er orðréff skýrsla frá Rannsóknarlögreglunni, nema hvað öllum nöfnum er breytt 4 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.