Vikan - 23.06.1960, Blaðsíða 13
Dr. Matthías Jónasson skrifar í dag:
DÁLEIBSLUKUKL
- Varið ykkur á ævintýramönnum, sem
leggja leið sina hingað og
framkvæma dáleiðslu án nokkurrar
þekkingar, það gefur jafnvel
valdið þráláfri geðveilu -
Frú Guðrún Nielsen hefur verið þjálf-
ari kvennaflokksins, en var ekki kom-
in að þessu sinni, og Guðrún Jónsdóttir
tók að sér stjórnina. Hér er hún með
þjálfara karlaflokksins, Vigfúsi Guð-
brandssyni.
GULLSTRÖND SKEMMTIKRAFTANNA.
A síðustu árum liet'ir runnið hingað sívaxandi
straumur erlendra skemmtikrafta. Flest mun
þetta fólk vera lítið eftirsótl í heimalandi sinu,
en hér ávinnur það sér hylli og mikla peninga,
enda er okkar kalda land orðið eins konar gull-
strönd miðlungsgóðra og lakari skemmtikrafta.
Flest er þetta fólk þó meinlaust og leggur sig
franraf lítilli getu til að skemmtá áheyrendum.
Engum getur orðið það að varanlegu tjóni, þó
að hér birtist skrumauglýsingar um óviðjafn-
anlega snillinga, eins og um dægurlagasöngvar-
ann, sem liingað kominn reyndist kunna citl
lag og líktist í hátterni fremur fávita en fullvita
manni.
Ein tegund skemmtikrafta, sem mjög er hamp-
að hér á landi, sker sig þó úr og getur ekki talizt
meinlaus. Það eru dáleiðslufúskararnir, sem hér
eru venjulega titlaðir „frægasti dávaldur
Evrópu“. Þessum mönuni er veitt feykileg at-
hygli hér og sýningar þeirra gefa óhemjugróða.
Almenningur lítur á dáleiðsiu sem eitthvað
leyndardómsfullt og æsandi, sumir gera sér jafn-
vel von um að geta lært listina af tilburðum
dávaldsins, og þess vegna veitist auglýsinga-
áróðrinum auðvelt að skapa spennu kringum
töframanninn og húsfylli á hverri sýningu.
Hitt gera fæstir sér ljóst, að liér er um að
ræða leik, sem getur orðið mjög hættulegur og
jaðrar við glæpsamlegan verknað.
DÁLÆKNINGAR OG SKEMMTI-
KRÁRLISTIR.
Dáleiðslu hefir verið beitt um alllangt skeið
í lækningaskyni. Á síðustu áratugum hefir þó
notkun hennar sætt harðri gagnrýni og hún
hefir orðið að þoka fyrir öðrum sálfræðilegum
lækningaaðferðum. En það er einkennandi mun-
ur á því, hvernig geðlæknir eða sálfræðingur
beitir dáleiðslu og hinsvegar dáleiðslukukli fúsk-
arans í sýningarsalnum. Geðlæknirinn beitir
ekki dáleiðslu fyrr en hann hefir rannsakað
sjúklinginn til hlitar og sannfærzt um, að dá-
leiðsla sé honum hættulaus og geti komið að
gagni. Hann fylgir m. ö. o. hinni algildu reglu
lækna að beita ákveðinni lækningaaðferð að-
eins ]jar, sem hún er hættulaus og nauðsynleg.
Vegna þess að hann þekkir sálarlíf sjúklingsins
og þau áhrif, sem dáleiðslan getur haft á það,
beilir hann henni með ströngustu varkárni og
aðeins ef brýn nauðsyn krefur.
Allt öðru vísi með dáleiðslufúskarann. Ein-
slaklingurinn, sem hann dáleiðir, er ekki aðal-
atriði fyrir hann, heldur áhorfendurnir, sem
hann á að skemmta. Hann beitir því ásköpuðu
dáhrifavaldi sínu með fullri óskammfeilni, enda
er hann sálfræðilega ómenntaður og þekkir
ekki hina margslungnu, viðkvæmu þætti sálar-
lifsins. Hann skortir alla fræðilega þekkingu á
eðli dáleiðslunnar og áhrifum hennar á hinn
dáteidda og hánn hlítir aðeins þeirri knýjandi
nauðsyn að skemmLa sýningargestum. í sam-
ræmi við þetta er öll liihögun hans. Hann Velur
sjálfboðaliða úr salnum, rétt eins og töfra-
bragðameistarinn, fólk, sem hann þekkir á eng-
an hátt, og þegar hann hefir leikið listir sínar
á þeim, hverfur hann til nýs skemmtistaðar og
sér þá aldrei frantar. En áhrif hans á hina dá-
leiddu hverfa ekki alltaf að fullu, heldur orka
áfram og valda truflun, svo að geðheilsu manna
getur jafnvel stafað hætta af.
Af þessum ástæðum eru dáleiðslusýningar
bannaðar með lögum hjá flestum menningar-
]jjóðum, en alls staðar eru þær illa séðar. Viða
lialda þær þó skuggalegri tilveru sinni áfram,
í gleðikrám hafnarhverfanna og öðrum áþekk-
um skemmtistöðum, þar sem dáleiðslufúskar-
inn kemur fram ásamt búktalara, talandi páfa-
gauki og öðrum áþekkum skemmtikröftum. Þar
er dáleiðslukuklið ekkert glanznúmer og kerl-
ingin, sem framkvæmir það og breytir mönnum
í apa og „gerir þá ofurölva af vatni, er minna
eftirsótt en hin, sem les í lófa. Það mun því
líklega vera einsdæmi, sem gerðist hér fyrir
nokkrum árum, að erlendur dáleiðslukuklari gat
vaðið með gleðikrárbrögð sín beint inn í há-
skóla þjóðarinnar.
HÆTTULEGAR EFTIRSTÖÐVAR.
Dáleiðsla er fólg'in i þvi, að vilji dávaldsins
smýgur inn i dulvitund þess manns, sem á að
dáleiða, og nær þannig tökum á ómcðvituðu
viljalifi hans. Meðan dáleiðsluáhrifin vara, er
hinn dáleiddi því — að vissu marki — á valdi
framandi vilja. Og þau geta haldizt leng'i. Á
varanleik þeirra hvílir t. d. hin timakvarðaða
dáleiðsla, þar sem hinum dáleidda er sefjað að
framkvæma ákveðinn verknað á tilskildum tima
löngu síðar. Vegna áskapaðs dáleiðsluhæfileika
tekzt fúskaranum oft að dáleiða sefnæint fólk,
þó að honum mistakist það líka oft, eins og
allir vita, sem horft hafa á dáleiðslusýningar.
Loddarinn notar tiú vald sitt yfir hinum dá-
Framhald á hls. 26.
Handstaða á höndum annars manns.
Við sögðum honum, að hann yrði að
líta til okkar, svo að andlitið þekktist,
og það stóð ekki á því. Hann gat litið
baint upp, ef við vildum það heldur.
Ilún gat slegið hælnum í hnakkann
á sér án minnstu fyrirhafnar, en við
urðum annaðhvort of fljótir eða of
seinir með myndina, því að hér er
bil á milli. lteynið þið þetta, les-
endur góðir. Hve mikið vantar á,
að þið náið hnakkanum með
hælnum?